Bílnum stolið

Nú er svo komið fátækt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hún hefur ekki efni á að svipast um eftir þýfi, þó þjófnaður - í þessu tilviki nytjastuldur - hafi verið tilkynntur.

Í morgun fékk ég póst svohljóðandi, og vona að ég verði ekki sakaður um trúnaðarbrest þó ég birti úr honum glefsu hér:

Á meðan ég var við tónleikahald í Fríkirkjunni í Reykjavík í gær, sunnudag, milli 17 og 18, var bílnum mínum stolið. Bíllinn minn er fallegur, silfurgrár jeppi, Galloper OH 818. Eftir að ég hafði tilkynnt lögreglunni það formlega kom í ljós að ekki yrði leitað að honum, til þess væri enginn mannskapur, en ef hann yrði stöðvaður við venjubundið eftirlit myndi koma upp í tölvu lögreglunnar að hann væri eftirlýstur! Því langar mig að biðja ykkur, kæru samferðamenn, að láta vita ef þið rekist á eða sjáið bílinn minn. Ef hann er í umferðinni sker hann sig úr vegna þess að aðalljósin eru gul, einn mjög fárra bíla. Svo ef þið sjáið gul ljós í umferðinni þá athugið hvort þar sé jeppi, Galloper OH 818 og látið vita af því hjá lögreglunni í 112.“

Undir þetta ritar Jón Kristinn Cortes, og þar sem hann segir í gær bendi ég á að þetta var í fyrradag, pósturinn kom nefnilega krókaleið hingað til mín. Og það má einnig láta Jón Kristinn sjálfan vita, hann er væntanlega í símaskránni. Ég tel mig ekki hafa heimild til að birta símanúmer hans hér.

En úr því svona illa er komið fyrir blessaðri löggunni langar mig að mælast til að við hjálpumst öll að og gefur því gaum hvort við sjáum einhvers staðar Galloperinn hans Jóns Kristins. Hann gæti staðið ljóslaus hrímfölur og grár einhvers staðar í hliðargötu, bak við hús eða á opnu bílastæði.

Gefur þú leitað í þínu nágrenni?

Gaman væri að Galloperinn fyndist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Enginn mannskapur hjá lögreglunni segirðu, en í morgun voru 6 lögreglumenn að stympast við unglinga í Tjarnargötunni svo fyrirfólk þjóðarinnar kæmist inn í morgunkaffið sitt, allt snýst þetta um vilja og forgangsröð..

Skarfurinn, 16.12.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Skarfurinn

Afsakið hér átti að standa 60 lögreglumenn ekki 6..

Skarfurinn, 16.12.2008 kl. 20:27

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Talaði reyndar um fátækt lögreglunnar en ekki mannfæð. . .

Sigurður Hreiðar, 16.12.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: Zmago

Það vantaði ekki fjármagn til að kalla út aukalið að vakta "Valhöll" eftir að málningu var skvett á bygginguna.

Zmago, 16.12.2008 kl. 22:43

5 identicon

Þetta er tvöfalt áfall - fyrst er bílnum stolið - síðan neitar lögreglan að aðstoða og gera það sem henni ber. Við hjónin lentum í svipuðu.

Það var farið inní forstofuna þegar íbúi gleymdi að læsa útidyrunum (en var þó heima), stolið þaðan lyklakippu með bíllyklunum og farið á bílnum. Á lyklakippunni var dælulykill FÍB/Atlantsolíu og fór þjófurinn nóttina eftir á bensínstöð og fyllti á bílinn og náðist þar með á mynd í öryggismyndavél stövarinnar. Þar með gat lögreglan ekki annað en fundið þjófinn. En björninn var ekki unninn með því: Þjófurinn mundi ekkert hvort hann hefði stolið einhverjum bíl eða ekki og hvað þá hvort hann hafði skilið hann einhversstaðar eftir. Það var ekki fyrr en um fimm vikum síðar að starfsmenn hótels í Reykjavík kvörtuðu við lögreglu yfir bláum jeppa sem stóð við aðaldyrnar hjá þeim og hafði staðið þar vikum saman á tveimur stæðum, að lögreglan „fann“ bílinn, nokkuð skemmdan, en þó minna en búist mátti við.

Vonum að bíll Jóns finnist óskemmdur sem fyrst og ekki væri verra ef lögreglan tæki sig nú aðeins saman og aðstoði líka venjulegt vinnandi fólk. Það er ekki til of mikils mælst.

-SÁ 

Stefán Ásgrímsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:08

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einn af mínum kunningjum í Borgarfirði varð fyrir því fyrir nokkrum árum að einum af bílum hans var stolið í skjóli nætur þar sem hann stóð úti á hlaði. Hringt var í lögregluna í Borgarnesi og bílþjófnaðurinn kærður. Þar var einn lögregluþjónn á vakt og spurði á móti hvort ætlast væri til að hann færi um allt land að grennslast eftir bílnum! Lögreglumaðurinn punktaði þetta hjá sér og með því var málið afgreitt af hans hálfu. Nú voru góð ráð dýr. Á dögum gamla sveitasímans hefði verið unnt að virkja alla sveitina milli fjalls og fjöru með góðum árangri. Látið var nægja að hringja á nokkra staði og liðu nokkrir dagar. Þá spurðist til stolna bílsins á bæ einum þar sem fleira var ekki með felldu.

Sjálfsagt er að hvetja alla að skilja hvorki lykla né verðmæti sem freistað gætu þjófa og annað vandræðapakk.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.12.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband