15.12.2008 | 17:34
Frumkvæði Reykvíkinga í torganöfnum
Fyrir löngu - m.a. hér á blogginu fyrir einu og hálfu ári eða þar um bil - stakk ég upp á því að hringtorgin, a.m.k. þau sem eru á Vesturlandsvegi út frá Reykjavík, fengju nöfn svo auðveldara væri að vita hvar maður væri staddur og hvað maður væri að tala um. Svona eins og örnefni voru gefin hér í eina tíð, sem voru einskonar GPS punktar síns tíma.
Eftir að ég bloggaði um þetta efni var það hent á lofti hér í sveit og komst m.a.s. svo langt fyrir einhverjum vikum að það var samþykkt hér í bæjarstjórn að beita sér fyrir samkeppni um nöfn á svona torg þar sem þau er að finna hér um slóðir.
Hvernig sem það var svo hugsað í framtíðinni. Ég hef ekki orðið var við samkeppnina enn. Lít þó annað veifið inn á mos.is.
Hins vegar uppgötvaði ég þegar ég brá mér í bæinn áðan að Reykjavíkurborg hefur gripið þessa hugmynd tveim höndum og fyrir sitt leyti hrundið henni í framkvæmd og merkt a.m.k. nokkur torg. Ég kom við í Landsbankanum í Klofningi (við hliðina á Blómavali) og hélt síðan áfram í jaðrinum á Grafarholti uns ég kom að merktu Hringtorgi Krókatorgi niður af gamla Grafarkoti. Sveigði þar til hægri og kom þá að merktu Keldnatorgi en þaðan til vinstri og kom þá á merkt Nóntorg sirka bát þar sem Gróubær var einu sinni.
Til hamingju, Reykjavík.
Héðan af verða allar nafngiftir hringtorga - sem engu að síður eru þjóðþrifamál - aðeins eftirapanir af frumkvæði Reykvíkinga.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 306439
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki Melatorgið eldgamalt nafn á hringtorgi?
kv-Helgi
HP Foss, 15.12.2008 kl. 22:44
Ef Melatorgið - eða Hagatorgið - eru merkt með nöfnum sínum er það nýung.
Sigurður Hreiðar, 15.12.2008 kl. 22:49
Ég held, en er þó ekki viss, að Hafnarfjörður sé löngu búin að merkja sín torg með nöfnum.
Smári Ólafsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.