Auglýsingar ekki aðeins fyrir auglýsendur

Óvinir RÚV virðast eiga sér marga málsvara.
Í þessu fjasi um takmörkun á þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði virðist mér gjarnan vanta skilning á því að auglýsingar eru ekki bara fyrir auglýsendur, heldur einnig fyrir okkur sem lesum upplýsingar út úr auglýsingum.
Í samhenginu má ekki vanvirða okkur og allra síst þá landsmenn sem ná ekki öðrum auglýsingamiðlum ljósvakans en RÚV.
mbl.is Ræddu ekki um RÚV frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Alveg rétt, auglýsingar eru upplýsingar, allavega á stundum..

Guðni Már Henningsson, 1.12.2008 kl. 20:30

2 identicon

Sæll Sig. Oft hittir þú á rétta naglann og þetta er einn af þeim.

Kv. Haukur G. 

Reykjal.

Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: HP Foss

Algerlega hárrétt, það eru ekki allir staddir á þessu sv horni!

HP Foss, 2.12.2008 kl. 09:10

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

lími inn koment sem ég setti inn annarstaðar.  Sumt á við , annað ekki

Þegar verið er að láta eftir mönnum í Samfylkingunni og örfáum sérvitringum í mínum elskaða Flokki, að draga RUV af tilkynnigamarkaði og rýra upplýsingagildi RUV (það eru ekki allir landsmenn, sem geta --eða vilja--nýta sér upplýsingarnar hjá Baugsmiðlunum, sem eru að verða hin hliðin á fréttunum, líkt og DO sagði mundu verða og að einokunarpungar vildu nýta se´r einokun a´markaðinum.)

Þið sem börðust gegn Fjölmiðlalögunum eruð nú að uppskera við hæfi.

Mundu það, að það eru þeir sem börðust gegn setningu Fjölmiðlalagana sem eru hinir raunverlegu sökudólgar.

Palli sér bara hvar niðurskurður hefur ,,NNST" áhrif á heildarvirkni RUV og sker auðvitað þar.

Einfalt og skýrt dæmi um aulaskap Samfóliða sem hafa verið dregnir á einhverju, svo sem Asnaeyrum af Baugsmönnum á borð við Hrein Loftsson og fl.

Verði ykkur að góðu.

Bjarni Kjartansson, 2.12.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég tel mig vera vin RUV og þá sérstaklega rásar 1, en þvílík peningahít. Bruðlið og óráðsían hjá þessari stofnun er hreint út sagt órtrúlegt. Það er heldur ekkert náttúrulögmál að dreifikerfið sé eingöngu notað af RUV. Það mætti vel leigja öðrum aðgang að því vegna þess að ekkert einkafyrirtæki myndi sjá sér hag í að koma sér upp slíku kerfi um allt land.

Þóra Guðmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 10:37

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Reyndar þekki ég ekki til innanstokks hjá RÚV en er svo vitlaus að bruðlið sem Þóra nefnir liggur mér ekki í augum uppi. Gott væri að fá nokkur dæmi því til sönnunar ef maður á að trúa þessum.

Sigurður Hreiðar, 2.12.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband