Í ljósum (hé)logum

Látum nú vandræðagang fjármála og stjórnmála fá frí litla stund og snúum okkur að alvöru málsins -- það er að segja íslensks máls.

Á Rás 1 er þáttur sem kallaður er Seiður og hélog. Seið kannast flestir við ef ekki allir, færri kannast við hélog. Samkvæmt orðabókinni má nota þetta orð í hvorugkyni, eins og virðist gert í nafni þáttarins, eða karlkyni, en þá bætist -i við orðið og það verður hélogi.

Í hvorugkyni ætti það því að beygjast hélog hélog hélogi hélogs. Í karlkyni hélogi héloga héloga héloga.

Eða hvað?

Nú hef ég amk. tvívegis heyrt umsjónarmann afkynna þáttinn með þeim orðum að hér ljúki Seiði og hélogum.

Ég hef oft endranær heyrt ýmsar málfarslegar ambögur í þessum þætti þó ég sé ekki nógu minnugur til að hafa þær eftir hér.

Á menningarrás RÚV Rás 1, sem hefur að ég best veit málfarsráðunaut innan sinna raða.

Meðan ég man: Hélog þýðir maurildi, hrævareldur, mýrarljós, skv. áðurnefndri orðabók.

Og meðan ég man líka: Núna áðan varð umsjónarmanni tíðrætt um þýsku borgina Dressden. Ég hélt að hún héti Dres-den.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hefurðu ekki tekið eftir hvað margir eru farnir að segja Íss(s)land a.m.k. í útvarpinu.

Annars hefur sungið í hausnum á mér síðan kvöldfréttirnar voru áðan í útvarpinu, þessi setning sem viðmælandi fréttamanns lét út úr sér:

“Fólk hefur verið að kaupa lambakjöt á mjög góðum verðum að undanförnu”

 

Ég spyr:  Hefur fólkið þá verið að kaupa kjötin á góðum verðum?

 

 

Ruth Fjeldsted (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:40

2 identicon

Skil ekki af hverju klausa mín hér á undan birtist svona !

Ruth Fjeldsted (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:46

3 identicon

Ég hef skilið ...hélogum... sem þgf. fleirtölu.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Til gamans vil ég benda á orðið Hagkaup. Ég veit ekki betur en að Pálmi heitinn, stofnandi Hagkaups, hafi ákveðið að það skyldi vera í eintölu. Þessu breyttu þeir sem við tóku og nú er Hagkaup fleirtöluorð. Eimskip er ýmist í eintölu eða fleirtölu og svona mætti lengi telja. Hvað varðar kjötin á verðum fannst okkur alltaf skemmtilegast þegar verið var að tala um flug sem urðu að flugum. En er ekki bara best að hver tali með sínu nefi og við látum það afskiptalaust? Það fer hvort eð er allt til andskotans í fyllingu tímans hvernig svo sem það er stafsett eða beygt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.11.2008 kl. 17:56

5 Smámynd: Karl Tómasson

Heyrðu, ég hef það bara gott en þú?

Hvað er með þetta heyrðu sem all margir eru farnir að segja áður en þeir tjá sig?

Annars er allt gott að frétta úr Tungunni kæri Sigurður Hreiðar.

Góðar kveðjur frá Kalla Tomm.

P.s. Ég fékk fréttabréfið í dag frá þér og það er alltaf jafn gaman.

Karl Tómasson, 28.11.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ruth - þú ert bara svona flink að velja leturgerðir - fonta.

Aðalsteinn: en seiður er bara í eintölu…

Nei, Ben Ax. Þó halli undan fæti og maður viti ekki lengur hvar Davíð keypti ölið vil ég ekki slaka á klónni gagnvart stafsetningu, beygingum og orðanotkun.

Heyrðu, Kalli, héðan úr Túnunum er sosum allt gott að frétta. Starfsmenn bæjarins hafa ekki nýlega keyrt niður lóðarkantinn hjá mér.

Heyrðu, hvernig var þetta með nöfn á hringtorgin? Lenti það líka í kreppu?

Kv. til ykkar allra

Sigurður Hreiðar, 28.11.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mikið er ég sammála þér hérna, Sigurður minn. Vitaskuld er maður hlutdrægur en mér finnst íslenskan svo undur fallegt tungumál að mér finnst eiginlega orðið fagurt lýsa því betur. Við eigum að kappkosta að halda því eins hreinu og réttu og okkur er nokkur kostur.

Þar skeit músin sem ekkert hafði rassgatið, gæti einhver sagt núna og það með nokkrum sanni. Mér finnst nefnilega óskaplega gaman að leika mér með málið og fer oft og iðulega svolítið frjálslega með það. En miðað við að hafa ekki komið nema 5-6 sinnum til Íslands síðastliðin 8 ár þá held ég að ég sé ennþá í sæmilega góðum málum. Ég er enda mjög meðvituð um mikilvægi þess að halda því við og það ergir mig ósegjanlega þegar ég stend sjálfa mig að málvillum.

Kannski er þessi þráhyggja mín beinlínis kjánaleg, og ég veit að hún er það í huga margra, en þar sem ég hef nú horfið frá "íhaldsseminni" í stjórnmálunum þá verð ég að fá að vera íhaldssöm með eitthvað.

Ég er ekki ströng varðandi margt en ég einsetti mér það strax að á heimili mínu skyldi ávallt vera töluð íslenska nema þegar gesti bæri að garði. Þá er sjálfsögð kurteisi að tala ensku og við höfum rætt það á heimilinu að undir þeim kringumstæðum tölum við saman á ensku, fjölskyldan. Ég útskýrði fyrir börnunum að það væri álíka dónaskapur að tala saman á íslensku fyrir framan enska vini okkar og ef við færum að hvíslast á fyrir framan þau.

Það er svo auðvelt að sofna á verðinum þegar tungumálið okkar er annars vegar og allir tala ensku í kringum mann. Það sá ég í sumar þegar við hjónakornin ókum upp til Skotlands ásamt skottu litlu til að heimsækja frænku mína og jafnöldru sem er gift Skota og hefur búið í Glasgow í hartnær 30 ár. Við erum systkinadætur og sonur hennar, hann Týr litli frændi minn, talar næstum enga íslensku þó hann skilji hana að mestu leyti. Það ýtti enn frekar við mér með að ég yrði að vera á verði með málfar Rósu minnar, sem er 9 ára. Hún var rétt ársgömul þegar við fluttum til Englands og þó hún sé fluglæs á ensku og tali íslensku innan veggja heimilisins þá er hún mjög stirðlæs á íslensku.

Það var reyndar meðvituð ákvörðun mín á sínum tíma að meðan hún væri að læra að lesa þá værum við ekki að rugla hana með tveimur tungumálum í einu. Stafirnir hérna "segja" líka annað á ensku en íslensku, svo ég ákvað að láta hana verða vel læsa á ensku áður en ég kynnti fyrir henni íslenskt lesmál. En nú er sem sagt komið að því og þó mér hafi hálf brugðið í fyrstu hversu framandi henni var lesmálið miðað við að tala íslenskuna daglega þá styrkti það bara enn frekar ásetning minn um að nú þyrftum við að taka íslenskulesturinn föstum tökum.

Ég bið þig að fyrirgefa mér hversu lagt þetta er orðið hérna, Sigurður minn, en þetta er mér bara heilmikið hjartans mál, eins og þú sérð á málæðinu í mér núna. Ég lofa að reyna að hemja mig betur næst þegar ég kem í heimsókn.

Bestu kveðjur til þín og þinna, kæri bloggvinur minn. Og hafðu kærar þakkir fyrir þitt mikla og góða framlag til verndunar okkar yndislega tungumáls.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.11.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband