Undirskriftasöfnun sem vit er í

Verð að viðurkenna að ég sæki ekki mótmælasamkundur. Frekar en aðrar útisamkomur. Finnst ég ekki eiga heima í þeirri múgmennsku sem mér finnst ég finna þar.

En ég get tekið þátt í undirskriftasöfnun ef mér finnst vit í henni.

Eins og þessari:

Og skora á aðra að gera það líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk, fór að þínu fordæmi

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.11.2008 kl. 21:52

2 identicon

Verð að viðurkenna að ég sæki ekki mótmælasamkundur. síðan kemur:  Finnst ég ekki eiga heima í þeirri múgmennsku sem mér finnst ég finna þar.

Hefur þú þá verið þar?????

ÓLafur Sveinsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:57

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sú var tíðin, Ólafur, já, því miður. Síðan getur maður einnig skynjað andblæ í samkomum í því sem maður fær að sjá og heyra gegnum fjölmiðla. -- Kannski hefði ég átt að nota þátíð í þessari staðhæfingu, en -- nútíð? -- Ég hef þessa tilfinningu enn, í nútíðinni.

Sigurður Hreiðar, 24.11.2008 kl. 12:45

4 identicon

Og heldur þú að einhverjar netundirskriftir eigi nokkurn tíman eftir að gera eitt einasta gagn?

Björn (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:32

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekki spilla þær fyrir, Björn, og gera frekar gagn en ógagn.

Sigurður Hreiðar, 24.11.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mesta furða hvað við blessaður múgurinn á þessum fundum er margbreytilegur, þar sem ég þekki þig þá held ég jafnvel að þú myndir kunna vel við þig á laugardögum, hef náð tveimur af þessum fundum og ánægð með fjölbreytileikann. Það sem gleður er vaxandi fjöldi þátttakenda og að þetta virðist pirra ráðamenn sem eru of aðgerðalausir. En eins og þú bendir á þá eru til svo ótal margar leiðir til þess að segja skoðun sína og allsendis ónauðsynlegt að allir velji sömu leiðina, undirskriftir hafa margsannað gildi sitt, það þekkjum við Álftnesingar til dæmis í mikilli og góðri reynslu af beinu lýðræði. Vissulega er þol íslenskra ráðamanna gagnvart þeim nokkurt en þetta er engu að síður síst verri leið en útifundirnir. Í Sviss er nú verið að safna undirskriftum til þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í þeirra efnahagsraunum, þar er hefð fyrir beinu lýðræði þótt ekki sé stjórnarfar þeirra gallalaust frekar en stjórnarfar annarra ríkja.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.11.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband