Er verið að hlunnfara okkur eina ferðina enn?

Í framhaldi af síðustu bloggfærslum mínum hef ég fengið allskonar viðbrögð og skilaboð umfram það sem lesa má þar í athugasemdum. Þetta barst mér til að mynda í tölvupósti nú áðan og mér finnst ástæða til að koma því áfram sem þar er að gerast. Fólk hefur á tilfinningunni að í „nýju" bönkunum gangi „gömlu" stjórnendurnir ljósum logum og stjórni jafnvel í gengum þá sem amk. að nafninu til hafa „tekið við" stjórn á þeim bæjum. Þess á milli standi þeir svo glottandi við tætingavélarnar og tæti niður „óþægilega“ pappíra á meðan stjórnvöld draga lappirnar með að rannsaka með raunhæfu móti hvað eiginlega fór úrskeiðis. Og snúi sér að því að hámarka hag sinna nýju hluthafa og þar með bjarga sjálfum sér.

Hér fer á eftir það sem mér barst í morgun:

„Hættan er sú að bankarnir og skilanefndir þeirra séu ekki nægjanlega fljót að átta sig á hinu nýja hlutverki sínu, sem er að hámarka hag sinna nýju hluthafa; íslenskra skattgreiðenda. Sala á eignum félaga sem eru í greiðslustöðvun til stórra hluthafa án útboðs á ekki að líðast.
»Fjárhagsleg endurskipulagning« mjög skuldsettra félaga útrásarmanna á ekki að líðast. Sala eigna án þess að tryggt sé að við skattgreiðendur fáum bestu kjörin á ekki að líðast. Ef það er ekki tryggt að hæstu tilboða sé leitað hverju sinni með opnu og gagnsæju ferli er verið að hlunnfara Íslendinga, enn eina ferðina. Það má ekki gerast."

Ég spyr: Er verið að hlunnfara okkur eina ferðina enn? Í skjóli þess að „það sé ekki tímabært" að tala um hlutina?

P.S Sá þegar ég lagðist á bakið með Moggann eftir hádegishressinguna að þetta sem mér var sent er orðrétt niðurlag greinar Hallbjörns Karlssonar á bls. 33 í Mogga í dag. Ekki verra fyrir það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband