20.11.2008 | 12:33
Að „axla ábyrgð“
Skrýtin skepna þessi ábyrgð. Mig rekur minni til þess í sambandi við allskonar hryðjuverk að einstaklingar eða hópar hafi lýst ábyrgð á þeim á hendur sér. Ábyrgð hvað? Að ábyrgjast að hryðjuverkið takist vel?
Svo gengur eitthvað úrskeiðis í stjórnmálum,eða bara pólitískum leikaraskap í tölvu eins og hjá Bjarna bóksala á Selfossi ádögunum, og hann axlar ábyrgð" með því að stökkva frá öllu saman. Ég hef alltaf skilið ábyrgð sem svo að maður tæki að sér að tryggja eitthvað tiltekið verk, athæfi eða bara fjárskuldbindingu, að staðið væri við þetta allt saman, málinu fylgt til farsæls enda. Kannski ég axli ábyrgð" næst þegar víxill fellur á mig sem ábeking (eða eitthvertsambærilegt skuldafyrirbæri, víxlar eru víst ekki til lengur) og stökkvi barafrá öllu, segi bara ég er hættur og ekki benda á mig.
Mér finnst sá einn axla ábyrgð sem stendur undir því sem hann hefur tekið að sér og fylgir því fram til fullnustu. Ekki sá sem stekkur undan ef illa fer og lætur aðra um að greiða úr óreiðunni. Ég hef aldrei skilið hvaða ábyrgðaröxlun hefur fylgt því, t.d. hjá ráðherrum grannþjóðanna, þegar þeir hafa sagt af sér ráðherraembætti af því upp hefur komist að þeir hafi freistast til að laumast upp í önnur rúm en sín eigin einhvers staðar út í bæ. Hvað snerti það eiginlega störf þeirra á daginn?
Það er hins vegar þegar menn hafa sýnt sig að valda ekki þeirri ábyrgð sem starf þeirra krefst sem mér finnst réttmætt að þeir segi af sér. En þá finnst mér þeir axla og auglýsa ábyrgðarleysi sitt. Mér fannst til að mynda ræða tiltekins seðlabankastjóra sem var í fréttum í fyrradag sýna nægilegt ábyrgðarleysi til þess að hann ætti að fá frí. Tilskipað, ef hann er í alvöru svo siðblindur að verða ekki fyrri til. Þar kom hann fram -eins og raunar stundum áður -- eins og hortugur og kjaftfor frekjupjakkur í fimmta bekk og sendi skotin allt í kringum sig í erg og gríð og leitaði að blórabögglumí öllum áttum til að fría sjálfan sig af því sem hann taldi sig með réttu eða röngu sakaðan um. En hann sleppti því sem fólkið í landinu vildi fá að heyra:hvað hann hefði til lausnar í óefninu, hver eða hverjir sem til þess hefðu stofnað; hvað hann vissi meira en þegar hefur komið fram um beitingu hryðjuverkalaga í Bretlandi gegn íslenskum hagsmunum, hver hefði fengið að stofna til þúsund milljarða skuldar við íslensk fjármálafyrirtæki og með hvaða rétti.
Við höfum ekkert með svona mann að gera í embætti sem krefst ábyrgðar og hennar ríkulegrar og vitrænnar. Hann ætti að komast í langt og ítarlegt frí - svo langt í burtu að hann nái ekki til þeirra fyrrum skósveina sinna beggja kyns sem kannski gætu spjarað sig ágætlega ef hann væri kominn utan þeirra seilingar.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ábyrgð-ar, -ir KVK 1 trygging, það að vera ábyrgur, þurfa að svara fyrir e-ð; ábyrgð á húsi, skipi / á mína ábyrgð ég ábyrgist það / á eigin ábyrgð/ bera ábyrgð á e-u / svara (sæta) ábyrgð fyrir e-ð
2 viðsk./hagfr. viljayfirlýsing einstaklinga eða fyrirtækja, t.d. banka, um að standa skil á skuldbindingu þriðja aðila; ganga í ábyrgð fyrir e-n ábyrgjast skil e-s / bankaábyrgð
ÍSLENSK ORÐABÓK
Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt.
Ritstjóri Mörður Árnason
Ég hef alltaf skilið það svo, að það að axla ábyrgð sé ekki það að hlaupast undan ábyrgðinni, en að undanförnu hafa þeir/þær/þau sem sögð eru axla ábyrgð horfið af vettvangi. En ég er víst bara fávís kona
Ruth Fjeldsted (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:23
Mér sýnist að við séum bæði álíka fávís, vinkona.
Kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 20.11.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.