15.11.2008 | 10:12
Bjargarleysið sem einkennir þeysireið samtímans
Hélt raunar að meira væri um draumáhugafólk en vera virðist, eða þá að það les ekki blogg. Ég sagði hér frá draumi mínum af því mér þótti hann vera svo fullur af táknum að það myndi kitla þá sem hafa gaman af að lesa í drauma. Og þó aðeins örlaði á því í sumum athugasemdunum þótti mér sem megingildi draumtáknanna færu fyrir ofan garð og neðan.
Skal nú segja frá því sem ég sá út úr draumi þeim er frá sagði í síðasta bloggi:
Að mér fóru tveir bílar af tegundum sem mjög tengjast vestrænum menningarheimi (sem nú hefur raunar teygt anga sína langt út fyrir þær áttir). Á undan fór vel pússaður og gulur Diamond trukkur. Diamond þýðir demantur og stendur í draumnum fyrir auðsöfnunina sem setti mjög mark sinn á hinn vestræna heim nú hin síðari árin. Á eftir kom hvítur almenningsvagn af gerðinni International = alþjóðlegur. Og ekki skorti það að almenningur allra þjóða, sem til þess höfðu nokkra getu, stykki á þann vagninn að elta auðsöfnunina.
Nú, farartæki þessi ruddust að mér og fóru geyst sem fellur mjög að því ástandi sem ríkti í landi okkar og raunar menningarheimshlutanum öllum nú síðari árin. Og ekki laust við að mér setti nokkurn beyg yfir aðsópi þeirra og víst er um það að að manni hafði aðeins hvarflað að gera sér áhyggjur af því hvernig góðærið myndi enda. En í þann mund sem þau voru að skella á mér sveigðu þau frá og þeyttu yfir mig svo miklum mekki að allt umhverfið hvarf mér og ég sá ekki handa skil.
Getur það átt við ástandið frá sprengingunni miklu sem varð í byrjun nóvember?
Næsta sem ég vissi var að mér hafði verið kippt upp í almenningsvagninn mikla af gerðinni International = alþjóðlegur, þar sem ég sat ásamt fulltrúum elstu og yngstu kynslóðanna, án þess að ráða í nokkru för minni eða ná nokkru sambandi við stjórnanda ferðarinnar sem raunar sá aldrei almennilega en hét því táknræna draumnafni Engin Björg.
Og ég gat á engan hátt ráðið í hvert för minni var heitið. Fannst það vera í suður - í átt til sólar og birtu - eða var það meira til vesturs, í sólarlagsátt?
Ég hef enga vissa merkingu getað lagt í köttinn sem mér tókst á elleftu stund að bjarga og fylgdi mér upp frá því. -- Er hugsanlegt að hann standi fyrir 68,8% endurgreiðslu inneignar í peningabréfum?
Meginatriðin eru þessi: 1. Demanturinn, 2. alþjóðleg samferð almennings sem hann þó ræður engu um né áttar sig á hver leiðir, 3. bjargarleysið sem einkennir þeysireið samtímans án þess að nokkur átti sig almennilega á hvert leiðin liggur.
Nokkrir álitsgjafar að síðasta bloggi létu að því liggja eða sögðu berum orðum að draumurinn hefði enga merkingu aðra en undirstrika bíladellu (=bílaáhuga) mína. Ég sé þetta öðru vísi: mér voru birtar þessar bílategundir vegna merkingar heita þeirra, ef ég bæri gæfu til að skilja þá merkingu.
Nú bíð ég eftir næsta draumi með merkingu. Hjá mér hafa flestir draumar merkingu ef ég man þá fram yfir rúmstokkinn. Kúnstin er bara að ráða í tákn draumanna.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306294
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi.
Þú varst illa fjarri góðu gamni í gærkvöldi. Ég var með ráðningu á "draumnum" en auðvitað segi ég ekki öðrum en þér frá henni.
Þráinn (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:59
Samkvæmt einni draumspakri sem ég þekki er lítið að marka annarra draumþýðingar, fólk á að þýða drauma sína sjálft sem mér sýnist þú hafa gert. Þessi sama kona féllst þó á að koma með sína skýringu á kettinum Draumkettir vísa til erfiðleika. Hversu mikilla fer þó eftir lit því hver litur hefur sérstaka merkingu. Í þessu tilviki gæti grátt gefið til kynna að taka þyrfti afstöðu og hvað hvítu blettina varðar gætu þeir bent á glufur til að smjúga framhjá mestu erfiðleikunum, a.m.k. koma auga á möguleika til þess. Svo mörg voru þau orð. Ég hverf af skjánum í seinna dag en við sjáumst síðar .G
G.Hr. (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.