13.11.2008 | 14:57
Draumráðandi óskast
Nú vantar mig draumspakan mann (sama hvorskyns hann er) til að ráða fyrir mig draum. Að vísu eru nokkrar nætur liðnar síðan mig dreymdi hann en hann stendur mér enn nokkuð fyrir hugskotssjónum og lætur mig ekki alls í friði - sem var nokkurt einkenni á draumum meðan ég var barn að aldri og dreymdi enn fyrir daglátum og rúmlega það.
En þessi draumur var á þá leið að mér þótti ég vera dyrum utar á mér einhverjum kunnugum stað sem ég geri mér þó ekki alveggrein fyrir. Sé þá koma utan götu sem bar nokkuð við loft þaðan sem ég stóð gulan Diamond-trukk eins og þeir voru hér á árum heimsstyrjaldarinnar síðari og árunum þar á eftir, og á eftir honum hvítan International School Bus líklega frá miðjum síðari helmingi liðinnar aldar, einna líkastan honum Hæringi" gamla sem ég var látinn taka á meiraprófið á vellinum fyrir óralöngu.
Báðir voru bílarnir vel til hafðir og skínandi hreinir og fóru mikinn. Nema hvað skyndilega tóku þeir óvænta beygju í áttina til mín og ég sá ekki betur en þeir ætluðu að stíma á mig en kom þá auga á kött nokkurn ókunnugan, hvítan með gráum flikrum, sem mér leist mundu verða fyrir bílunum svo ég kastaði mér eftir kisa og tókst að grípa hann en um leið beygðu bílarnir báðir frá mér og jusu ryki yfir mig og köttinn. Þegar mér kyrrðist aftur fyrir augum voru þau umskipti orðin að guli Diamondinn var horfinn en við kisi vorum orðnir gíslar í hvíta International almenningsfarartækinu ásamt karli einum fjörgömlum og drengbarni kannski 7-8 ára og vissi ég deili á hvorugum. En allir vorum við gíslar ökumannsins sem sat í afgirtu búri og virti að vettugi allar tilraunir okkar gíslanna til að hafa samband. Ég vissi það eitt um þennan ökumann að hann hét Ingibjörg og keyrði afskaplega hratt.
Ekki vissi ég hvert stefndi nema mér þótti það helst vera í suðurátt og þó kannski eilítið meira til vesturs og engan enda hafði þessi draumur umfram þann raunalega enda margra drauma að daga uppi þegar dreymandinn vaknar.
Er þessi draumur fyrir einhverju? Boðar hann eitthvað?
Er það rétt að nafnið Ingibjörg hafi í draumi merkinguna engin björg"?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Hér er annar draumur....sem mig dreymdi fimmtudagsnóttina, fyrir mánudaginn sem öll lánin áttu nú að koma??
Mér fannst ég vera niður á bryggju og veiddi á stöng, sjórinn var tær, og sá ég til botns og hvar beitanfærðist með sjávarföllunum .
Allt í einu verð ég var við að fiskur er kominn á færið, eftir mikið tog varð ég var við að fiskurinn sem var marhnútur var fastir í netadræsu, og engin leið að draga hann upp, en síðan losnaði færið, en ég hélt að slitnað hefði línan, mér fanst ég verða glaður þegar ég sá að krókurinn hefði losnað, kastaði ég línunni aftur langt út, allt í einu var kominn heill hellingur af fiskun sem eltu, ég rikki í stöngina og verð var við að fiskur er á önglinum, eftir nokkurn tíma tekst mér að landa honum, fyrst fanst mér að um stórann ufsa væri að ræða, en sá fljótlega að þetta afar fallegur stór fiskur, silfurgljáandi með skrautlegum steinum. Hafði ég húkkað nann í sporðinn, og var stórt sár eftir öngulinn.
Eyjólfur Ólafsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:22
erum við ekki bara gíslar í eigin landi, annars dreymir mig bara dagdrauma
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.11.2008 kl. 16:38
Draumur.is hlýtur að redda þér.
Hrannar Baldursson, 13.11.2008 kl. 18:33
Manni dreymir það sem maður veit en þorir ekki að hugsa. Ameríkanar munu loksins gleypa okkur með klækjum. Við verðum fangar stórra fjölþjóðafyrirtækja og leiguþý ríkra lénsherra sem forðum.
Gæti það farið nærri?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 08:32
Eigi er eg draumaráðandi en að öllum líkindum hafa áhyggur undanfarinna vikan út af fjárhagsmálum okkar Íslendinga átt sinn þátt í að undirmeðvitundin spinnur nýjan þráð rétt eins og myndir á sýningu. Að bjarga kettinum frá því að vera ekið yfir hann hlýtur að boða e-ð gott. En að lenda í þeirri aðstöðu að geta allt í einu ekki sjálfur ráðið hvar og hvert maður vill, boðar sjálfsagt einhverja óvissu, kannski breytingar.
Og þessi nákvæma lýsing á gömlu bílunum sem þér er svo eftirminnileg hlýtur að tengjast áhugamálunum.
Bestu kveðjur
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.11.2008 kl. 13:02
Er þetta ekki bara della Sigurður minn. Bíladella?
Við þjáumstum báðir af henni. Nei ég segi svona. Þetta var skemmtileg lesning, ég treysti mér ekki til að ráða í þennan draum frekar en aðra.
Bestu kveðjur minn kæri úr Tungunni frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 14.11.2008 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.