Eins og orðspor Íslands er núna

Hvað mína beint persónulega hagi snertir er mér í rauninni slétt sama hvort útlánsvextir banka eru 2% eða 20%. Hitt get ég ómögulega skilið hvernig nokkrum manni, hversu lærður sem hann kann að vera og hvort sem hann þiggur íslensk ölmusulaun eða fær sín góðu laun frá Alþjóðagóðgerðasjóðnum – fyrirgefið, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vildi ég sagt hafa, getur dottið í hug að háir vextir séu það sem íslensk þjóð þarf á að halda þessa stundina.

Atvinnulífið er í stíflu. Fyrirtækin eru verkefnalaus og þau sem kynnu að hafa verkefni fá víst ekki einu sinni lán þó þau létu til leiðast að ganga undir okurvextina. Peningaflæðið innanlands er að verða að sprænu. Er það þá sem við þurfum háa vexti?

Einhverjar raddir eru þeirrar meiningar að ef við höfum (stýris)vexti háa muni útlendingar hlaupa til að leggja sitt dýrmæta fé á vexti hér eða jafnvel koma með fyrirtæki sín hingað. Svo ég fari í spurningaleik við sjálfan mig eins og Jón Baldvin: Er líklegt að heimurinn streymi hingað til lands með fjármuni sína, eins og orðspor Íslands í samfélagi þjóðanna er núna? - Og til þess að jafna leikinn: svari hver fyrir sig hvað honum þykir líklegt.

Persónulega held ég að einmitt ætti nú að lækka vexti, amk. að taka 1 framan af 18% stýrisvaxtatölunni. Dæla fé inn í atvinnulífið. Leyfa því að skapa verðmæti, jafnvel sem selja mætti fyrir dýrmætan gjaldeyri.

Hvernig ætli færi fyrir virkjunum okkar og þá stóriðju sem þær knýja, ef skrúfað væri fyrir vatnsorkuna sem snýr rafölunum? Forlátið mér þó mér finnist það dálítið sambærilegt að skrúfa einmitt nú vexti upp úr öllu valdi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: nicejerk

Ef vitsmunajöfrarnir davíð og Geir hefðu hugmynd um afleiðingarnar, þá hefði þessi hækkun aldrei gerst. En þeir eru blessunarlega algerlega lausir við slíkar hugsanir.

nicejerk, 1.11.2008 kl. 02:46

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég held að þetta sé úthugsuð vitleysa. Foringjar vorir vita sem er að til þess að ná viðspyrnu þá þarf að komast á botninn. Nú fer atvinnulífið alveg niður og þá hljótum við að komast á fast. Eina sem þeir hafa ekki tekið með í dæmið er að það verður kanski lítill kraftur eftir til að ná spyrnunni uppávið. Og þá drukknar fórnarlambið væntanlega. Hver einasti seðlabanki sem vitað er um hefur lækkað vexti. En ekki hér! Íslendingar eru alltaf að rembast við að vera sætastir, sterkastir og ríkastir. Eina sem við sitjum nú uppi með er að vera vitlausastir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.11.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband