Hvers vegna „því miður“?

Skrýtin frétt a tarna. Hvers vegna þykir Karli Steinari verra að þetta skuli vera gabb? Ég er svo barnalegur að mér þætti verra að þetta væri sönn frétt og verið væri að véla afkomendur okkar til að ánetjast fíkniefnum.

Sem minnir mig samt á dálítið annað: þegar ég ungur maður settist að í höfuðstað landsins var mér fjár vant eins og stundum endranær -- byrjaði í 1½ vinnu og bætti raunar aðeins við það þannig að nætursvefn var stundum frekar skammur. Mér var þá bent á ákveðna tegund af fjölvítamíni sem fékkst í Laugavegs Apóteki og þetta vítamín tók ég þennan hinn fyrsta vetur minn í Reykjavík eins og leiðbeiningar á glasinu sögðu til um, vann eins og berserkur allt sem til féll og varð aldrei úrvinda.

Um vorið hætti ég að gadda þetta í mig, taldi að sól og blíða myndu færa mér þau fjörefni sem mér dygðu sem og varð, enda komu þá lögbundin sumarfrí til sögunnar líka. Um haustið hugsað ég mér að ná mér í fjölvítamínið góða en það var þá uppselt í apótekinu. Ég vildi fá að vita hvenær það kæmi aftur en fékk þá þau svör og nokkuð snúðug, að það kæmi ekki aftur. Það hefði sumsé komið á daginn að í því hefði verið meira af amfetamíni en nokkurn tíma vítamínum. Ég vissi þá ekkert hvað amfetamín var og þóttist heldur hafa verið svikinn en hitt að fá ekki þetta góðgæti áfram.

En þar með var sem sagt lokið ferli mínum sem amfetamínfíkils. Hissa hef ég stundum orðið á því að ég man ekki eftir neinum fráhvarfseinkennum. Kannski er amfetamín ekki alslæmt, þegar allt kemur til alls.


mbl.is Foreldrar varaðir við nýju fíkniefni - Gabb sem gengur á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herra

Sennilega var þetta bara svona vægt amfetamín.

Svo eru áreiðanlega til mismunandi gerðir af amfetamíni sem maður finnur ekki endilega fyrir um leið og maður hættir að nota heldur veldur ýmsum heilsukvillum, eins og hjartatruflunum o.þ.h. (þó ég viti ekki nóg um þau mál)

Herra, 23.10.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: gudni.is

Ánægjulegt að heyra SHH að ferli þínum sem amfetamíngíkli hafi lokið á þennan hátt, það er bara gott og blessað. Já, amfetamín þarf svo sem ekki að vera alslæmt eins og þú segir. Það var löngum notað í gamla daga sem einskonar hressingarvítamín og megrunarlyf og virkar víst vel sem slíkt. Það er hinsvegar hið gullna meðalhóf með það eins og allt annað að það kom að því að menn fóru að misnota það með ofneyslu sem fór úr böndunum og kom óorði á efnið "góða" sem kom því orði á efnið sem það hefur í almennu tali í dag.

Fráhvarfseinkenni og aukaverkanir af þessu efni eru ekki til vandræða sé það rétt notað í hófi. Amfetamínskyld efni (Efetrín o.fl.) eru leyfð í mörgum löndum enn þann dag í dag sem bætiefni í t.d. orkudrykki eins og Red Bull og í vítamín og megrunarlyf. Þar er hinsvegar um að ræða mikið vægari blöndu heldur en amfetamínfíklar nota með hreinna amfetamíni.

Amfetamín er að mínu mati ekkert verra og hættulegra eitur heldur en áfengi og margt annað sem þykir bráðeðlilegt. Amfetamín er til að mynda mikið saklausara lyf heldur en ópíumlyfið morfín sem er mikið notað.
En,,, ekki ætla ég nú samt að mæla með því að fólk fari að prófa þetta!

gudni.is, 27.10.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband