21.10.2008 | 11:39
Sá 21. október
Er annars ekki mál að taka upp léttara hjal? Því enginn virðist ætla að gangast við því að hafa sett landsmenn á hausinn, sem mér finnst annað en að setja landið á hausinn.
Í framhaldi af því: Nú tíðkast mjög að segja á þessum síðustu og verstu tímum". Vissulega eru þetta hinir verstu tímar, amk. fyrir budduna. En ég vona svo sannarlega að þeir séu ekki hinir síðustu. Því jafnvel þótt hnötturinn Jörð myndi splundrast núna á eftir, eða í síðast lagi á morgun, hygg ég að tíminn héldi áfram að vera til. Og ég er enn það sólginn í lífið að ég vona að mín síðasta stund sé ekki alveg á næstu grösum.
Og áfram um tuggur í málfari: Hitt og þetta á að gerast þann XX október. Eða þann XX nóvember. Og nýtt á rennur upp þann fyrsta janúar næstkomandi. Af hverju endilega alltaf þann - þetta og hitt? Eigum við þá ekki líka alltaf að segja: Í dag er sá 21. október?
Lítillega lagfært kl. 14.14. skv. ábendingu lesanda.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sá líka skrítið orð í fyrirsögn á forsíðu mbl.is; "Ýtir andróðurinn undir tóbaksfíkn?" -Mátti ekki bara segja áróðurinn?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.10.2008 kl. 14:13
Voru menn ekki bara að ruglast eða vissu ekki muninn á að ganga að skilmálum og að gangast við einhverju?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 18:23
Gaman að sjá þig enn og aftur Guðrún Helga. Ég man ekki eftir þessari fyrirsögn, en ætli ekki hafi bara verið átt við andbyr eða mótlæti?
Guðbjörn: Ég held að þú eigir einmitt kollgátuna. En þetta dynur yfir okkur í auglýsingum um dagskrá RUV eins og þetta sé almennileg íslenska.
Sigurður Hreiðar, 21.10.2008 kl. 18:31
Nei, þessi fyrirsögn stendur enn undir "Veröld" http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/10/20/ytir_androdurinn_undir_tobaksfikn/
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.10.2008 kl. 19:40
Andróður er gamalt og gilt orð í íslensku, til í rituðum heimildum a.m.k. frá 17. öld og fjöldi dæma um þessa merkingu frá 19. og 20. öld.
Nanna Rögnvaldardóttir, 21.10.2008 kl. 22:39
Gagnmerkir menn úr kennarastétt segja mér, að nú sé hætt að kenna "réttritun" í Kennaraháskólanum, bæði af því að menn meina að á háskólastigi eigi fólk að vera búið að læra réttritun en ekki síst af hinu, að nú sé ekkert til lengur sem heitir "rétt mál". Ef maður fylgist með þessu svokallaða "bloggi" leynir sér ekki, að enginn Íslendingur undir sextugu hefur nokkurn áhuga eða metnað til þess að rita "rétt mál", enda líklega best að leggja þetta fuglamál niður með öllu.
Ellismellur (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:13
Já, Ellismellur, og kannski taka upp evrumál?
Nanna, takk fyrir komuna. Andróður er vissulega til sem gott og gilt orð -- en var það við hæfi í því samhengi sem Helga Guðrún vitnar til?
Sigurður Hreiðar, 22.10.2008 kl. 10:32
Já, var ekki merkingin barátta gegn reykingum (andróður) en ekki fyrir reykingum (áróður)? Sjá hér:
Nanna Rögnvaldardóttir, 22.10.2008 kl. 18:05
Sennilega er þetta rétt hjá þér Nanna, en ég er sammála Helgu um að þetta sé hálf klaufalegt orðalag. Skýrara hefði verið að segja áróður gegn.
Sigurður Hreiðar, 22.10.2008 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.