6.10.2008 | 14:10
Er eitthvað að frétta?
Var að reyna að fylgjast með fréttum nú um helgina. Það vantaði ekki, fréttamiðlar héldu langar lokur um hvað væri að gerast þegar engar fréttir var að hafa og því engar fréttir að segja. Minntu mest á Ingva Hrafn forðum dag þegar Gorbasjoff og Regan krúnkuðu saman í Höfda House og sjónvarpsáhorfendur fengu klukkutímum saman aðeins að horfa á hreyfingarlausan hurðarhún þeirrar snotru byggingar. Nema hvað Ingva Hrafni tókst í það skiptið sá undarlegi galdur að geta haldið áhorfendum/heyrendum í einhverri spennu klukkustundum saman yfir engu.
Núna hefði landslýður verið því fegnastur ef fréttamiðlarnir, blöð, útvörp og sjónvörp, hefði einfaldlega sagt eins og var:
Góðir landsmenn -- enn er engar fréttir að hafa af björgunarmálum þjóðarinnar. Reynum aftur síðar.
En það var ekki svo einfalt: hálftímum saman var reynt að naga eitthvað út úr ráðherrum og öðrum sem yfir þessum málum sátu, ef þeir létu sjá sig utan við læstar dyr. Þó fyrir lægi að þeir myndu ekkert segja fyrr en þeir hefðu eitthvað að segja og þá yrði blásið í þá lúðra að ekki færi framhjá neinum.
Erum við ekki búin að fá nóg af því gaspri og skrumi sem kjaftað hefur allan þrótt úr vesalings krónunni? Eigum við ekki skilið dálitla þögn og dálítinn frið, þangað til kemur að því að eitthvað sé að frétta?
Því þegar öllu er á botninn hvolft er það heimatilbúinn rógburður um krónuna sem hvað verst hefur leikið hana og þar með fjármálakerfið líkast til allt.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.