Kviknar ķ bķlum af glyserķnnotkun?

Į žessum dögum, žegar ęvisparnašur og inneignarfé landsmanna er aš brenna til ösku ķ veislulokum fjįrglešinnar, hafa fréttir af žvķ aš žaš er annaš veifiš aš kvikna ķ bķlum žar sem žeir bruna um höfušborgina gersamlega falliš ķ skuggann.

Hvernig stendur į žvķ aš kviknar ķ bķlum óforvarendis og žar sem žeim er ekiš ķ mesta sakleysi? Kannski margar įstęšur mögulegar. Man eftir žvķ aš ég įtti 5 strokka Audi og eitt sinn er ég var nżlagšur af staš fannst mér koma furšu mikil bensķnlykt, svo ég nam stašar og lauk upp vélarsalnum. Žį hafši komiš sprunga ķ bensķnslöngu og runniš śr henni ofan ķ einskonar bolla eša skįl ofan į pśstgreininni, sem til allrar hamingju fyrir mig var ķ žetta skipti ekki oršin nógu heit.

En -- mér dettur ķ hug hvort žessir endurteknu eldsvošar ķ bķlum į ferš nś til dags geti įtt samhengi viš aš sumir eru aš reyna aš spara eldsneyti meš žvķ aš blanda śt ķ žaš glyserķni? Er žaš til ķ dęminu?


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Helga Gušrśn Eirķksdóttir

Ekki veit ég žetta, en vinur minn einn hérna lét breyta jeppanum sķnum og nś gengur hann fyrir LPG gasi, sem kostar brot af bensķnverši.

Skömmu sķšar var hann hękkašur ķ tign innan fyrirtękisins sem hann starfar hjį og žeirri stöšu fylgdi bifreiš og allur rekstrarkostnašur var innifalinn. Nś er hann sem sagt aš selja jeppann góša. En žį spyr ég žig, sem lķklegastur ert til aš vita svona lagaš, -er selt LPG gas į Ķslandi?

Helga Gušrśn Eirķksdóttir, 4.10.2008 kl. 15:40

2 Smįmynd: Siguršur Hreišar

LPG -- veit žaš eitt aš žaš stendur fyrir Liquified Petroleum Gas. Veit ekki hvort žaš er hiš sama og notaš er į gasgrill. Altént fęst žaš ekki śti į nęstu bensķnstöš. Hér fęst ekkert gas til aš nota į ökutęki nema Metangas į einni stöš -- enn sem komiš er.

Siguršur Hreišar, 4.10.2008 kl. 16:25

3 Smįmynd: Helga Gušrśn Eirķksdóttir

Furšuleg pólitķk aš hvetja menn til sparnašar og nżtingu į umhverfisvęnni orku - og bjóša svo ekki upp į žaš sem til žarf žegar fólk er tilbśiš aš leggja sitt aš mörkum.

Helga Gušrśn Eirķksdóttir, 4.10.2008 kl. 16:42

4 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Žaš er nś svo aš žaš er Sorpa - ruslasamlag höfušborgarsvęšisins - sem framleišir metangasiš en žaš er selt hjį Neinum (N-einum) sem skiljanlega er žį ķ samkeppni viš žaš bensķn og žį dķsilolķu sem er žeirra megin lķfsblóš. Metangasbķlar seljast lķtiš vegna žess hve óvķša er hęgt aš kaupa metaniš og metaniš fęst svona óvķša vegna žess hve fįir bķlar geta gengiš fyrir metani.

Er žetta ekki kallaš vķtahringur? Kannski heimatilbśinn, en vķtahringur samt…

Siguršur Hreišar, 4.10.2008 kl. 22:51

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Fęrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband