Sagan af Rudolf Diesel

Rudolf Christian Carl Diesel var þýskrar ættar en fæddur í Frakklandi 18. mars 1858 og hefði því orðið 150 ára á yfirstandandi ári. Uppfinning hans, dísilvélin sem ber nafn hans, á 110 ára afmæli á þessu ári. Rudolf Diesel nam verkfræði í München með varmafræði sem sérgrein. Að námi loknu sneri hann aftur heim til Parísar og næsta áratuginn var hann þar framkvæmdastjóri útibús þýska rjómaísfyrirtækisins Geschellschaft für Lindes Eismaschinen uns hann var ráðinn tæknilegur framkvæmdastjóri Lindes með aðalstöðvar í Berlín.

Uppfinningin sem fremur en rjómaísin heldur nafni hans á lofti var þó sprengihreyfill sem kveikti í blöndu af lofti og eldsneyti af hitanum sem myndast við samþjöppun lofts. Hreyfill þessi er síðan við hann kenndur og kallaður dísilvél. Hann fékk einkaleyfi á dísilvélinni árið 1893. Árið 1898 var nothæf dísilvél tilbúin til framleiðslu og fyrst notuð hjá MAN í Augsburg - en MAN stendur einmitt fyrir „Maschinfabrik Augsburg-Nürnberg".

001__scaled_600_003Á grundvelli einkaleyfisins voru hreyflar af þessu tagi víða framleiddir og notaðir í iðnaði, útgerð og víðar. Haustið 1913 lagði Rudolf Diesel af stað með þýskri Ermarsundsferju áleiðis til Englands þar sem hann ætlaði að vera viðstaddur opnun nýrrar Carels-verksmiðju í Ipswitch, en Carels var belgískt fyrirtæki sem framleiddi vélar eftir einkaleyfi Diesels. Eftirá komst líka sú saga á kreik að hann hefði ætlað að eiga fundi með forráðamönnum Rover-verksmiðjanna um hugsanlega nýtingu þeirra á einkaleyfi hans. Þegar ferjan náði landi í Englandi var Diesel horfinn. Lík hans fannst á floti nokkrum dögum síðar.

Aldrei hefur fengist úr því skorið hvort hann fórst af slysni, af eigin ákvörðun eða hvort hann var myrtur. Síðastnefnda skýringin fékk þó hvað mestan hljómgrunn.

Segja má um Diesel að hann væri Evrópumaður frekar en landsmaður einhverrar ákveðinnar þjóðar. Hann seldi afnot af einkaleyfi sínu hverjum sem kaupa vildi. Á þessum árum var heimsstyrjöldin fyrri yfirvofandi. Sú skýring sem flestir töldu líklegasta á slysinu var sú að þýskir útsendarar hafi „hjálpað" honum fyrir borð til að koma í veg fyrir að uppfinning hans kæmist í fleiri óvinahendur þýska ríkisins en orðið var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Skemmtilegt blogg í öllu þessu þunglyndi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.10.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég þrælaðist í gegnum þetta með biluðu gleraugunum og fannst þetta þeim mun betra hjá þér sem ég sá minna af því sem ég las. En það sem mér fannst merkilegast er að flest sem við kaupum er kennt við upphafsmennina sem eru karlmenn að stærstum hluta. Marie Curie fann að vísu upp pensilinið en það er samt ekki kennt við hana. Þá man ég það að ég ætlaði að fá mér flensusprautu í morgun en það verður og bíða fram yfir helgi úr því sem komið er. Svona getur það komið sér illa að lesa bloggið þitt seint. Ég passa mig á þessu næst.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekki var þetta nú fagur vitnisburður um pennafærni mína, ágæti BenAx. Ég get á hinn bóginn frætt þig um að grein þína um hundahreinsun geymi ég hjá mér á góðum stað -- svo góðum að ég finn hana ekki akkúrat núna -- og les mér til hugarhægðar þegar peningabullið í öllum fjölmiðlum er orðið gjörsamlega kæfandi.

Sigurður Hreiðar, 3.10.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þú þekkir mig það vel, Sigurður, að þú veist að ég meina alltaf vel með því sem ég skrifa hvernig svo sem það er sagt. Mér þótti upphefð af því á sínum tíma að taka við af þér með háaloftið. Þegar ég þýddi fyrir þig í Úrval á sínum tíma fékk ég margar og góðar leiðbeiningar. Þú bentir mér til dæmis á að tvítaka ekkert á sínum tíma. Og nú er það spurningin hvort þú getir tekið afsökunarbeiðni til greina. En auðvitað á sínum tíma.

Kveðja
Ben.Ax.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 17:31

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekkert að afsaka á þessum tíma, Ben minn góður.

Sigurður Hreiðar, 3.10.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

:

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 18:49

7 Smámynd: Ár & síð

Er það ekki rétt munað að Diesel hafi ekki síst hugsað sér að knýja hreyfil sinn með annars konar olíu en jarðolíu? Ef það er rétt sýnir það mikla framsýni.
Matthías

Ár & síð, 3.10.2008 kl. 22:09

8 Smámynd: gudni.is

Áhugaverður og fróðlegur pistill hjá þér SHH að vanda. Gaman að sjá skrif um eitthvað annað en kreppu og peningagrát þessa dagana.

gudni.is, 3.10.2008 kl. 22:48

9 identicon

Þótt það sé kennt ýmislegt um Rudolf Diesel í vélstjórnarnámi, er ekki eytt tíma í endalok hans (svo ég muni),  það var því fróðlegt að lesa um hvernig ævi hans lauk. En þýzku útrásarvíkingarnir á þeim tíma hafa verið ámóta samvizkusamir og þeir íslenzku á síðustu misserum.

Bóbó (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband