2.10.2008 | 16:50
Krónan kjöftuð í ógöngur
Allt í einu hætti gröfumaðurinn baksi sínu, setti gröfuna í hlutlausan gír og hægagang, hoppaði upp úr sæti sínu og brölti upp á bakkann til bílstjórans. Þar benti hann með þumalfingurshnykk á gröfuna og sagði með augljósu ergelsi: Kjaftaðu hana upp úr!
Oft hefur mér dottið þetta atvik í hug og ekki síst núna síðustu dagana þegar fjölmiðlar og aðrir kjafta hver um annan þveran og hver ofan í annan um efnahagsmál þjóðarinnar og ekkert skánar. Og fer ekki hjá því að manni finnist kjaftavaðall einmitt hafa komið okkur þangað sem við erum.
Allt kjaftæðið um upptöku evru í stað krónu hefur náttúrlega ekki orðið til nokkurs gagns en miklu fremur þess ógagns að gera öllum lýðum ljóst hvar í heimi sem er að á Íslandi sé allt að fara til Andskotans og krónan í fararbroddi. Þessir gasprarar sem nú í nokkur misseri hafa tuðað um upptöku evru þó öllum megi vera ljóst að það gerist ekki bara eins og að skipta um nærbuxur hafa með ábyrgðarlausum vaðli sínum að verulegu leyti kjaftað okkur út í þær ógöngur sem íslenska krónan okkar er í um þessar mundir.
Væri mannsbragur á þeim sneru þeir nú blaðinu við og kepptust um að kjafta okkur upp úr.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.