29.9.2008 | 20:13
Svartklædda sléttgreidda fólkið
Síðasti vinnustaður minn utan minnar eigin kompu heima hjá sjálfum mér var með því marki brenndur, eins og svo margir aðrir vinnustaðir þar sem starfsfólkið er talið í tugum og skipt í nokkrar deildir, að þar var margt brallað og plottað á efstu hæðinni sem við á hæðunum fyrir neðan vissum blessunarlega minnst um. Þegar farið var að yngja í forystunni var sláandi að þetta unga forystulið og helstu gestir þess átti það sameiginlegt að klæðast svörtu frá hvirfli til ilja og greiða mismikið og mis-gljáborið hár slétt aftur frá enni og gagnaugum.
Brosti ekki nema í ítrustu neyð.
Oft komu heimsóknir utan úr bæ, álíka gamalt fólk og alveg eins til fara og eins greitt.
Einhvern tíma þegar þéttur hópur slíkra gesta þrammaði þungur á brún fram hjá glugganum mínum - sem stjórnarfarslegs eðlis samkvæmt var á neðstu hæð ofannefndrar byggingar - varð mér að orði við samstarfsmann: Þarna fara útfararstjórarnir."
Ég var kominn í langt og launalaust orlof frá þessum vinnustað þegar honum var lokað með gjaldþroti þannig að í það skiptið hafði ég ekki af því beinan skell. En nefndur fyrrverandi samstarfsmaður minn hefur oft minnt mig á það nafn sem ég gaf svartklædda sléttgreidda fólkinu.
Alla þessa öld hafa svartklæddu sléttgreiddu mennirnir verið áfram á ferðinni. Því miður hafði mér kjöftugum ratast rétt á munn um atferli þeirra. Samkvæmt nýjustu tíðindum munu útfarir nú dynja yfir okkur sem sjaldan fyrr. Glitið er ekki farið af útfararstjórunum enn.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg lýsing hjá þér SHH á umræddum útfarastjórum sem ég man mætavel eftir sjálfur. Það var sláandi að sjá sláttinn og breytingarnar sem urðu þarna þegar ungdómurinn tók við stjórninni sem endaði með þessu stórgjaldþroti. Það var gott dæmi um menn sem fóru heiftarlega fram úr öllu hófi í "útrásarslætti" líkt og mikið er að gerast þessa dagana um allan bæ.
Faðir minn umgengst þessa aðila talsvert eins og þú veist og hann var reikna ég með svipaðrar skoðunnar á þeim og þú..
gudni.is, 29.9.2008 kl. 21:53
Fór ekki allt í háloft á þessum stað?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.10.2008 kl. 16:11
- háaloft-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.10.2008 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.