25.9.2008 | 14:44
Sex ára háskólanám skilyrði fyrir verkó Akraness?
Jæja, já. Er sex ára háskólanám starfsskilyrði fyrir þá sem eru í Verkalýðsfélagi Akraness? Og áttu þeir eftir að fá tilskilið nám sitt viðurkennt til launa?
Fara fram á sömu hækkun og ljósmæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona,svona. Ekki þennan menntahroka. Það er hrópandi ósamræmi í þessu og þegar ráðamenn segja verkalýðnum að vera hófsamir í kröfum og henda svo 22,6% hækkun á aðra stétt þá blöskrar mönnum. Kjör þeirra verst settu þarf að laga og það verulega. Er þó alls ekki að segja að ég sé ósáttur við hækkun Ljósmæðra, samfagna þeim enda eiga þær betri kjör skilið. Það verður þó að fara varlega í þessi mál og passa uppá að gera eins vel og hægt er við alla, það hefur ekki verið gert.
Örvar Þór Kristjánsson, 25.9.2008 kl. 15:47
Þetta er ekki menntahroki í Sigurði. Það verður að hafa í huga hverjar voru forsendur launahækkunar ljósmæðra - þær voru ekki "að þær ættu þetta skilið" heldur voru þær að krefjast þess að menntun þeirra væri metin til launa til jafns við þá hópa sem þær vinna við hliðina á. Ef aðrir hópar eru í sömu stöðu og þær, að menntunarkröfur til að gegna starfinu hafa aukist en staðsetningin í launastiganum hefur ekki hækkað, þá geta þeir beitt árangri ljósmæðra sem vopni í sinni baráttu. En aðir hópar sem þetta á ekki við um geta það ekki.
Gerður (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:12
Var ekki loksins verið að meta fagnám ljósmæðra til launa með þeirri hækkun sem þær fengu? Það er hrein ósanngirni að nota þá leiðréttingu sem grunnkröfu fyrir aðra nema ljósmæður fái þá aftur sömu hækkun og aðrir munu frá út á samanburðinn. Er kannski sanngjarnt að borga iðnsveini sömu laun og meistara í viðkomandi iðngrein? Það er tveggja ára munur á starfs- og skólanámi þeirra eins og er á námi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Þessi hækkun ljósmæðra er hrein leiðrétting og ekki afturvirk því miður sem hún ætti að sjálfsögðu að vera.
corvus corax, 25.9.2008 kl. 16:17
Aftur og nýbúinn... Ég sá fyrir nokkrum árum útreikninga á tekjuöflun jafnaldra trésmiðs og heimilislæknis sem snerist um það hvenær eftir námslok læknirinn mundi ná að jafna tekjur smiðsins þar sem læknirinn var í skóla í 7 ár eftir að smiðurinn lauk sínu réttindaprófi. Þeir voru báðir komnir hátt á sextugsaldur þegar læknirinn náði smiðnum, en þó ekki því læknirinn sat uppi með hærri skuldir sem nam námslánunum frá háskólaárunum. Það þarf að taka fleira með í reikninginn er strípuð mánaðarlaun fólks þegar borin eru saman laun mismunandi starfsstétta.
corvus corax, 25.9.2008 kl. 16:25
Sammála öllum hér nema Örvari Þór - en hann misskilur hlutina eitthvað, sýnist mér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.9.2008 kl. 01:01
Ósamála öllum hér nema Örvari tími þjóðarsátta þar sem láglaunafólki er endalaust beitt fyrir vagnin er liðin. Öld alþýðunar er að renna upp meðan glerhallirnar skjálfa kemur upp sól hins vinnandi manns. Kannski að það sé menningar bylting á leiðinni hver veit
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.9.2008 kl. 11:35
Menntun er því miður oft lítils metin í launum en eigum við ekki að hafa það í huga að í hugsanlega mörgum tilfellum er menntun ónauðsynleg? Hvaða menntun þurfa t.d. alþingismenn, ráðherrar, forsetar og leigubílstjórar að hafa? Bílpróf. (Ég veit að þú munt svara þessu með þeim útúrsnúningi að þeir þurfi að hafa meirapróf og sætti ég mig hér með við það.) Hvað þú hefðir hins vegar sagt ef ég hefði ekki leiðrétt bílprófið þar sem stóð bólpróf skal ósagt látið.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.9.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.