Grætilegar skrautsýningar verkalýðsforkólfa

Fyrir skemmstu voru eftir langa mæðu leiðrétt kjör ljósmæðra með tilliti til þeirra námskrafna sem gerðar eru til þeirra og ekki hafði verið tekið tillit til fram að því. Landslýður almennt var samþykkur og hlynntur því að ljósmæðrum væri raðað á réttan stað í launum, þó að þeirri leiðréttingu fylgdi dálítið há prósentutala ef horft var á hana eingöngu.
Nú bregður svo við að formaður Rafiðnasambandsins fer mikinn á fundum og í fjölmiðlum og geipar um að þessi prósentutala sé það sem Fjármálaráðuneytið gefi tóninn með fyrir alla aðra kjarasamninga.
Þvílíkt gaspur. Ég hafði haldið að þessi maður héldi sig tiltölulega við jörðina en nú finnst mér hann hafa skitið á sig. Ég bara trúi því ekki fyrr en ég tek á að hann hafi í rauninni svona einfeldningslega sýn á hlutina. Hafa þeir sem kusu hann fyrir formann þurft að bæta á sig álíka námi eins og ljósmæður, án þess að fá umbun fyrir það fyrr?
Ég hef heyrt ávæning af því að fleiri verkalýðsforkólfar grípi þetta sömuleiðis eins og rökrétta hugsun. Ég bara trúi því ekki að hinn almenni launþegi sjái ekki að leiðrétting einnar stéttar sem lengi hefur átt þessa leiðréttingu inni eigi við um allar aðrar stéttir.
Svona skrautsýningar verkalýðsforkólfa eru beinlínis grætilegar.
Þessi sami maður rifar þó ögn seglin þegar hann segir að tæplega 10% hækkun OR á heitu vatni sé önnur ávísun á launahækkun. En hefur það ekki hvarflað að honum að hækkun OR geti að einhverju stafað af fram komnum hækkunum til launþega? Vill hann bara þenja víxlverkunarskrúfuna áfram?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband