Skortsala = aš selja meš tapi

Žó flestar athugasemdir viš sķšasta blogg mitt vęru śt um vķšan völl og flest annaš en žaš sem mįliš snerist um kom žó žaš af viti śt śr žvķ, aš ég hygg, aš oršiš „skortsala“ į ekki viš um sölu į skorti eins og žaš žó bendir til, heldur er žaš notaš um žaš fyrirbęri žegar eitthvaš er selt undir ešlilegu verši, meš öšrum oršum meš tapi. Žess vegna mętti alveg eins kalla žaš tapsölu sem žrįtt fyrir aš vera vitlaust myndaš orš vęri žó nęr žvķ aš segja hvaš žaš meinar. Ešlilegast vęri einfaldlega aš tala um žaš eins og žaš er: aš selja meš tapi.Eftir stendur óhaggaš: oršiš skortsala er oršskrķpi og fįrįnlegt aš nś skuli hver éta žaš upp eftir öšrum. Žaš sżnir töluveršan skort į ešlilegum mįlskilningi.

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Vilhjįlmur Žorsteinsson

Rangt, skortsala er notaš um žaš aš fį bréf aš lįni og selja žau frį sér, ķ von um aš verš žeirra lękki og žį verši unnt aš kaupa žau aftur į lęgra verši og skila upphaflegum eiganda.  Ef skortsalan tekst eins og til er ętlast žį er hagnašur af henni.  En ef bréfin hękka ķ verši tapar skortsalinn.

Gętu ekki rök bloggarans um oršiš "skortsala" alveg eins įtt viš t.d. "śtsala" eša "forsala" eša "naušungarsala"?  Žar er ekki veriš aš selja śt eša for eša naušung, en oršin eru samt prżšilega gegnsę.  Žaš sama į viš um oršiš "skortsala".

Vilhjįlmur Žorsteinsson, 22.9.2008 kl. 18:26

2 Smįmynd: Helga Gušrśn Eirķksdóttir

Nś finnst mér vera fariš aš vanta oršiš "skynsemisskortsala" - en žį žarf vķst aš žurfa aš finnast kaupandi...

Helga Gušrśn Eirķksdóttir, 22.9.2008 kl. 19:00

3 Smįmynd: Yngvi Högnason

Žetta er ekki ķ fyrsta sinn sem aš svona ambögur (skortsala,skutbķll og fl.) rata ķ fjölmišla og eru étin upp af af fólki vegna skorts į mįlskilningi. Fer žaš mikiš ķ taugarnar į mér,sem og žér,Siguršur. Ķslenskt mįl var hugšarefni ķ mķnum föšurhśsum og man ég eftir oršsmķši žar žó ég muni ekki eftir žvķ žegar fašir minn breytti žrżstiloftsflugvél ķ žotu. Og eitthvaš held ég aš hann hafi lķka haft meš žyrluna aš gera. Og er ég nokkuš viss um aš "oršiš" skortsala hefši oršiš honum tilefni til aš gera betur. Męttu žeir sem aš męla einhverju bót, athuga, aš ekki veršur oršskrķpi gįfulegra viš mikla śtbreišslu į netinu.

Yngvi Högnason, 22.9.2008 kl. 19:32

4 Smįmynd: Žorsteinn Briem

Siguršur Hreišar og Yngvi. Žaš veršur gaman aš sjį ykkur breyta ķslenskunni en ekki byrjar žaš nś beint vel hjį ykkur.

Ég held įfram aš skemmta mér vel.

Žorsteinn Briem, 22.9.2008 kl. 19:37

5 Smįmynd: Yngvi Högnason

Ekki er ég aš reyna breytingar į mįlinu en į ekki annan kost en sętta mig viš afbökun į mįlinu,žvķ viš ofurefli er aš etja. Žarf ekki annaš en opna blaš eša kveikja į śtvarpi til žess aš įtta sig į žvķ. Annars er afbökun į ķslensku ekki nżtilkomin. Sjį:http://is.wikipedia.org/wiki/Briem

Yngvi Högnason, 22.9.2008 kl. 20:36

6 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Žakka žér fyrir stušninginn, Yngvi. Ekki spillir aš vita hverra manna žś ert. Viš fašir žinn vorum samstarfsmenn um skeiš og vinir alla tķš sķšan mešan bįšir lifšu sem žvķ mišur var of stutt -- af honum lęrši ég mikiš um ķslenskt mįl og bersżnilegt aš fleiri hefši žolaš aš komast ķ žann skóla.

Siguršur Hreišar, 22.9.2008 kl. 20:43

7 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Vilhjįlmur -- hvernig getur žetta oršskrķpi skortsala įtt viš um fasteignir og annaš slķkt ef žaš er ašeins notaš um hlutabréf?

Siguršur Hreišar, 22.9.2008 kl. 20:47

8 Smįmynd: Žorsteinn Briem

Žiš eruš óttalegir kjįnar, strįkar mķnir, en žaš er gaman aš vitleysunni ķ ykkur.

Gķsli heitinn Jónsson, menntaskólakennari į Akureyri, var hins vegar enginn kjįni og "skutbķll" er mjög gott orš hjį honum, enda er žaš mjög mikiš notaš af žjóšinni. Og fįum dytti ķ hug aš nota oršiš "skįpbķll" ķ stašinn fyrir "skutbķll".

Ęttarnafniš Briem er aš sjįlfsögšu ekki afbökun į Brjįnslękur, heldur dregiš af žvķ bęjarheiti į Baršaströnd. Brjįnn var skrifaš hér Briann og er sama nafn og Brian ķ ensku. Og O'Brian er algengt ęttarnafn į Ķrlandi, staf(a)karlarnir mķnir.

Žorsteinn Briem, 22.9.2008 kl. 21:17

9 Smįmynd: Vilhjįlmur Žorsteinsson

Mér žętti gaman aš sjį skortsala į fasteignamarkaši - hann fengi žį lįnašar fasteignir og seldi žęr įn žess aš eiga žęr!

Ég held aš oršiš sé einungis notaš um veršbréfavišskipti, skortsala į įžreifanlegum eignum er yfirleitt kallaš žjófnašur eša nytjastuldur.  En į veršbréfamarkaši er skortsala višurkennd og getur veriš gagnleg til aš tempra veršbólur.

Oršin skortstaša og gnóttstaša hafa fengiš nokkra śtbreišslu sem žżšingar į ensku hugtökunum "short position" og "long position", til dęmis "ég tók gnóttstöšu ķ löngum verštryggšum bréfum į móti skortstöšu ķ stuttum óverštryggšum".

Vilhjįlmur Žorsteinsson, 22.9.2008 kl. 23:15

10 Smįmynd: Helga Gušrśn Eirķksdóttir

Žaš er sama hvernig žiš hnošist meš žetta, ég er sammįla Sigurši og Yngva; žetta orš er vont. Ljótt lķka.

Helga Gušrśn Eirķksdóttir, 23.9.2008 kl. 07:21

11 Smįmynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Žaš er eins meš žetta hugtak og mörg önnur aš žaš er įgętt ef mašur skilur žaš. Sumt žarf ég ekki aš skilja og žetta er eitt af žvķ. En hvaš um haframjöl, hrķsmjöl og barnamjöl. Śr hverju eru žessar mjöltegundir unnar?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.9.2008 kl. 14:58

12 Smįmynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég var ekki bśinn aš lesa fyrra bloggiš žitt um skortsöluna og fellur žvķ barnamjölsbrandarinn um sjįlfan sig. En ég fagna öllum sem įhuga hafa į ķslenskri tungu og einu sinni varš ég svo fręgur aš bśa til nżyrši sem enginn notar. Žaš er oršiš kokdillir.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.9.2008 kl. 15:08

13 identicon

Skortsala snżst um aš selja eitthvaš sem mašur į ekki. Og žaš sem mašur į ekki, skortir mann, a.m.k. žegar kemur aš skuldadögum žess sem selt er. Yfirleitt er eingöngu hęgt aš skortselja einsleitar vörur, t.d. olķu og hlutbréf, en ekki hśs, enda er ekkert hśs alveg eins.

Skortsala hefur žvķ ekkert meš žaš aš gera aš selja eitthvaš meš tapi, enda sjįlfsagt tilgangur velflestra skortsölusamninga aš hafa eitthvaš upp śr krafsinu.

Žegar "snillingarnir" voru aš bśa žetta orš til, er lķklegt aš žeir hafi viljaš bśa til betri tengingu viš enskuna, en žar er talaš um aš selja "short". Short og skort rķmar nefnilega sęmilega.

Haukur (IP-tala skrįš) 23.9.2008 kl. 17:03

14 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Velkomin ķ heimsókn ķ bloggiš mitt, Ben Ax. En Haukur og žiš hinir, sem ekki viljiš lįta vera hęgt aš skortselja fasteignir -- um žaš hafa žó veriš blašafréttir meš og móti. Sjįlfur hef ég ekki vit į žessu -- skortir skilning, nefnilega. Og er engu bęttari meš hljóšlķkingu short og skort.

Siguršur Hreišar, 23.9.2008 kl. 18:07

15 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Vegna žeirra athugasemda hér aš ofan sem segja aš ekki sé hęgt aš „skortselja“ fasteignir, hefur mér veriš bent į eftirfarandi skilgreiningu af netinu:

short sale (of house)

A sale of a house in which the proceeds fall short of what the owner still owes on the mortgage.   Many lenders will agree to accept the proceeds of a short sale and forgive the rest of what is owed on the mortgage when the owner cannot make the mortgage payments. By accepting a short sale, the lender can avoid a lengthy and costly foreclosure, and the owner is able to pay off the loan for less than what he owes. See also deed in lieu (of foreclosure).

Siguršur Hreišar, 23.9.2008 kl. 19:21

16 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Satt aš segja oršinn hįlfleišur į žessu, en ef skortsala į sumu er eitthvaš annaš en skortsala ķ öšru er žaš bara til stašfestingar į žvķ hversu ónżtt žetta oršskrķpi er.

Siguršur Hreišar, 23.9.2008 kl. 23:11

17 Smįmynd: Žorsteinn Briem

Žaš er įreišanlega hęgt aš setja saman lista yfir mörg žśsund ķslensk orš sem Siguršur Hreišar vęri ekki sįttur viš og myndi kalla oršskrķpi. En fyrst žyrfti aš śtskżra fyrir honum merkingu flestra žeirra ķ löngu mįli og žaš er alveg į hreinu aš hann myndi aldrei breyta upphaflegri skošun sinni į oršunum.

Balliš er bara rétt aš byrja. Sanniš žiš til!

Žorsteinn Briem, 24.9.2008 kl. 00:52

18 Smįmynd: Yngvi Högnason

Ég held aš balliš sé bśiš. Žaš nennir enginn svona žvargi. Žeir sem aš hafa andmęlt, hafa margir komiš meš skżringar į žvķ yfir hvaš oršiš er notaš.Žaš held ég aš Siguršur hafi vitaš eins og hann vissi aš oršiš er ekki gott, žó notaš sé.Orš eru ekki góš žegar aš žarf aš hnżta ķ žau setninguna, ”žś veist hvaš ég meina”. Ekki fremur en ef ég hnošaši žessum oršum ķ fimm lķnur og kallaši limru.

Yngvi Högnason, 24.9.2008 kl. 10:39

19 Smįmynd: Žorsteinn Briem

Yngvi. Hann Siguršur Hreišar hefur sem sagt fundiš sętustu stelpuna į ballinu og fariš meš henni heim. Og žar sem žś veist greinilega allt um mįliš vitum viš hver žaš er.

Žorsteinn Briem, 24.9.2008 kl. 13:03

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Fęrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband