9.9.2008 | 15:46
Líkar ekki svona kverkatak
Vegna endurtekinna kvartana hefur verið tekið fyrir að þú
getir bloggað um fréttir á mbl.is.
Kveðja,
blog.is
Þetta er inntakið í lokabloggi bloggvinkonu minnar Helgu Guðrúnar
Eiríksdóttur sem kallaði sig blekpenna á blogginu.
Það er sem sagt búið að loka á hana af því hún kom einhvers
staðar við kaun. Vissulega er hún málhress og oft djörf í
framsetningu máls síns, en fjandi eru sumir hörundsárir.
Ég man ekki eftir því að ég hafi fengið neinar viðvaranir þegar ég
fór að blogga á mbl.is né hef ég fengið neina viðvörun þó ég
hafi sett fram mál mitt skírt og skorinort, eins og Helga Guðrún.
Ætli hún hafi fengið viðvörun?
Helst vildi ég fá dæmi um það hvað ekki má, ef maður má eiga
von á því að fyrir mann sé skrúfað fyrirvaralaust og þegar mann
órar síst fyrir -- kannski af því einhverjum kónum úti í bæ mislíkar
þær skoðanir sem maður setur fram, þó strengilega sé tekið fram
með hverju bloggi ef ég man rétt að þær séu einkaskoðanir og
Mogganum gersamlega óviðkomandi.
Ég er ekki viss um að mér líki svona kverkatak.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sendi inn fyrirspurn um þetta efni og vandaði mönnum ekki kveðjurnar, --það er, ef menn þa´kunna enn að lesa milli lína.
Morgunblaðið krafðist málfrelsis og tjáningarfrelsis í anda fornra dyggða.
Ég skil ekki hvaðan svona réttrúnaðar-aulaskapur er runninn en mér líkar ekki við svona lagað.
Margir he´r á Blogginu láta móðan mása og setja merkimiða á menn hægri vinstri, og útnefna fasista rasista Gyðingahatara og hvaðeina, bara sí svona. en öngvir kvarta undan því, enda líklega ekki hörundsárir sem fyrir úthellingum og deilingum þessara manna verða.
vonandi lagar Moggi minn þetta, honum ber að gera það, ef litið er til sögunar.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 9.9.2008 kl. 21:08
Hafðu mínar kærustu þakkir fyrir stuðning og vinskap, kæri Sigurður.
PS. Ég lenti einmitt í samskonar veseni með uppsetningu á lokafærslunni minni og ég sé að þú gerir hér. Línurnar fóru langt út fyrir textakassann. Mér tókst að bjarga brókum með því að fara aftur í bloggfærsluna í stjórnborðinu og "skera" línurnar niður með því að setja bendilinn þá staði sem ég vildi skipta milli lína og ýta á enter. Þetta var að vísu smá hnoð en sem betur fer var færslan það stutt að það var ekki mikið verk. En þetta er hvimleitt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.9.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.