Hagsmunatengslin bremsa

Stundum er blogg mitt tekið upp í dagblöðunum sem tíðka það að vitna í blogg. En það er aldrei gert þegar ég blogga um eldsneytisverð á Íslandi, sem ég hef þó gert með haldbærum rökum.

Ég álykta að þetta stafi af hagsmunatengslum útgefenda og olíufélaga.

Alveg eins og samtök atvinnulífsins láta aldrei í sér heyra um álagningu/verðlagningu olíufélaganna, né þá undarlegu áráttu þeirra að hækka eldsneytisverð alltaf samtímis um sömu krónutölu (munar kannski einhverjum tíeyringum, mynteiningu sem ekki er lengur til í peningakerfi okkar) og þá sjaldan verðið er lækkað að lækka það um krónu öll samtímis. Innan atvinnulífsins eru tengslin við olíufélögin og náin og/eða samið um svo góða afslætti af eldsneyti að það væri ekki ómaksins vert að styðja hinn almenna neytanda í baráttu hans fyrir betra verði.

Hver er álagning olíufélaganna í prósentum talin? -- Talsmaður Neins sagði í DV í fyrradag að það væri ekki hægt að reikna það.

Tilkostnaðurinn hefur aukist gífurlega, segja olíufélögin. Að hvaða leyti? Megum við fá tilgreind ákveðin dæmi? Stenst sá aukni kostnaður á við aukna álagningu þeirra?

Því verður sennilega aldrei svarað. Því þau kunna ekki að reikna út álagningu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja félagi, hvernig finnst þér að vera spámaður í þínu heimalandi ??

Þráinn (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Athyglisvert hjá þér. Er það ekki rétt hjá mér að Alþingi setti aldrei neinar takmarkanir á umferð Olíubíla um Hvalfjarðargöng þrétt fyrir fyrir næstumslys hérna um árið, þrátt fyrir að slíkar takmarkanir séu í flestum göngum í veröldinni og þrátt fyrir að sumir Alþingismenn hafi boðað tillögur þar um? Ég held að þarna sé líka dæmi um ofurvald olíufélaga.  kv.

Baldur Kristjánsson, 22.8.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég hef fyrr talað fyrir daufum eyrum. . .

... en mun halda áfram að rífa kjaft meðan ég hef hann!

Sigurður Hreiðar, 22.8.2008 kl. 08:58

4 Smámynd: gudni.is

Ég er ánægður með skrif þín SHH um olíufélögin og eldsneytisverð.

Ef þú byggir í Rússlandi og skrifaðir svona réttmætan og eðlilegan áróður á olíufélögin þá yrði til að byrja með sendur maður heim til þín með gott umslag og þú yrðir vinsamlegast beðinn um að hætta að blogga um olíufélög. Og málið dautt ef þú hættir að skrifa. En ef þú héldir áfram að skrifa þá yrði sendur annar maður heim til þín með byssukúlu handa þér.

gudni.is, 22.8.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 306557

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband