19.8.2008 | 12:45
Lélegt blogg
Í gær bloggaði ég í hálfkæringi um sérlega illa skrifaða frétt af mbl.is um blessaðan barnaumingja sem hafði verið fluttur á sjúkrahús í Ísrael. Ekkert um það hvaðan það var flutt, ekki einu sinni að það hefði verið flutt til innan lands í Ísrael. Á þetta blogg fékk ég óvenju mikla lesningu og jafnvel athugasemdir með allra flestra móti. Gallinn var bara sá að þeir sem athugasemdirnar gerðu skildu engan veginn hvað ég var að fara með bloggi mínu.
Sem minnir á grundvallarregluna sem mér og skólafélögum mínum (nota ekki orðskrípið samnemendum") var kennd þegar ég var að nema próffræði forðum dag. Hún var eitthvað á þessa leið: Ef hægt er að misskilja spurninguna/verkefnið verður það gert.
Ég tók mikið mark á þessari grundvallarreglu meðan ég þurfti að semja próf -- en nú læt ég mér þetta sosum í léttu rúmi liggja. Niðurstaðan af blogginu í gær er bara enn ein staðfesting reglunnar. Það er hægt að gera svo vond próf að allir falli.
Einn athugasemdargjafinn, Árni Sigurður, lét þess raunar getið að þetta hefði verið afar lélegt blogg hjá mér. Satt að segja er ég sammála.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér með þetta, Sigurður.
Og ekki nóg með það. Aðfinnslur við fréttir á mbl.is verða líka stundum enn óskiljanlegri því þeir eiga það til að leiðrétta verstu villurnar!!
Sæmundur Bjarnason, 19.8.2008 kl. 15:44
En hvernig nennir þú þessu sífellda tuði?
Óttalega ertu leiðinlegur maður.
Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:22
Það vantaði sannarlega margt í fréttina og við höldum áfram að fá illa skrifaðar fréttir ef ábendingar eru kallaðar tuð! Segi nú ekki annað ... hnussss!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2008 kl. 17:52
Ég tek heilshugar undir hnussss Gurríar. Ég hélt að þetta vaxandi vandamál með illa skrifaðar og stundum óskiljanlegar fréttir væri að mestu tengt illa mönnuðum fréttastofum. En mér blöskraði alveg þegar ég var á Íslandi um daginn og sá heilsíðu auglýsingu, gerða á einni þekktustu auglýsingastofu Íslands, um að brokkolí væri best þegar það væri með fjólubláum keim.
Höldum áfram að nöldra yfir svona löguðu. Björn afgreiðir sig sjálfur.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.8.2008 kl. 18:32
Jóan: ég sagði ekki barnaaumingja heldur barnaumingja og það er að mínum skilningi samúðarorð.
Sigurður Hreiðar, 19.8.2008 kl. 22:02
Þú klikkar ekki Sigurður Hreiðar, enda fyrrum atvinnumaður í faginu!
gudni.is, 20.8.2008 kl. 02:12
Sigurður Hreiðar. Barnið hafði fæðst fyrir tímann á 23. viku meðgöngu. Þetta var stúlkubarn. Þegar foreldrar þess sóttu "líkið", andaði litla krílið. En nú er barnið dáið. Barnið var fætt í Ísrael og foreldrarnir er ísraelskir arabar.
Vona það þú fáið fyllingu þína með þessum upplýsingum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2008 kl. 08:06
Fékk þessa spurningu í náttúrufræðiprófi:
Hvað er athugavert við framtennur jórturdýra?
Ég gat ekki svarð því. Þó hafði ég alist upp með jórturdýrum alla tíð.
Ég vissi hinsvegar þegar kennarinn furðaði sig á að ég hefði ekki getað svarað spurningunni að jórturdýr hefðu engar framtennur í efri góm. En mér fannst ekkert athugavert við það.
Sigurður! Mig langar að spyrja þig um svolítið sem ég held að þú getir frætt mig um.
Getur þú haft samband við mig á netfanginu sem ég gef upp.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:37
Verð að játa að ég er of vitlaus til að skilja athugasemd VÖV. Vissi raunar annars staðar frá það sem hann er að segja þarna -- en ekki úr fréttinni sem ég bloggaði um upphaflega. En sé ekki hvað athugasemd hans snertir bloggið mitt frá í gær og fyrradag, sem snerist um vonda framsetningu á frétt.
Davíð -- já, ég get haft samband, ef þú gefur upp netfang.
Sigurður Hreiðar, 20.8.2008 kl. 09:52
Afsakaðu! Ég hélt að það kæmi fram hjá þér vegna þess að ég þarf að gefa það upp þegar ég skrifa athugasemdir.
Netfangið er sem sagt: hvatur@gmail.com
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.