15.8.2008 | 15:10
Olían í $ 112.10
Þegar þetta er skrifað um þrjúleytið er heimsmarkaðsverð á olíutunnu komið í $ 112.10. Ég hef ekki heyrt eða séð að eldsneytisverð hafi lækkað alveg síðustu klukkustundirnar á Íslandi. Hvernig var þetta, var ekki einhver talsmaður olíufélaganna sem sagði um daginn, þegar verið var að hækka verðið, að krafan væri sú að eldsneytisverð á Íslandi endurspeglaði þegar í stað heimsmarkaðsverðið?
Erum við enn að borga heimsmarkaðsverð $ 147?
Erum við enn að borga heimsmarkaðsverð $ 147?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
að sjálfsögðu er það þannig. er það ekki með eldneytisverðið eins og annað? þegar tilefni er til verðhækkana, er lítið mál að hækka. hinsvegar þegar tilefni er til lækkana, þá eru allt í ainu svo margir mismunandi þættir sem spila inn í. hmmm?
Brjánn Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 15:53
Olían fór hæst í $147 tunnan. Þá kostaði dalurinn 77 krónur. Núna er verðið $112 tunnan og en dalurinn hefur hækkað á móti og kostar 82 krónur. Í krónum er því um að ræða breytingu úr 11319 (147x77) í 9184 (112x82) eða lækkun um 19%. Spurningin er þá: hversu mikið hefur bensínið lækkað á Íslandi?
Birnuson, 15.8.2008 kl. 20:48
Þurfa ekki olíufélögin 24 tíma viðbragðstíma. Er síðan ekki sú olía sem fólk er að dæla á bílana sína keypt á verði sem var til í júlímánuði, þannig að alvöru lækkun birtist fyrst í lok mánaðar eða í byrjun september??
Guðmundur Björn, 15.8.2008 kl. 22:42
Þegar olíufélögin nenna ekki einu sinni að reyna að leyna samráðum sínum í ránum úr vösum viðskiptavina sinna -hvað segir það okkur um máttleysi neytenda og dáðleysi þeirra sem eiga (ættu) að hafa stöðvað þennan alræmda þjófaflokk um leið og þeir byrjuðu að stela?
-Hvað er vænlegast til ráða og hvað getur almenningur (akandi aðilarnir í landinu ) gert til að þvinga fram leiðréttingu og eðlilega verðlagningu?
Spyr sú sem ekki veit - en vildi gjarnan vita.
Vinarkveðja frá villiblóminu.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.8.2008 kl. 01:56
Helga - ég held alltaf að samtakamáttur okkar sé það eina sem gildir
- leggja eitt eða tvö af þessum samráðsfélögum í einelti (sniðganga það fanatískt) í nokkra mánuði, eða þar til það fer að keppa af alvöru.
Ég hef alltaf skipt við atlantsolíu síðan þeir komu upp vísi af dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu, en ég er alveg til í að refsa þeim núna, mér finnst þeir orðnir ansi líkir hinum, held þeir hafi fundið öskjuhlíðina í einhverjum göngutúrnum sínum.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.