15.8.2008 | 11:09
Yarisar innkallaðir í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi
67785 bílar af gerðunum Toyota Yaris og Yaris Verso í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi verða nú innkallaðir vegna hugsanlegra ryðskemmda í botnplötu. Þetta kemur fram í bilnorge.no og er sagt eiga við síðustu kynslóð Yarisa, sem sagt 4-9 ára gamla bíla.
Í ljós hefur komið að í sumum bílanna hefur safnast upp raki með tilheyrandi ryðmyndun undir gólfteppunum og það vilja ráðamenn Toyota í þessum löndum ekki una við og óska nú eftir að fá þessa bíla til skoðunar. Í þeim bílum þessara gerða sem ryð er farið að myndast verður það lagfært, jafnvel þó það kosti nýja botnplötu, segja fréttirnar frá Noregi.
Það má gott teljast ef þessi galli hefur ekki komið fram í samskonar bílum á Íslandi eða Færeyjum og Danmörku. En samtals verða það 25.739 norskir Yariseigendur sem fá bréf með boði um að koma með bíla sína til skoðunar af þessum sökum.
Í ljós hefur komið að í sumum bílanna hefur safnast upp raki með tilheyrandi ryðmyndun undir gólfteppunum og það vilja ráðamenn Toyota í þessum löndum ekki una við og óska nú eftir að fá þessa bíla til skoðunar. Í þeim bílum þessara gerða sem ryð er farið að myndast verður það lagfært, jafnvel þó það kosti nýja botnplötu, segja fréttirnar frá Noregi.
Það má gott teljast ef þessi galli hefur ekki komið fram í samskonar bílum á Íslandi eða Færeyjum og Danmörku. En samtals verða það 25.739 norskir Yariseigendur sem fá bréf með boði um að koma með bíla sína til skoðunar af þessum sökum.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mjög þekkt á Íslandi að gallar sem finnast í bílum eru ekki teknir mjög alvarlega.
Minnist einu skipti þegar IH innkallaði marga Nissan pallbíla sökum galla í tölvu fyrir loftpúðakerfi og líkum á að grindin brotni á ákveðnum stað.
Bílarnir voru teknir og lagfærður gallinn í loftpúðakerfinu en ekkert hugsað útí grindina. Enda auðvelt að endurforrita tölvuna fyrir loftpúðana.
Sérstakar áherslur fyrirtækja. :)
Samúel Úlfur Þór, 21.8.2008 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.