7.8.2008 | 12:19
Hversu bloggheimskir geta menn orðið?
Bloggvinir eru nokkuð sem ég geld varhug við. Ég vil ekki hafa þá fleiri en svo að ég nái almennilega að fylgjast með þeim og vita hvað þeir eru að fjalla um og gerði mér auk þess strax að reglu að þeir væru ekki laumupúkar og huldumenn. Þykist ekki vera þannig sjálfur og ætlast til að þeir sem ég hef regluleg samskipti við þori líka að gangast við sjálfum sér.
Þeir sem sent hafa mér bloggvinabeiðnir undanfarið -- sjálfur kann ég ekki að bera mig til við slíkt -- hafa orðið að þola höfnun af minni hálfu en ég hef líka reynt að gera þeim ljóst hvers vegna hún er, sem er fyrst og fremst að listi minn yfir slíka vini er þegar of langur.
En kveikjan að þessum pistli er sú að nú fæ ég slíka beiðni frá nafnleysingja sem auk þess kýs að fela sig bak við hundshaus. Og ekki einu sinni hægt að senda honum skýringu á höfnuninni í athugasemd, því hann gefur ekki kost á slíku. Ekki einu sinni gestabók.
Hversu bloggheimskir geta menn orðið?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður er aldrei nógu bloggheimskur til að blogga ekki
!
.
Skil ekki samt alveg hvað málið er með það að hundsa nafnlausa bloggara, það eru margir sem eru á forsíðu bloggsins sem ekki leyfa athugasemdir eða skrif í gestabók..
Sumir hafa bara ekki tíma til að fylgjast með öllum, ég á rosalega marga bloggvini en reyni að líta inn við hvert tækifæri - enda fullt af yndislegu fólki
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.8.2008 kl. 15:25
Málið er einfalt, Róslín -- ég vil ekki eiga orðastað við fólk sem þorir ekki að láta sjá framan í sig.
Það á ábyggilega ekki við um þig, Róslín Alma -- og hafðu þökk fyrir innlitið.
Sigurður Hreiðar, 7.8.2008 kl. 15:59
Sæll Sigurður
Ég hef einmitt verið að velta þessu bloggvinakerfi fyrir mér. Þessir andlits- og nafnlausu geta verið varasamir.
Ljótustu færslurnar sem ég hef séð koma frá slíku huldufólki. Ég kann ekki að betla mér bloggvini en fæ nokkrar beiðnir. Ég skoða þá viðkomandi og ef allt er með felldu þá samþykki ég vinskapinn. Listinn er ekki langur hjá mér en lengist. Ég byrjaði bloggið í maí og er að grípa í þetta við og við.
Hjálmtýr V Heiðdal, 7.8.2008 kl. 16:06
Frábær fyrirsögn. Ég túlka bloggvináttu svolítið öðruvísi, en eftir að hafa lesið þessa grein hjá þér fyrr í dag, skrifaði ég þetta: Hefur þú nokkurn tíma pælt í fyrir alvöru hvað bloggvinátta þýðir?
Takk fyrir mig.
Hrannar Baldursson, 7.8.2008 kl. 23:48
Margur getur verið vandinn fyrir því að myndirnar fái ekki að líta dagsins ljós.

En það er fínt að við erum ekki öll eins, eins og ég hef svo margsinnis sagt!
Það á alls ekki við um mig, ég er rosalega opin ( athyglissýki.. ) og mér finnst það algjört auka atriði hvað fólki finnst um útlitið á mér....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:10
Að gefnu tilefni : ) þá truflar nafn- og útlitsleynd mig ekki, enda er ég þannig bloggari.
Ég fer eftir og virði SKRIF bloggarans. Sýnist þau lesningar virði eða ég álíti að hann hafi áhuga á mínu, er bara hamingjan ein uppfrá því :)
Mín ástæða fyrir "huldumennsku": Stundum langar mig að minnast á ættingja, vini, vinnuveitendur eða nágranna. Viti menn hver ég er, get ég ekki bloggað um þá, þar sem ég tel mig ekki hafa leyfi til að fjalla um annað fólk á þess leyfis. Sem huldubloggari get ég leyft mér að segja frá fleiru, þar sem fólkið mitt verður ekki opinberað, - af því að ég er í huldubloggheimum :)
Beturvitringur, 8.8.2008 kl. 00:43
Komið þið sæl; gott fólk !
Sigurður Hreiðar og Hjálmtýr Heiðdal ! Svo ekki misskiljist; þá er ástæðan fyrir veru skjaldarmerkis Rússlands, í stað myndar, af mér sjálfum sú, að ég kann ekkert á þessar blessaðar fótósjoppur, hvað þá aðra myndatækni.
Hvar meðalgreind mín virðist; all nokkru lakari, en hinna systkina minna 13, svo sem þessi annmarki myndvöntunar vottfestist (þótt konan sé útlærð, í þessum fræðum, og hefir margsinnis boðið mér liðsinni), að þá mun ég, sérvitur sem margir minna forfeðra- og formæðra, plaga þá viðteknu venju, og sérvizku, að viðhafa, hið tignarlega rússneska signet, í mínum ranni, um hríð.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 01:31
Skemmtileg grein og pæling hjá þér að vanda Sigurður Hreiðar. Og um leið þá þakka ég þér fyrir ánægjulega og farsæla bloggvináttu undanfarið ár eða svo...
Önnur pæling af gefnu tilefni. Af því að þú ert nú bæði góður bloggvinur minn og sveitungi kær og nábúi hérna í Mosfellsbænum og ert þar að auki gamall vinur pabba míns þá ætla ég að bjóða þér upp á bloggvináttu-hjálp frá mér!! (maður á alltaf að vera góður við vini sína og því örugglega líka við bloggvini sína...):
Ég skal kenna þér á mjög faglegan hátt (með einkakennslu) að senda öðrum aðilum í bloggheimum beiðni um bloggvináttu...!!
Mér heyrist reyndar stundum á þér að þig langi ekkert í fleiri bloggvini, en ég stend við mitt ef þig langar til að læra??
gudni.is, 8.8.2008 kl. 05:16
Sjáðu nú til minn kæri, það er ekki alltaf svo, að mennvilji hafa af sér eftirprentanir út um allt, líkt og Gísli á Vatni heitinn sagði eitt sinn, þegar ég vildi fá að taka af honnum mynd við iðju hans við að grafa ,,lokræsi" í skurði uppi í Stardal.
Einnig veist þú að menn eru mislagnir við skriftir og líkt og ég, staur-lesblindir. Um skoðanir er svo annað og viðkvæmara að tala.
Ég er, eins og fram hefur komið títt, íhald og það þjóðernissinnað. Ekki góð blanda nú til dags, alþjóðahyggju og fjöl--þetta og hitt.
Þykir samt ganan að pikka mér til hugarhægðar og þá oftast sem innlegg á síður betri bolggara en ég get talist.
Þessvegna leyfi ég mér að kom ainn á síður manna, svona óboðinn.
Vonandi öngvum til skaða.
Miðbæjaríhaldið
fyrrum kúarektor í Stardal bæið hjá Jónasi og síðar Magnúsi
Bjarni Kjartansson, 8.8.2008 kl. 10:42
Þakka þessar heimsóknir allar. Þær hafa fleytt flettingum hjá mér yfir hundrað þúsundin, sem er dálítill áfangi út af fyrir sig.
Ég hef svo sem ekki mikið meira um þetta mál að segja. Þeir bloggvinir sem nú eru á lista hjá mér eru fólk sem kom yfirleitt mjög fljótt á vettvang eftir að ég byrjaði að breiða úr mér á bloggvettvangi. Þeir eru reyndar ekki allir virkir og ég mun slaka þeim út smám saman sem það á við um. Eins og ég segi vil ég ná að fylgjast með þeim sem á listanum eru hafi þeir eitthað fram að færa, en það þýðir ekki að ég skoði ekki fleiri. Tam. eru velstyran og svanurg, baldurkr og olluagustar, omarragnarsson og jonaa ásamt beturvitringi í hópi þeirra sem ég skoða allreglulega og lít á sem bloggvini þó þeir séu ekki á skráðum lista sem slíkir.
Hjálmtýr: Gaman að vita af þér þarna. Á eftir að líta inn til þín af og til.
Þjóðarsál: Þú þarft engrar afsökunar að biðja mig, ekki svo ég viti altént. ég hef útskýrt höfnun mína á þér og óþarft að setja upp hundshaus yfir því (fallegur haus, annars) en þakka þér tryggðina gegnum árin. Gaman væri að vita einhver deili á þér.
Hrannar: þú ert einn þeirra sem ég lít inn hjá nokkuð reglulega. En við höfum augljóslega allmismunandi sýn á tilganginn með bloggvinum.
Óskar Helgi, tilgreindur systkinafjöldi þinn gefur til kynna að þú sér amk. ekki jólasveinn, hvað sem hnupli þínu á skjaldarmerki Rússlands líður.
Guðni minn, þú hittir naglann á hausinn að vanda með skort minn á námfýsi í þessum efnum, en feginn vil ég eiga þig að ef það kynni að breytast. Og meðan ég man: þurrkublöðin sem þú vísaðir mér á hafa reynst prýðilega.
Róslín Alma, ekki má ég gleyma þér. Og hef ekkert út á útlit þitt að setja, sýnist þú gáskafullur spaugari. Passaðu þig bara á tröllunum.
Sigurður Hreiðar, 8.8.2008 kl. 11:01
Bjarni kúarektor -- þú skaust þér þarna inn meðan ég var að skrifa svarathugasemdina hér að ofan -- ég hef aldrei vitað til þess að þú yrðir mér að meini svo þú ert ævinlega velkominn í þessa ramma.
Sigurður Hreiðar, 8.8.2008 kl. 11:05
Myndin er aukatriði, þó sér í lagi fyrir okkur konur sem alltaf myndumst illa, en tel það bráðnausynlegt og skemmtilegra að blogga undir nafni og vita smá deili á fólki
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:53
Komið þið sæl; á ný !
Sigurður minn ! Þakka þér; uppörvun alla, meðfram eðlislægum léttleika þínum. Jú; jú, víst fékk ég lánað; skjaldarmerki bræðra okkar Rússa, annað hvort væri nú, enda,....... að stofni til, merki okkar gamla Miklagarðsríkis (Austurrómverska ríkisins), þó það nú væri, Sigurður minn.
Með; enn betri kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 13:06
Hrannar Baldursson, 8.8.2008 kl. 15:02
Tröllum, þau leynast víða... ég er algjör spaugari, hentug inn á bloggið
!
Eigðu góða helgi!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.8.2008 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.