22.7.2008 | 18:09
Ekki lækkar eldsneytið enn
Var að lesa að eldsneytisverð á heimsmarkaði hefði lækkað um fimm dollara og níu sent í dag og stendur nú í $ 125.95.
Ekki hefur eldsneyti lækkað í verði hér, samkvæmt skyndikönnun á netinu.
Neinn gefur að vísu ekki upp neitt eldsneytisverð. Manni kemur það líklega ekkert við.
Þó er gengið mjög svipað og í gær.
Fyrir fáeinum dögum sagði forsvarsmaður eins olíufélagsins að krafan" væri sú að verðbreytingar á eldsneyti erlendis kæmu tafarlaust fram hér.
Ætli það eigi bara við um verðbreytingar til hækkunar? Og ég spyr enn eins og ég gerði þá: Krafa hvers?
Eru allir orðnir dofnir fyrir þessu?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki liðið bara búið að gefast upp á þessu rugli í o.félugunum, allavega tek ég hverjum bíltúr fagnandi því ég veit ekki nema morgundagurinn verði þannig að lítrinn kosti 250 kell.
Guðjón Þór Þórarinsson, 22.7.2008 kl. 22:36
Verst að maður er ekkert hissa!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.7.2008 kl. 22:59
Já ekki jafnfljótir að lækka og hækka !!!! Og við látum bjóða okkur það og tökum olíu og bensín eins og drekka vatn
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.7.2008 kl. 10:03
Það kemur kannski að því að við snobbhænsnin og einkamengarar neyðumst til að taka strætó eins og aldraðir, sjúkir, einstæðar kvensur, börn og aðrir aumingjar. Eru hinir makráðu dagar í geggjaðri bílamergð fyrir bí?
Þóra, 23.7.2008 kl. 13:51
Ég held að aldraðir og sjúkir geti ekki tekið strætó. Það er aðeins fyrir fullfríska sem hafa nógan tíma.
Sigurður Hreiðar, 23.7.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.