Ekki lækkar eldsneytið enn

Var að lesa að eldsneytisverð á heimsmarkaði hefði lækkað um fimm dollara og níu sent í dag og stendur nú í $ 125.95.

Ekki hefur eldsneyti lækkað í verði hér, samkvæmt skyndikönnun á netinu.

Neinn gefur að vísu ekki upp neitt eldsneytisverð. Manni kemur það líklega ekkert við.

Þó er gengið mjög svipað og í gær.

Fyrir fáeinum dögum sagði forsvarsmaður eins olíufélagsins að „krafan"  væri sú að verðbreytingar á eldsneyti erlendis kæmu tafarlaust fram hér.

Ætli það eigi bara við um verðbreytingar til hækkunar? Og ég spyr enn eins og ég gerði þá: Krafa hvers?

Eru allir orðnir dofnir fyrir þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Er ekki liðið bara búið að gefast upp á þessu rugli í o.félugunum, allavega tek ég hverjum bíltúr fagnandi því ég veit ekki nema morgundagurinn verði þannig að lítrinn kosti 250 kell.

Guðjón Þór Þórarinsson, 22.7.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Verst að maður er ekkert hissa!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.7.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Já ekki jafnfljótir að lækka og hækka !!!! Og við látum bjóða okkur það og tökum olíu og bensín eins og drekka vatn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.7.2008 kl. 10:03

4 Smámynd: Þóra

Það kemur kannski að því að við snobbhænsnin og einkamengarar neyðumst til að taka strætó eins og aldraðir, sjúkir, einstæðar kvensur, börn og aðrir aumingjar. Eru hinir makráðu dagar í geggjaðri bílamergð fyrir bí?

Þóra, 23.7.2008 kl. 13:51

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég held að aldraðir og sjúkir geti ekki tekið strætó. Það er aðeins fyrir fullfríska sem hafa nógan tíma.

Sigurður Hreiðar, 23.7.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband