Krafa hvers eða hverra?

Ánægjulegt að sjá þegar orð eru skemmtilega notuð eins og í þessari fyrirsögn. Um leið og heimsmarkaðsverð hækkar er snarast til að hækka útsöluverð á bensíni hérlendis. Sama á hvaða verði það var keypt.

Niðurlag fréttarinnar er á þessa leið:

„Margir velta oft fyrir sér af hverju olíufélögin hækka um leið og heimsmarkaðsverð hækki og spyrja sig hvort olíufélögin eigi ekki til bensín á gamla verðinu. Samúel svarar þessu: Krafan er einfaldlega sú að verð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við við breytingar á heimsmarkaði.“

Hér vantar ugglaust orð inn í, af hverju olíufélögin hækka útsöluverð hérlendis um leið og heimsmarkarkaðsverð hækki en þetta skilst. Það sem ekki skilst er svarið frá Samúeli hjá Olísi um þá „einföldu kröfu“ að útsöluverð hér endurspegli breytingar á heimsmarkaði. 

Og því má spyrja: krafa hvers eða hverra?

 


mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Sigurður þetta hlýtur að hafa verið mismæli já téðum Samúel og hann afi ætlað að segja "krafan er einfaldlega sú að verð hér hækki um leið og heimsmarkaðsverð hækkar" og við vitum að það lækkar ekki þegar það lækkar.

Einar Þór Strand, 14.7.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 306382

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband