Laugardagur til lukku!

Skrýtið hvað maður getur ruglast á dögum. Allan daginn í gær fannst mér vera laugardagur. Og svo er aftur laugardagur í dag! Sosum í lagi, laugardagur er til lukku.

Verra var að ég ruglaðist á dagsetningu fyrir þjóðhátíðardar Kanada í gær (sbr. næst-stíðasta blogg mitt) og gaf Kanadamönnum þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna. Þar var ég líklega tveimur dögum of seinn. Annars sýnist mér þegar ég gúggla þetta að Kanadamönnum sé ýmist helgaður 2. júlí eða 1. júlí. Svo mér er kannski vorkunn með þetta rugl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stenst ekki mátið að skjóta inn athugasemd hér. Þú varst líklega ekki einn um að ruglast á dögum í gær. Ég var á ferð með hópi fólks og þar var einmitt eitt umræðuefnið að næstum öllum í hópnum fannst endilega að það væri laugardagur, þó dagatalið sýndi allt annað. Þetta hlýtur að hafa verið eitthvað í loftinu eða "tíðaranda" dagsins. Skemmtileg tilviljun. Skyldi hún hafa verið víðar við lýði?

Gaui (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 15:00

2 identicon

Sæll félagi. Þegar ég vaknaði í morgun var ég viss um að í dag væri sunnudagur.  En þegar hvorki Ævar né messan skiluðu sér fór ég að efast.  Og viti menn í dag er laugardagur, en eins og minn gamli vinnufélagi Gummi Helga sagði þegar hann var spurður að því eftir að hann hætti að vinna hvernig væri að hafa eintóma sunnudaga: "Hjá mér eru bara laugardagar, þeir eru miklu skemmtilegri."

Þráinn (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband