Hver á lofttegundakvótann?

Á dögunum var kveinað yfir því að íslensk flugfélög yrðu eins og önnur að kaupa sér kvóta fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, þó við hér norður í hafi getum ekki komist til annarra landa né frá þeim aftur öðru vísi en fljúgandi eða þá siglandi, en skipin skila víst ekki minni gróðurhúsalofttegundum en flugvélarnar.

Eitt hefur þó fari fram hjá mér í þessari umræðu. Hver á allan þennan kvóta? Hvar er hann til sölu? Hver fær endurgjaldið fyrir hann og hvað verður gert við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæl Sigurður

Allmörg ríki hafa þegar lagt á sérstakt umhvefisgjald eða skatt á mengandi starfsemi, þó þá sem er byggð á fasteign í lögfræðilegu merkingu þess orðs (tilteknum hluta í fermetrum af yfirborði jarðar). Þannig er komið að áliðnaurinn sækir stíft til þeirra landa þar sem stjórnvöld sinna sjónarmiðum þeirra betur. Það er ein meginástæðan fyrir því að hvergi í Vestur eða Norður Evrópu eru byggð álver nema hér! Önnur ástæða er auðvitað óvenju hagstætt orkuverð og tiltölulega fá skilyrði sem sett eru til þessarar starfsemi.

Í fyrrasumar var álbræðslunni í Straumsvík gefið eftir fjárhæð sem nemur um 500 milljónum árlega. Þá var afgreitt frumvarp ríkisstjórnarinnar að falla frá framleiðslugjaldi en álverið látið sæta sama skattaumhverfi og önnur fyrirtæki. Skattgreiðslurnar lækkuðu sem þessari fjárhæð nemur. Þetta er gríðarlegt fé.

Mér hefur dottið í hug hvort stjórnvöld hafi sýnt álbræðslumönnum óvenjulegan skilning. Eru kannski álfurstarnir með íslensk stjórnvöld í vasanum? Mér finnst margt benda til þess samanber uppákomuna með skóflur ráðamanna í Helguvík í síðasta mánuði.

Hefi bent á að meðan almenningssalerni sem byggð hafa verið á ýmsum stöðum með opinberu fé eru ekki í lagi og hafa mörg þeirra jafnvel aldrei verið tekin í notkun, þá virðist meiri hugur vera að greiða götu álgreifanna en ferðafólks í landinu til að sinna einna brýnustu þörfum þess.

Fyrir nokkrum árum voru byggð salernishús t.d. við Djúpalónssand á Snæfellsnesi og við bílastæðið hjá Leirhnjúk ofan Kröflu. Þessi hús hafa ýmist verið lokuð eða jafnvel aldrei verið vegna einhverrar tækni verið tekin í notkun.

Bestu kveðjur

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 2.7.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta, Mosi, en fyrirgefðu að mér finnst spurningum mínum ósvarað enn.

Sigurður Hreiðar, 2.7.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Tel fullkomlega réttmætt að bera þessa spurningu fram.  Þú átt heiður skilinn fyrir að hafa komið henni á framfæri.  Ég á mína sýn á þessi vótamál: Íslendingar gerðust aðilar að EES á þeirri forsendu að aðgangur að markaði væri aðgangur að takmarkaðri auðlind -- ríkisvaldið og pótentátar þess hafa klifað á hugtakinu "jafnræðisregla" og því liggur beint við að álykta:   1.  Fyrst þeir sem áttu skipin sem öfluðu fiskjar á einhverjum tilteknum viðmiðunarárum fyrir gildistöku fiskveiðistjórnunarlaga áttu þar með allan óveiddan fisk í sjónum um ókomna tíð og niðjar þeirra að þeim látnum - og  2. Fyrst þeir sem áttu býlin þar sem kýr voru mjólkaðar eða lömb færð til slátrunar á tilteknum viðmiðunarárum eignuðust þar með einir Íslendingar rétt til að "framleiða" mjólk eða lambakjöt um ókomna tíð - og auk þess að teknu tilliti til ákvæða um greiðslur vegna úreldingar sláturhúsa, mjólkurstöðva og garðyrkjustöðva svo eitthvað sé nefnt, er rökrétt að álykta: 

Sama réttur hlýtur að hlotnast - að teknu tilliti til jafnræðis þegnanna - öðrum íslenskum þegnum, í öðrum  stéttum og starfsgreinum.  Eigenfur Steypustöðvarinnar hf og BM Vallá hf hljóta að hafa átt nánast allar kvóta til framleiðslu íslenskrar steinsteypu og aðganginn að markaðinum fyrir þá vöru;   Eigendur verslunarhúsanna sem hýstu verslanir kaupmannanna á horninu hljóta að hafa átt mestallan kvóta til verslunarreksturs sem stofnað var til eftir setningu fiskveiðistjórnunarlaganna.  Þar með á eftir að greiða fyrir þann rétt (kvóta) t.d. vegna allra Bónusverslana, 10-11verslana verslana í stækkaðri Kringlu, Smáralind, Firði o.s.frv. 

Ég og mínir líkar eigum þennan kvóta, því ég geri tilkall til verulegs, varanlegs og framseljanlegs losunarkvóta sem flugvélareigandi og flugskírteinishafi, þar sem íslensk stjórnvöld hafa á liðnum áratugum lagt á mínar herðar kvöð um að fljúga til viðhalds réttinda minna - að viðlögðum missi réttindanna - án þess að mega afla tekna með flugi mínu.

Þorkell Guðnason, 3.7.2008 kl. 01:55

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka þér fyrir hugvekjuna, Þorkell, hún er góð.

Samt finn ég ekki enn svarið við spurningu minni: Hver á losunarlofttegundirnar og getur selt kvóta á þær, og hvert rennur þá greiðslan fyrir þann kvóta?

Sigurður Hreiðar, 3.7.2008 kl. 10:47

5 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þótt seint sé, þakka ég hólið en biðst velvirðingar á innsláttarvillum í texta mínum.  Þótt þú hafir ekki fundið svarið við spurningu þinni, var í "hugvekju" minni að finna rökrétta ályktun um hvernig bæri með að fara. 

Ég og mínir líkar, gerum kröfu til hlutdeildar í þessum "lofttegundalosunarrétti" og með vísan til jafnræðisreglu stjórnvalda, eigum við þar framseljanleg réttindi.

Hér kemur svo hugvekja:   Það skyldi þó ekki verða eftirtekjan af hrókeringum Baugsmanna, að eignarhald á nefndum losunarkvóta, tengt Flugleiðum/ Icelandair Group, lendi utan Íslands, rétt eins og fiskveiðikvótinn fór úr byggðarlögunum og skildi eftir atvinnulaust fólk og verðlausar eignir.  Herra Karl gæti þá beðið kirkjunnar þjóna að minnast þeirra góðu manna við messugjörð um leið og fjárglæfraævintýra Hannesar Smárasonar og co.  Fyrir þegnana gæti hann lagt, að gleyma ekki að þakka almættinu fyrir þá og þeirra gjörðir í kvöldbænum sínum.

Þorkell Guðnason, 5.7.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband