Valið milli 38 bíltegunda

  17. nóvember næstkomandi verður tilkynnt hvaða bíll fær heiðurstitilinn bíll ársins í Evrópu 2009. Keppnin er að þessu sinni skipulögð hjá þýska bílablaðinu Autocar. Sérstök valnefnd velur þá bílablaðamenn sem verðir þykja að skipa dómnefndina ár hvert, en nenfdarmenn eru valdir eftir eigin verðleikum en ekki eftir því hvaða fjölmiðlum þeir starfa hjá ef nokkrum. Valnefndin sem velur dómnefndarmennina er endurskoðuð árlege, en í ár skipa hana Ray Hutton hjá Sunday Times á Bretlandi, Sergio Piccione, Autoavia/Autopista á Spáni og Eduareo Azpilicueta, Motorpress Ibérica líka á Spáni.

Dómnefndarmenn eru 59 talsins frá 23 Evrópuþjóðum. Að hluta til eru þeir valdir eftir mikilvægi þjóðanna með tilliti til bílaframleiðslu. Þannig eiga Frakkland, Þýskaland, Stóra-Bretland, Ítalía og Spánn sína 6 fulltrúana hver þjóð í dómnefndinni en hinar 18 þjóðirrnar sem eiga fulltrúa í dómnefndinni eiga þar færri fulltrúa. Ísland hefur aldrei þótt nógu merkilegt bílaland til að eiga fulltrúa í þessari dómnefnd, hvað sem liður öllu rausi hér um Ísland sem land einkabílsins.

Í ár snýst valið um eftirtalda 38 bíla:

Sumir þessara bíla eiga ekki fulltrúa hér á landi og örfáar aðrar gerðir sem hér eru upp taldar eru ekki líklegar til að koma hingað -- ja, kannski ekki nema ein, reyndar, þegar betur er skoðað!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Valið á bíl ársins í Evrópu hefur ekki alltaf verð merki um að eitthvað væri varið í viðkomandi bíl. Oft hafa verið valdir bílar sem síðar kom í ljós að voru hreint og klárt rusl og mjög oft eru þeir að velja misgóða Evrópska bíla fram yfir miklu betri bíla frá Asíu.

Nokkrar misvel ígrundaðar útnefningar:

1976 Simca 1307-1308
1979 Simca-Chrysler Horizon
1980 Lancia Delta
1982 Renault 9
1989 Fiat Tipo
1995 Fiat Punto
1996 Fiat Bravo/Brava
1998 Alfa Romeo 156
2001 Alfa Romeo 147

Dómurunum til málsbóta þá eru þeir oft að velja framúrstefnulega bíla og öðruvísi hönnun.

Einar Steinsson, 27.6.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: gudni.is

Athyglisvert...  Er það Dacia Sandero sem þú telur ólíklegt að rati til Íslands?  Ég mundi telja hann einn ólíklegasta bæilinn til að rata hingað.

gudni.is, 27.6.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir athugasemdina, Einar. Ég átti svo sem von á einhverju gáfulegu um misgóða evrópska bíla.

--

Já, Guðni, skarpur ertu!

Sigurður Hreiðar, 27.6.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þeir hafa greinilega gleymt að prufa minn bíl, sé hann ekki á listanum !!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:05

5 Smámynd: gudni.is

Eigum við nokkuð að rifja upp gömlu góðu greinina þína Sigurður "Fordómar og franskir bílar". Ég er alveg viss um að pabbi minn á hana til...

Mér persónulega finnst vera alltof margir franskir bílar á þessum lista. 2 sítrónur og 3 renóar. Eins og þú veist þá er ég ekki eins hrifinn og þú af þessum frönsku bílum. Ég er hrifnari af japönskum og sumum þýskum.  Það er nú annars voðalega snúið fyrir menn að vera alfarið á móti evrópskum bílum í dag því æ fleiri "japanskir" bílar eru framleiddir og samsettir í Evrópu í dag. Þannig er bara þróunin.

gudni.is, 28.6.2008 kl. 02:56

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Er ekki minn gamli góði Jag XJ framleiddur lengur? Ég veit að hann er nú ekki beinlínis orkusparandi þessi elska en okkur til tekna reiknast að ég er afar lítið á ferðinni og hann er þvílíkt augnayndi að hann hreinlega hlýtur að teljast umhverfisvænn.

Góða helgi, vinur.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2008 kl. 03:33

7 identicon

Alveg ótrúlegt að Ísland skuli ekki eiga sæti í dómnefndinni. Með svipuðum forsendum og fyrir aðild Sviss og Austurríkis í alþjóða hvalveiðiráðinu, þá ætti Ísland að eiga minnst eitt sæti í svona bíladómnefnd.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 07:10

8 Smámynd: gudni.is

Ég verð nú bara alveg að viðurkenna það að ég skil mætavel að Ísland eigi ekki fulltrúasæti í dómnefnd sem þessari þrátt fyrir það að Ísland sé land einkabílsins eins og þú segir Sigurður Hreiðar.
Við Íslendingar erum bara svo ofboðslega fámenn þjóð þrátt fyrir það að bílaeign miðað við höfðatölu sé nokkuð há. Svo dæmi sé tekið þá rétt nær fólksfjöldi íslendinga 0,5 prósenti af fólksfjölda Bretlands.

Fólksfjöldi í nokkrum Evrópulöndum - Til gamans og samanburðar:
Þýskaland............ 82 milljónir manna
Frakkland............  60,8 milljónir manna
Bretland............... 60,6 milljónir manna
Ítalía................... 58 milljónir manna
Spánn................. 40 milljónir manna
Pólland................ 38,5 milljónir manna
Holland................ 16,5 milljónir manna
Grikkland............. 10,6 milljónir manna
Belgía................. 10,3 milljónir manna
Tékkland............. 10,2 milljónir manna
Ungverjaland......... 9,9 milljónir manna
Svíþjóð................ 9 milljónir manna
Austurríki.............. 8,1 milljónir manna
Sviss................... 7,5 milljónir manna
Danmörk............. 5,4 milljónir manna
Finnland............. 5,2 milljónir manna
Noregur.............. 4,6 milljónir manna
Írland................. 4 milljónir manna
Lúxemborg.......... 474 þúsund manns
Ísland................ 310 þúsund manns
Færeyjar............. 47 þúsund manns

gudni.is, 28.6.2008 kl. 07:57

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Guðni, það er erfitt að vera á móti evrópskum bílum. Fyrir utan hvað þeir eru góðir margir hverjir eru margir svokallaðir asíubílar, eins og þú segir, alfarið orðnir samsettir í Evrópu og jafnvel úr evrópskum íhlutum. Ég á núna, og hef átt undanfarin þrjú ár, einn „erki-"japanskan -- nema hvað hann er framleiddur í Englandi. Og alveg ágætis bíll. -- Hinn bíllinn á hlaðinu er að sjálfsögðu franskur og hefur reynst afbragðs vel eins og við var að búast. Bið að heilsa pabba þínum upp á það!

Helga Guðrún -- eftir því sem ég best veit (er reyndar hættur að fylgjast eins vel með þessu eins og ég gerði) er Jag XJ enn í fullum gangi. En hann er ekki nýr og það er skilyrði til að komast að við val á bíl ársins.

Og Einar: þetta misvellukkaða val sem þú vísar til á sér sínar skýringar, því bíll ársins hverju sinni er valinn miðað við ákveðnar forsendur sem dómnefndirnar eru skuldbundnar til að virða. En ég er sammála því að stundum hefur maður rekið upp stór augu.

Titillinn „bíll ársins" er að því leyti blekkjandi að hann nær aðeins til nýrra gerða og segir ekkert um að eldri týpur sem enn eru í fullri framleiðslu séu ekki fullt eins góðar.

Sigurður Hreiðar, 28.6.2008 kl. 10:06

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Já, það fer að verða flókið að halda með "sínum bílum". Nýjasta og kannski besta dæmið um þetta er samstarf Toyota og PSA (Peugout/Citroen) um framleiðslu smábíls sem er í raun eins að flestu leiti þó hann sé seldur undir öllum þermur merkjunum (Aigo, 107, C1).

Til skamms tíma ók ég um á Ford Ka sem var framleiddur í Þýskalandi en nú hefur Citroen C1 tekið við af honum. Hinn bíllinn á heimilinu er svo þriggja ára Cirtoen C5 (station/estate) sem ég held að komist ansi nærri því að vera hinn fullkomni fjölskyldu- og ferðabíll. Sá bíll er gegnfranskur og engum öðrum líkur sem ég hef ekið. Þar munar mest um gas/vökvafjöðrunina sem étur upp ójöfnur - en gerir það líka að verkum að stundum er eins og maður sé að sigla bát frekar en aka bíl

Varðandi þessa rótgrónu frönskubílafælni, er ekki helsta orsökin fyrir henni sú að þeir hafa lengst af verið öðruvísi og enginn kunnað að þjónusta þá?

Haraldur Rafn Ingvason, 28.6.2008 kl. 15:48

11 Smámynd: Einar Steinsson

Já heimalönd bílana okkar eru orðin flókin fræðigrein, á hlaðinu hjá mér standa tveir ágætir Evrópubílar, Ford Fiesta 1.6 TDCi og Ford Mondeo 2.0 TDCi. Maður gæti giskað á að þeir væru annaðhvort þýskir eða breskir, en ekki alveg. Mondeoinn er Belgískur af öllum löndum og Fiestan er svo sem ágætlega Þýsk, framleidd í Köln, en þegar betur er að gáð er mótorinn ekki einu sinni Ford heldur Franskur "PSA Peugeot Citroën"

Fyrir nokkrum árum átti ég mikinn "amerískan" eðalvagn, Jeep Grand Cherokee. Amerískra gerist það ekki eða hvað? Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann hafði aldrei til ameríkuhrepps komið heldur var hann framleiddur í Austurríki.

Einar Steinsson, 28.6.2008 kl. 17:09

12 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta er málið í hnotskurn, Einar. Fyrir nokkrum árum -- kannski 10? kom kunningi minn á nýjum japönskum eðaljeppa í heimsókn. Til hamingju með Spánverjann, sagði ég og vinurinn tók bakföll. Endaði með að sækja skráningarvottorðið sem að sjálfsögðu sagði framleiðslulandið Spán. Hann var búinn að selja nýja jeppann innan fárra vikna!

Sigurður Hreiðar, 28.6.2008 kl. 18:31

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hvernig er það, er ekkert almennilegt bílaspjall í gangi neinsstaðar, bílablogg eða þess háttar? Á fib.is er vissulega að finna ýmsar upplýsingar og tengla en fátt sem bíður upp á gagnvirk samskipti. 

Haraldur Rafn Ingvason, 29.6.2008 kl. 15:45

14 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, Haraldur, Rafn, ekki er mér kunnugt um það.

Sigurður Hreiðar, 29.6.2008 kl. 15:50

15 Smámynd: Einar Steinsson

Sko..

Haraldur, ef þú hefur áhuga á jeppum þá eru Ferðaklúbburinn 4x4 með nokkuð virkt spjall: http://www.f4x4.is, einnig er eitthvað að gerast hjá Jeep eigendum; http://www.jeepiceland.com/ og Jeep myndir á http://www.icejeep.com/ . Tryllitækjaeigendur eru á Live 2 Cruze http://www.live2cruize.com en ég veit ekki hvað lifandi það er. Akstursíþróttafólk er með t.d. http://motocross.is/ , http://www.kvartmila.is og einhverjar fleiri síður og svo er einhver umræða á http://www.hugi.is/motorsport/ og http://alvaran.com/forum/index.php?showforum=54 . Eflaust er eitthvað fleira, Google er besti vinur þinn bara að spyrja hann. Ef þið farið á http://www.google.is er hægt að haka við "Leita að vefsíðum á íslensku" og þá kemur ýmislegt athyglisvert í ljós.

Einar Steinsson, 29.6.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband