Íslenskar konur eru miklir skorungar!

Þó að orðið „skörungur" sé karlkyns og orðabókin skilgreini það einkum upp á karlkynið, er þar þó einnig að finna merkinguna „atkvæðamikill karl eða kona". Svo mikið er víst að ef virkilega sópaði að konum þótti við hæfi að kalla þær skörunga, jafnvel kvenskörunga ef miklar karlrembur tóku sér orðið í munn.

Nú legg ég til að ö-inu verði breytt í o og konur þar sem virkilega sópar að verði nefndar „skorungar". Ég kann ekki að horfa á fótbolta en glappaðist til þess í dag að byrja að horfa á „stelpurnar okkar" bursta þær grísku og skora hvert markið á fætur öðru. Ég hreinlega hætti ekki að horfa fyrr en RUV brast á með auglýsingar.

Sannfærðist um að enn sem fyrr er sópar að íslenskum konum þar sem þær gera sig gildandi. Þær eru miklir skorungar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Flott nýyrði, ekki það eina úr þínum fórum en skemmtileg tenging við gamla orðið og auk þess passar það einstaklega vel sem url fyrir kvennalandsliðið: www.skorungar.is ... má lesa á tvo vegu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.6.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Hilmir Arnarson

Mér líst geisivel á orðið og ætla að grípa hvert tækifæri sem ég fæ til að kalla aðsópsmiklar konur, "skorunga".  Takk.

Hilmir Arnarson, 27.6.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Má líka lesa ungar konur með skoru !!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.6.2008 kl. 14:52

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Mitt æðsta markmið í lífinu verður héðan í frá að fá mín getið sem 'skorungur mikill' í Íslenskum samtímamönnum...

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband