26.6.2008 | 11:07
Eðli verkfalla í hnotskurn
Fróðlegt væri að vita hve hátt hlutfall landsmanna hefur samúð með málstað flugumferðarstjóra í þessari kjaradeilu. Þeir stórskemma fyrir einstaklingum og atvinnugreinum með þessu ráðslagi sínu og ekki í fyrsta sinn sem þeir sýna landsmönnum fjandskap af þessu tagi.
En er þetta ekki eðli verkfalla í hnotskurn? Þau bitna mest, víðtækast og verst á þeim sem enga möguleika hafa á að bera hönd fyrir höfuð sér eða greiða úr þeim deilumálum sem þau snúast um.
Farþegarnir borga sjálfir brúsann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var í einhverju blaði talað við mann sem tapaði tugþúsund vegna breyttrar flugáætlunar verkfallsins og var hann ekki ofhaldinn af penginu. Talað var líka við talsmann flugumferðarstjóra sem sagðist ekkert geta gert í málinu. Honum var svo sama. Mín skoðun er sú að hann ætti að bæta manninum tjónið úr eigin vasa af þvi að hann beinlínis olli því. En hvernig væru að þeir sem verða fyrir beinu fjárhagslegu tjóni af völdum verkfalla tækju sig saman og krefðu þá sem fóru í verkfallið um bætur. Það má alveg fara að líta á hagsmuni þeirra sem skaðast að ósekju af völdum verkfalla en ekki líta á þau sem einhver óviðráðanleg náttúrulögmál.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 11:19
Það fer svolítið skakkt í mann að á sama tíma og stór hópur flugliða eru að tapa vinnunni vegna kreppu skuli annar hópur í sömu starfsgrein krefjast launahækkana með verkföllum. Maður skyldi ætla að minnkandi flugumferð kallaði á fækkun líka í stétt flugumferðarstjóra.
Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki búinn að kynna mér kjör flugumferðarstjóra nýlega en hef samt alltaf haft á tilfinningunni að þeir séu meðal best launuðu hálfopinberu launþega landsins.
Haukur Nikulásson, 26.6.2008 kl. 11:37
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item213716/
þeir virðast vera á ágætis launum, en aftur á móti þá vinna þeir vaktavinnu, alladaga ársins alveg sama hvort að það sé 1. maí, 14 ágúst, 25 des eða 1 jan
þetta er talið eitt "stress samasta" starf í heiminum og eru annsi margir sem að falla frá vinnu snemma á starfsaldrinum og þeir mega ekki vinna lengur en til 60 ára.
Og það að detta sér það til hugar að senda reikning á þann sem að erí verkfalli vegna þess að almenningur tapar einhverju á því, er ekki í lagi ?
Verkfallsréttur er lögbundinn réttur flestra starfsstétta (lögregla og slökkvulið mega ekki fara í verkfall) og ef að þið lendið einhvern tíman í því að þurfa að fara í verkfall þá skiptir engu máli í hvaða starfsstétt þið eruð í, það eru alltaf einhverjir sem að tapa á því.
Árni Sigurður Pétursson, 26.6.2008 kl. 13:22
Passið ykkur nú að fella ekki dóma of snemma og kynnið ykkur málið. Hin ýmsu hundamál undanfarinna daga og missera ættu að kenna fólki það. Flugumferðarstjóri ber jafnvel enn meiri ábyrgð en flugstjóri ef það er hægt. Flugumferðarstjórar þurfa að ljúka löngu, dýru og erfiðu námi til að geta sinnt störfum sínum. Flugumferðarstjórar hljóta að miða sín kjör við kjör starfsfélaga sinna erlendis, ábyrgð þeirra er ekki minni, starfsréttindi þeirra eru alþjóðleg og þeir geta per se gengið inn í flugumsjón hvar sem er í heiminum ef því er að skipta og þurfa að geta það og mega. Það er nógu erfitt að halda fólki með nytsama menntun í landinu þótt við förum ekki að skera niður laun til þeirra, e.t.v. með lagaboði eins og sumir eru að krefjast þessa stundina. Hvað sem öllum láglaunabótum líður, þá verðum við að horfast í augu við þær staðreyndir, að það þarf að greiða fólk laun í samræmi við ábyrgð og menntun ef við ætlum að halda því við störf hér á þessu auma skeri. Þetta á reyndar við aðrar stéttir sem eiga í kjaradeilu við óvinsamlegt ríkisvald um þessar mundir, s.s. heilbrigðisstéttirnar.
Bóbó (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:25
Er þetta ekki einmitt málið - landið og þau kjör sem hér eru í boði eru ekki samkeppnishæf? Að ekki sé nú talað um þegar gjaldmiðillinn ferðast eins og rússíbani, að því er virðist í endalausri niðursveiflu nú um stundir. Hitt er svo annað mál, þessi stétt er með tæp 800 þús.kr. í meðallaun á mánuði, það finnst mér nú bara býsna gott jafnvel þótt ábyrgðin sé mikil. Það má ekki gleyma því að ábyrgð margra annarra stétta er mikil - þótt svo launakjör þeirra blikni í þessum samanburði.
Ásgeir Eiríksson, 26.6.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.