27.5.2008 | 15:57
Hvort dregur maður eitthvað eða einhverju?
2 tbl yfirstandandi árgangs af blaðamanninum, riti Blaðamannafélags Íslands er nýkomið út. Aðalefni er íslenskt mál í fjölmiðlum landsins, áhugaverð og þörf umræða.
E.t.v. ættu bókaforlögin líka að huga betur að sumu því sem þau senda frá sér. Ég var t.d. að fá frá Forlaginu punkti is svolátandi texta:
Harðskafi Arnaldar loksins kominn í kilju!
Lestu fyrstu kaflana á netinu í boði Forlagsins! Þú getur halað niður fyrstu köflunum hér og lesið strax í dag! Arnaldur er í toppformi í spennandi, læsilegri og vel hugsaðri glæpasögu sem er hans besta í nokkur ár...
Jamm og já. Ég vil frekar hala þá niður, þessa kafla, heldur en hala þeim. Að hala hefur að mínu viti hér sömu merkingu og að draga -- og hvort dregur maður eitthvað eða einhverju?
Ég veit ekki hvað Arnaldur segir um svona málfar, en leyfi mér að fullyrða að faðir hans og lærifaðir minn hefði lesið okkur pistilinn og hann kjarngóðan!
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úps. Ég ætlaði að fyrirgefa þér stóra effið og hélt endilega að forlagið héti Punktur is, en svo er víst ekki. Ég er sammála þér um niðurhalið, en hvað finnst þér um féð sem menn veita (í áveitum) útum allar trissur?
Sæmundur Bjarnason, 27.5.2008 kl. 16:25
Þakka þér fyrirgefningunar, Sæmundur. Vissi ekki að stóra Effið væri syndsamlegt, hélt að fyrirtækið hétið Forlagið punktur is.
Ég get varla sagt að ég lesi visir.is, Anna. En þakka kveðjuna og góð orð.
Sigurður Hreiðar, 27.5.2008 kl. 21:28
Talsmátinn hér á Akureyri er að aka "þér" í bæinn (í borgina ef farið er til Rvíkur)
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:00
Hmm - Gísli, skil þig ekki alveg. Ef ég skutla þér bæjarleið á bílnum mínum ek ég þér. Eða keyri þig, ef við notum þá sögn. Hins vegar tel ég að sagnirnar að hala og draga stjórni sama falli, þ.e. þolfalli.
Ertu á móti því að einhver aki þér í bæinn?
Sigurður Hreiðar, 28.5.2008 kl. 13:22
Hann Gísli á við að það er málvenja fyrir norðan að tala um að "keyra sér" en ekki "keyra sig". "Valdi keyrði mér heim". Þekki þetta úr minni sveit. Þar var líka talað um að "skeina sér"..
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.5.2008 kl. 14:09
Þakka fyrir þetta, Helga Guðrún. Þetta skil ég betur. Ég ek mér þegar mig klæjar milli heyrðablaðanna, keyri mér aldrei. Klóra mér, en skeini mig.
Sigurður Hreiðar, 28.5.2008 kl. 14:38
Sæll. Ég fletti upp nokkrum niðurhölum og þetta er árangurinn.
Ekki glæpur að hala niður tölvuskrám
Ok...ég er búinn að reyna skrilljón sinnum að hala niður þessari uppfærslu á leiknumÁ síðunni www.steinssonproject.com er hægt að hala niður hljómplötunni Á síðunni drivershq.com er hægt að hala niður litlu forritiTil viðmiðunar má nefna, að viðskiptavinir sem nýta sér 3G þjónustu Vodafone eru 30 til 60 sekúndur að hala niður lagihala niður 600 lögumÁ vefnum verður hægt að gerast félagi í bókaklúbbi Rauðu seríunnar, kaupa bækur og hala niður hljóðbókumSmelltu hér hér til að hala niður laginu
Benedikt (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:08
Ég átti auðvitað við "keyra þér" þannig er sögnin að keyra látin stýra þágufalli. Veit ekki hversu staðbundið þetta er.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:10
Verð að segja eins og er að réttritunarfasismi er ekki betri en annar fasismi. Aðalatriðið er hvort textinn sé sæmilega skiljanlegur meðalgreindu fólki. Það hafa orðið margskonar breytingar á málinu, bæði ritmáli og talmáli, í gegn um tíðina. Þar með má nefna að hvaða fall fornöfn taka með sér er bæði landshlutabundið og breytilegt í tímans rás. - Einn ágætur maður sem ég kannast við hefur þá reglu eina að skrifa ekkert sem ekki heyrist í talmáli. Þar af leiðir að hann notar hvorki "Y" eða stóran staf, svo dæmi sé tekið. Sá merki skólamaður, Kristján Bersi Ólafsson segir, að það sé ekkert til sem sé "rétt mál".
Dr. Feelgood (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.