2 af hverjum 3 vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

 

Ekki veit ég hvort Reykvíkingar eru að vitkast eða hvort skoðanakannanir fara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni, en nú er svo að sjá að þeir séu að vitkast hvað snertir viðhorf til þess að hafa aðstöðu fyrir flugsamgöngur innan aðgengilegrar seilingar.

Nú er svo að sjá að nærri tveir af hverjum þremur hafi séð að vitlegast er að hafa flugvöll fyrir innanlandsflug áfram í Vatnsmýrinni.

Í þessu samhengi set ég hérna inn kafla sem ég skrifaði í vikunni sem leið sem athugasemd við blogg sveitunga míns sem kallar sig Mosa:  

„Einhverju sinni var ég að koma með áætlunarflugi frá Akureyri, þreyttur eftir erfiðan vinnudag. Fyrir framan mig sat fjögurra manna fjölskylda. Meðan flugvélin rann ljúflega eftir Reykjavíkurflugvelli upp að skúraþyrpingunni flugstöðinni sagði fjölskyldufaðirinn við konu sína: „Vildirðu eiga eftir að keyra frá Keflavík núna?“

Ég held ég hafi ekki heyrt hverju hún svaraði, en ég gat með sjálfum mér svarað fyrir mig, stórt NEI! Nóg að eiga eftir að komast heim í Mosó!

Það væri fásinna að loka þeim samgöngumöguleika við landsbyggðina sem Reykjavíkurflugvöllur er. Og til hvers? Til þess að hrúga fleira fólki í þann landfræðilega útnára sem þetta svæði er á höfuðborgarsvæðinu?"

Við þetta um hinn landfræðilega útnára sem enn er burðast við að kalla Miðborg Reykjavíkur er því að bæta að frænka mín sem vinnur í fyrirtæki í útnára þessum verður að leggja bíl sínum 15 mín. gönguleið frá vinnustaðnum eða gjalda afarkosti í stöðugjöld ella. Hún hefur þá sögu að segja að þeir miðborgarar sem koma inn á vinnustað hennar séu einkum þrenns konar: nýbúar, utangarðsfólk, skrýtlingar. Í þessari röð, skilst mér.

Ég hef bent á það áður og á sjálfsagt eftir að gera oftar, að hinn rökrétti miðbær höfuðborgarsvæðisins er Smáratorg/Smáralind, og liggur þar að auki rétt við hinum eðlilega umferðarás frá Suðurnesjum um Faxaflóasvæðið og jafnvel austur að Ölfusá.

Ath: fyrirsögn breytt að morgni 27. maí eftir ábendingu um villu í fyrirsögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli ekki sé hyggilegt að huga að nýjum stöðum fyrir flugvelli. Ljóst er að æskilegt sé að flugvöllur sé til staðar annars staðar en á suðvestur horni landsins. Spurning hvort hagkvæmt sé að byggja flugvöll á Suðurlandi eða t.d. í Borgarfirði. Góður flugvöllur þarf að prýða einkum þessi atriði þurfa  utan það að vera í seilingu við höfuðborgarsvæðið: flugöryggi sé tryggt og að nægt sé af góðu byggingarefni.

Galli Suðurlands eru eldfjöllin, askan sem berst langar leiðir og eins fíni sandurinn sem austlægar áttir þeyta hátt í loft upp einkum frá söndunum. Galli Borgarfjarðarins eru sviptivindarnir frá Hafnarfjalli en spurning hvort austarlega í Melasveit eða Leirársveit sé ekki heppilegur staður til að byggja flugvöll.

Kosturinn við að hafa flugvelli utan við meginbyggð er ótvíræður: öryggi á að vera betra og unnt að skipuleggja betur þar sem ekki er verið að keppa við aðra tegund landnýtingar. Vatnsmýrarvöllur hefur ýmsa kosti en því miður mjög marga ókosti. Flugvöllurinn olli miklum deilum 1957 en þá var sú pólitíska staða að Bandaríkjamenn vildu ekki hleypa borgaralegu flugi okkar á Keflavíkurflugvöll. Þá var vinstri stjórn Hermanns Jónassonar sem hafði á stefnuskrá sinni að bandaríski herinn skyldi fara. Um þetta urðu gríðarlegar deilur eins og nærri má geta enda Kalda stríðið að verða grafalvarlegt nokkrum árum síðar og stóð sennilega hæst í Kúbudeilunni. Bandaríkjamönnum var aðstaðan á Íslandi mjög mikilvæg.

Þegar samgöngur með léttlestum verða að raunveruleika á Íslandi þá skipta nokkrir tugir kílómetra sáralitlu. Meira máli skiptir að komast á sem auðveldastan, ódýrastan, hættuminnstan og skjótastan hátt milli staða. Annað er hjóm sem skiptir venjulegt fólk engu.

Varðandi kennsluflug og tómstundaflug er mjög æskilegt að halda slíkri starfsemi utan við Vatnsmýrarflugvöll.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.5.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég á eftir að sjá að „léttlestir" séu raunhæfur og skynsamlegur kostur í okkar samfélagi. Ég á líka eftir að sjá að annar kostur á flugvelli fyrir höfuðborgarsvæðið en núverandi sé skynsamlegur eða æskilegur. Einu sinni var talað um flugvöll á Geldinganesi sem kannski væri ekki út í hött -- en hugnast okkur það, Mosi?

Sigurður Hreiðar, 27.5.2008 kl. 15:50

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Jú Anna, kannski væri það. En turninn á Smáratorgi er þar til trafala og kannski svolítið aðkreppt. Umferðarhnútana má kannski laga ef byggð í svokölluðum miðbæ væri ekki þétt til muna og umferð aukin t.d. með þeirri dæmalaust vitlausu ákvörðun að hafa nýtt hátæknisjúkrahús svo að segja þar sem gamli Lansinn er nú.

Er þetta ekki spurning um að skilja hvernig eðlilegt umferðarflæði verður til?

Sigurður Hreiðar, 28.5.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband