European Musical Show Contest

Ég verð að segja að mér fannst íslensku krakkarnir skila sínu hlutverki vel í Evróvissjónforkeppninni áðan. Og þó ekki öfundsvert hlutverk að skila frambærilega þessari lagleysu sem við sendum nú sem oftar í þessa keppni, og erum reyndar ekki ein um, ég hef að vísu ekki lagt hlustir grannt við en ég man ekki eftir einni einustu melódíu amk. ekki í ár.

Nú er bara að bíða eftir kosningunum og sjá hvernig fer. Ef þetta er European Song Contest eigum við varla séns. Ef þetta er European Musical Show Contest eigum við góðan séns. Ég ætla að bregða mér í kvöldgöngu í góða veðrinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þótt ég muni aldrei læra lagið (og er þó ekki svo treg) þá samgleðst ég krökkunum fyrir fagmennskuna sem skilaði þeim í úrslit. Þau eiga þetta skilið. Ég syng bara hó, hó, hó í huganum og finnst það lag alls ekkert líkt einhverju sjóræningjalagi sem var að reyna að komast að, tók reyndar ekki eftir því hvort það fór áfram. Dr. Spock var líka með fallega melódíu inni á milli grófari tónlistar, en þetta eru nú fulltrúarnir okkar og lagið sem þjóðin kaus að velja, ekki mér að kenna og ábyggilega ekki heldur þér.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sammála, þau eiga þetta skilið, krakkarnir. En það er ekki von að þú getir lært „lagið“…

Kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 22.5.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Við hringdum inn og greiddum Íslandi atkvæði okkar hérna, ég og börnin. Það var sambland af afvegaleiddri þjóðerniskennd og þrýstings frá krakkalökkunum sem olli því, ekki get ég lært né munað þetta ólag frekar en aðrir. En þessir krakkar stóðu sig mjög vel með það sem þau höfðu "í höndunum".

Ég held að sjóræningjarnir vinni þetta á laugardaginn. Með yfirburðum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.5.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hlakka til að fá frí. Þá get ég farið í almennilegar kvöldgöngur.

Nú finnst mér ég svo bundin af því að fara að sofa á skikkanlegum tíma.kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Karl Tómasson

Bestu kveðjur úr Tungunni Sigurður.

Laugardagurinn verður spennandi.

Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 22.5.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband