Braggaminnisvarði á Stormskeri staddur

Sverrir Stormsker verður seint sakaður um Pollýönnustíl enda hefur hann löngum verið þeirrar skoðunar að til þess að ná athygli þurfi hann að strjúka sem flestum öfugt. Auk þess er hann kjaftfor vel og oft gaman að lesa það sem hann skrifar. Í laugardagsútgáfu blaðsins sem kallar sig 24 stundir, líklega af því aðstandendur þess vita ekki að „24 hours“ heita sólarhringur á íslensku, fer hann á sínum venjulegu fjósaskóm yfir það vonlausa verk sem Jakob stuðmann Frímann á fyrir höndum við að reisa til einhverrar virðingar þann útnára sem menn eru enn að burðast við að kalla miðborg/miðbæ Reykjavíkur.

Það hlýtur að vera öllum ljóst ef vel er að gáð að gamla kvosin upp af gömlu höfninni í Reykjavík er enginn miðbær og úrleiðis fyrir allan þorra fólks sem fer ekki ótilneyddur á þessar slóðir lengur. Hinn eiginlegi og eðlilegi miðbær höfuðborgarsvæðisins er Smáratorg/Smáralind og liggur auk þess rétt við eðlilegri umferðarlínu allt sunnan úr Keflavík í Suðurnesjabæ austur að Árborg við Ölfusá í aðra áttina en Saurbæ á Kjalarnesi í hina (þar sem farið er undir sjóinn til að komast upp á Akranes og jafnvel Borgarnes, sem í rauninni eru að verða - ef ekki orðin - hluti af höfuðborgarsvæðinu.

Satt að segja hafði ég gaman af gusuganginum á stormskerinu í þetta sinn eins og raunar oft áður. Mig langar bara að reka dálítið hornin í það sem hann kallar Óráðhúsið sem að hans dómi er „einsog stórkallalegur hermannabraggi og rústar alveg heildarmynd hinnar snotru Tjarnargötu".

Mér hefur alltaf verið tamt að horfa á Ráðhúsið (sem mín vegna má kalla óráðhús, ef menn vilja) frá öðru sjónarhorni. Sem sé því, að þar reis löngu tímabær minnisvarði braggabyggðarinnar sem herir bandamanna skildu eftir á landi Reykjavíkur og nærsveita í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Ég segi minnisvarði því ef þetta húsnæði hefði ekki verið fyrir hendi hefði ekki verið möguleiki fyrir þann fjölda fólks sem á þeim tíma vildi flytja til Reykjavíkur að komast nokkurs staðar inn, en svo var tómum bröggunum á Skólavörðuholti, í Múlakampi, Laugarnesskampi og Camp Knox, svo nefndir séu þeir sem ég man helst, fyrir að þakka að Reykjavík gat á þessum tíma vaxið og dafnað svo sem þurfa þurfti til að verða raunveuleg höfuðborg landsins.

Og enginn þessara braggabyggða, kampa, var í í gamla miðbænum, þó Skólavörðuholtið heyri kannski til R 101.

Þess vegna var það vel við hæfi að þegar borginni var loks reist ráðhús væri það í braggastíl. Vitaskuld var sú innræting viðloða og virðist enn, eftir vaðli stormskersins að dæma, að braggi sé í eðli sínu ljót bygging, en sú innrætin var að ég hygg tilkomin af vanþóknum landans á hersetunni hér á sínum tíma, ekki síst þeirra sem sáu á eftir dætrum sínum eða kærustum í fangið á þeim sem braggana gistu á stríðsárunum. Og hafa ekki enn jafnað sig á.

0005P.S. Nú tókst mér með ráðgjöf vinkonu minnar í athugasemd að koma inn myndinni sem átti að fylgja. Takk fyrir þetta, Anna Ól. B.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ráðhúsið líkist ekki bragga svo mikið: Bogadregna línan í þakinu minnir frekar á væng og tengist þannig fuglunum á tjörninni.

Skúli Pálsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Burtséð frá óráðshúsinu sem mér finnst ekki ennþá fallegt, jafnvel ekki með þínum ágætu rökum, þá er smá sprettugluggavarnarráð: Ef þú ert í Internet Explorer vafra (sem er mjög líklegt) þá ættir þú að tékka á ,,Tools" eða íslensku heiti þess sama, sem þú ert vís til að hafa. Alla vega næsti valkostur við Hjálp. Þar er neðst eitthvað sem á að heita Internet Options og velur Security. Þar á að vera hægt að stilla Custom settings og í þeir lista eru stillingar fyrir pop-up blocker. Vona að þetta gagnist þér, á að gera það ef það er sprettigluggavörnin sem er að hrjá þig. Annars eru ýmsir möguleikar, því þú veist að forritið veit alltaf betur ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka fyrir þetta, Anna. Auðvitað er ég með IE vafra og fann þetta eftir þinni tilvísun, nú verður gaman að sjá hvað gerist næst þegar ég ætla að setja inn mynd. Annars nota ég líka Apple Safari vafrann og finnst hann að sumu leyti öruggari og fullt eins góður -- kann annars ekkert á Mac eða Macsystemið og það er ekki satt að það þurfi ekki að læra á makkann alveg eins og pésann. En, já, ég hef orðið var við það að forritið veit alltaf betur og það ræður.

Kv. í bæinn.

Sigurður Hreiðar, 20.5.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Kári Harðarson

Braggar eru ekki ljótir en ráðhúsið er það.  Það er eitthvað annað í gangi.  Stærð hússins miðað við húsin í kring, hæð þess miðað við þakstærð, eitthvað....

Mér finnst þetta hús jafn forljótt eins og daginn þegar það var opnað, ég mun ekki venjast því úr þessu.

Kári Harðarson, 20.5.2008 kl. 10:57

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Það hlýtur að vera öllum ljóst ef vel er að gáð að gamla kvosin upp af gömlu höfninni í Reykjavík er enginn miðbær og úrleiðis fyrir allan þorra fólks sem fer ekki ótilneyddur á þessar slóðir lengur.  Það er furðulegt að ráðamenn borgarinnar skuli ekki átta sig á þessari staðreynd og að þeir ætli að láta Kópavogin taka við miðborgarhlutverkinu, þegar besta miðborgarlandið biður ósnert við Elliðaárósa.

Sturla Snorrason, 20.5.2008 kl. 11:52

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Verð eiginlega að taka undir með Kára, ráðhúsið er ekki fagurt en braggarnir sem mér fundust svo ljótir þegar ég sá þá út um gluggann á blokkaríbúðinni á 4. hæð á Kaplaskjólsveginum, hafa fríkkað mjög í minningunni. Þetta var Camp Knox. Þegar verið var að taka kvikmyndina Djöflaeyjuna var gaman að fá svona smá endurgerð af þessum kampi eða álíka, Árni Páll (meistari Ragga Th.) átti þá sviðsmynd og Ari minn var honum innan handar við hugmyndir og framkvæmdir, m.a. að byggja blokk úr gámum, sem mér fannst víðáttusnjallt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.5.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband