16.5.2008 | 13:26
Enn breikkar bilið milli bensíns og dísilolíu.
Enn breikkar bilið milli verðs á bensíni og dísilolíu. Hefur þetta ekki komið í bakið á stjórnvöldum? Var ekki meiningin með því að setja sömu gjöld inn í verðið á dísilolíunni eins og voru fyrir í verðinu á bensíninu að gera fýsilegra fyrir almenning að reka bíla með dísilvélum?
N1 lækkar verð á eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei heyrðu! þú hefur misskilið þetta hrapallega. Öll gjöld og álögur, endurtek öll gjöld og álögur miða að því að lækka viðskiptahallann við útlönd, styrkja þjóðarbúið og ríkissjóð og ef afgangur verður fer hann í að bæta við lífeyrislögin.
Bara svo þú hafir þetta á hreinu.
Ein sem keypti sér diesel bíl þegar hún flutti á Hellu til að hafa efni á kóræfingum inni í Rvk einu sinni í viku og til að menga minna og til að komast yfir heiðina í ófæru hafði hún rennireiðina líka 4x4. Nú er búið að uppfæra í jeppling en því miður gamlingjarnir svo seinir að fatta, enn með dieselvél. Er að hugsa um að fara að taka litaða í skjóli nætur og ulla framan í liðið. Sektin verður ekki svo há ef upp kemst, miðað við verðið á diesel í dag.
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:36
Dísel hefur hækkað umfram bensín í öðrum löndum líka. Skv. Economist er um að ræða mikla eftirspurn eftir Dísel af því fólk hefur verið að kaupa sparneytna Dísel bíla.
Hitt er svo annað mál að olíuver eru hönnuð frá grunni til að framleiða ákveðið magn af dísel á móti bensíni, því er ógerningur að auka framleiðsluna á dísel án þess að framleiða meira bensín líka !
Hér er greinin sem ég vísa í:
http://www.economist.com/science/displaystory.cfm?story_id=10984681
og hér er textinn úr henni á ensku:
Kári Harðarson, 16.5.2008 kl. 14:40
Fróðlegt, ekki síst það sem Kári upplýsir um fylgni milli framleiðslu á bensíni og dísilolíu. Og að dísilolían hækki í verði umfram bensín vegna eftirspurnar.
Sigurður Hreiðar, 16.5.2008 kl. 17:24
En hvers vegna ekki að gera metan fýsilegri kost fyrir okkur? - Sbr. næstsíðasta blogg mitt!
Sigurður Hreiðar, 16.5.2008 kl. 20:02
Bara svona til upplýsingar, þá eru opinberu gjöldin á dieselfuel 5 krónum lægri á lítra en á benzíni. Það átti upphaflega að vera tímabundið, en er nú búið að festa það með reglugerð. Ástæða lægri skattlagningar á dieselfuel? Jú, allir þingmennirnir aka á rándýrum diesel jeppum!
Nöldrari (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 04:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.