1.5.2008 | 22:12
Ekki ögn sem ég gef…
Það eru erfiðir tímar,það er atvinnuþref,ég hef ekkert að bjóða,ekki ögn sem ég gef,nema von mína og líf mitthvort ég vaki eða sef,þetta eitt sem þú gafst mérþað er alt sem ég hef.
Þetta -- raunar öll erindin úr baráttusöngnum Maístjörnunni -- sungu nokkrir tugir leikskólabarna í Kjarna í gær svo undir tók í fellunum sjö í Mosfellsbæ. Utanbókar og stóð ekki í þeim. Ekki ögn sem ég gef nema von mína og líf mitt
Og gamlir karlar fengu kökk í hálsinn.
Konan á bókasafninu vakti máls á því við mig hvílík synd það er að virkja ekki krakkana á þeim aldri sem þau eru næmust og láta þau læra okkar dýrmætu ljóð utan að. Vekja með þeim málkennd og dálæti á ljóðum eða fallega orðuðu máli almennt. Þau eru ekki einu sinni látin læra skólaljóðin utan að.
Er ekki eitthvað bogið við þetta?
Og svo getið þið skemmt ykkur við að finna afabarnið mitt í hópnum!
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
-Er í alvöru hætt að kenna skólaljóð? -Læra þá börn hvorki ljóð né kristinfræði lengur? -Er kannski hætt að kenna átthagafræði líka? -Eða ritgerðir og orðaleikni? -Málskilning og þýðingu og uppruna málshátta og orðatiltækja? -Er þá nokkuð eftir að kenna nema reikning og skrift og hvar "löndin í trúarbragðafræðslunni" liggja á hnettinum?
Fyrirgefðu mér ólundina en mér gremst að sjá skólakerfið plokka allt að því markvisst út úr kennslunni það sem máli skiptir fyrir góðan grunn í undirbúningi snáðalinganna okkar fyrir lífsins leika.
En þetta er fagur dagur og best að horfa í sólarátt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.5.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.