17.4.2008 | 11:26
Kvengeldingar
Enn er eins og konur telji sig aðskotahluti í mannheimum, einhvers konar kvengeldingu felast í því að gegna störfum sem málfræðilega bera karlkyns heiti. Nú ætlar bæjarstjóri austur á landi að fara að kalla sig bæjarstýru.
Verði henni að góðu. Hvað myndi hún kalla sig væri hún hjúkrunarfræðingur? Allar hjúkkur sem ég þekki ætla að trompast ef mér verður á að kalla þær hjúkrunarkonur, sem þó er málfræðilega kvenkyns starfsheiti. Hvað með sjúkraliður? Eða leikskólakennslukonur? Eða flugstýrur?
Fyrirgefið konur, en mér finnst þið gera lítið úr ykkur með þessu móti. Gangið inn í hvaða störf sem þið viljið en berið viðeigandi starfsheiti með þeirri reisn sem starfið á skilið. Þið eruð þó fjandakornið menn!
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er álíka rugl og þetta með að ráðherra nafnbótinni þurfi að breyta. Konur eru ennþá bílstjórar, ritarar, framkvæmdastjórar, forstjórar og jafnvel sjómenn. Enda konur menn og titlarnir eiga því jafn vel við þær eins og karla. - Gott innlegg hjá þér í þessa umræðu Sigurður.
Haraldur Bjarnason, 17.4.2008 kl. 11:54
Sæll og blessaður, sem væri mælt úr mínu hjarta, þakka þér fyrir þennan stutta en skorinorta pistil. "Allar konur eru menn, en engin maður kona". Þetta eru svo gjörsamlega orð að sönnu. Manstu eftir því í kringum 1975, í október þegar allar eða allflestar konur lögðu niður störf og landið lamaðist. Það var stórkostlegt að sjá hversu samtaka þær voru þá. Því miður er öldin önnur í dag. Eftir þetta þá fór ég taka eftir því að kvenkenningin væri að víkja úr málinu. Hef búið erlendis í fjölda ára og bý enn þó ég hafi dvalið lengri eða skemmri tíma á Íslandi. Þær vildu hækka launin sögðu þær, héldu að þær fengju hærri laun ef kvenkenningin hyrfi, þá mátti ekki auglýsa eftir starfsstúlku eða neinu sem minnti á konu, kvenkenningin vék í langan tíma. Nú er verið að klína þessu á karlmenninna, þetta væri þeim að kenna. En það er nú annað. Þær gerðu þetta sjálfar. Það mátti ekki vera hjúkrunakona eða hjúkrunarmaður, kennslukona heldur kennari, leikkona heldur leikari. Þvílík endaleysa. Ég tala mörg tungumál og í þeim öllum er kvenkenningunni haldið í heiðri. Það er ekki einu sinni rætt um það að breya því. Málin verða svo miklu fátækari.
Við karlmenn erum hvað eftir annað vændir um kvenfyrirlitningu. En kvenfyrirlitningin meðal íslenzkra kvenna er svo sannarlega rannsóknarefni. Ætli þær finni þá ekki einhverja glufu til að kenna karlmönnunum um það líka? Skil þetta ekki. Hef aldrei kynnst svona nema á Íslandi. Held að þversumman á þessu óöryggi þeirra blessaðra sé ekkert annað en KVENFREKJA. Með beztu kveðju.
Bumba, 17.4.2008 kl. 12:08
Heyr! Heyr!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.4.2008 kl. 13:57
Þetta var góður pistill, Sigurður - hjartanlega sammála!
Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:01
Alveg sammála. Ég held að Bumba hafi rétt fyrir sér með kvenfyrirlitninguna, hún skýn oft í gegn hjá svokölluðum kvenréttindasinnum.
Sigurður Rúnar Sæmundsson, 17.4.2008 kl. 20:14
Einmitt. Þakka þér fyrir Sigurður. Ég vinn á týpiskum kvenvinnustað, kennari, og það sem ég hef upplifað á Íslandi hvað þetta snertir er varla prenthæft sumt af því. Til lánsins er ég kominn með stöðu erlendis aftur og muna fara í haust. Með beztu kveðju.
Bumba, 17.4.2008 kl. 21:54
Kæri vinur, gaman að sjá þig að nýju í bloggheimum.
Mikið er ég sammála þér. Óttalega geta hlutirnir oft gengið langt.
Bestu kveðjur frá K. Tomm.
Karl Tómasson, 18.4.2008 kl. 00:02
Þessi umræða um að finna upp ný hugtök sem eru kvengerð mynd af e-u starfsheiti getur gengið allt of langt og farið út í vitleysu. Ráðherra og ráðfrú sem kvengert heiti er nokkuð afkáralegt. Hvernig voru með okkar ágætu skúringakellingar fyrri tíma sem lögðu sig fram oft við erfiðar aðstæður berandi þungar vatnsfötur langar leiðir, stundum upp eða niður stiga. - Í þá daga var þetta virkilegt puð sem engum þætti boðlegt í dag.
Svo kom tæknin til skjalanna, fundnir voru upp þar til gerðir vagnar sem unnt var að aka fram og til baka ásamt því að moppur og þveglar komu til skjalanna. Starfheitið skúringakellingar hurfu með erfiðinu og sjálfsagt er engin eftirsjá að þeim tímum. Í staðinn komu ræstingakonur og ræstitæknar, mun hlutlausari og viðkunnanlegra starfsheiti. Væri það ekki miður ef þessar nútímavalkyrjur myndu vilja taka upp nýyrði á borð við „ræstifrúr“ eða jafnvel „ræstitækjur“ (sbr. rækjur eða hækjur)? Svona orðsmíði má ekki verða til athlægis.
Með bestu kveðjum og góða helgi! Óskandi gengur okkar liði vel í kvöld! En hitt liðið er skipað ljóngáfuðum einstaklingum, m.a. Vilhjálmi Bjarnasyni, gömlum skólabróður okkar Bjarka úr MH og sá veit nánast allt um flesta hluti.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.4.2008 kl. 09:55
Hahahhahaha frábært Guðjón. Með beztu kveðju.
Bumba, 18.4.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.