Undir smarties handa gestum

„Efsti hluti af hauskúpu, líklega konu eða barns, til sölu. Lítið notaður síðustu 30 árin eða svo, aðallega undir smarties handa gestum.“ Eitthvað á þessa leið var smáauglýsing í The Vivid Imagination og hið eina sem ég fann þegar ég fór að gefnu tilefni að leita mér að hausskúpu til heimilisskrauts.

Ég fann ekkert þar um í smáauglýsingum mbl.is, ekkert í ebay.com og ekki einu sinni í google. -- Allar líkur á að maður verði bara að fara á stúfana sjálfur eða láta kyrrt liggja. Í gröf sinni, vígðri eða óvígðri.


mbl.is Ekki frekari eftirmál af beinfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Þetta varð nú hálfgert flopp þetta höfuðkúpumál.  Maður var búin að búa sig undir eitt dularfyllsta sakamál síðari tíma en svo er þetta bara gamalt stofustáss.  Reyndar myndi mér nú ekki hugnast að hafa þetta í minni stofu en hvað veit ég um exótíska listmuni.  Ef þig langar óskaplega í svona þá geturðu kannski bara fengið þessa keypta enda ku stofan sem hún skreytti heyra sögunni til.  Spurningin er hins vegar hvort þú fáir þá anda hins framliðna í kaupbæti.

Kveðja af eyrinni

G. jr

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 25.3.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Margur hefur þegið minna rabbat án þess að kvarta.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.3.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Stóra hauskúpumálið er efni í kvikmynd, engin spurning, bara spurning hvort það á vera krimmi eða farsi. Annars var ég að fá í hendur Helgarblað DV og sendi hérmeð hamingjuóskir á tímamótunum, Sigurður Hreiðar. Af blogginu að dæma ertu ennþá unglamb... Bestu kveðjur frá bjb

Björn Jóhann Björnsson, 28.3.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ekki veit ég hvort þú ert heima frændi, en hvar sem þú ert áttu hjá mér hamingjuóskir. Ég er vel meðvituð um ykkur báða sem stóðuð á tímamótum á föstudaginn, hitti hinn, en sé þig seinna. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband