Óraddskipt mjálm

Eitthvað er sagt vera til sem heitir almennur safnaðarsöngur í kirkjum. Þá er átt við að þeir sem slæðast í kirkju af tilviljun haldi uppi messusöngnum.

Af þessu fyrirbæri eru til skemmtilegar sögur í bókum. Sjaldnast er þetta skemmtilegt á að hlýða og þeim sem koma í kirkju á venjulegum sunnudegi til að eiga þar góða stund með guði sínum getur verið hreinasta kvöl að fá þar ekki söng annan en „almennan safnaðarsöng“.

Einhverra hluta vegna er „almennur safnaðarsöngur“ mikið hugðarefni sumra „kirkjunnar manna“ og í því skyni hefur verið lögð áhersla á að jafnvel þar sem kór er til að „leiða almennan safnaðarsöng“ (eins og undirspil sæmilegs organista sé ekki nóg til þess) séu sálmar sungnir einraddaðir.

Gott og vel. Sum sálmalög eru vel fallin til að syngja þau einradda. Önnur verða ekki svipur hjá sjón og vekja manni ömurleikatilfinningu þannig útþynnt. Eins og gerðist núna rétt áðan í útvarpsmessu og er kveikjan að þessu bloggi. Ljóð (sálmur) Davíðs Stefánssonar við lag Guðrúnar Böðvarsdóttur, Ég kveiki á kertum mínum, á ekki að flytja opinberlega í einrödduðum söng -- nema einsöngur komi til. Óraddskiptur flutningur hóps á þessu lagi er helgispjöll -- fyrir bragðið nenni ég ekki að hlusta á hvað presturinn er að segja og hefur hann þó sjálfsagt eitthvað nýtt og fróðlegt til málanna að leggja, sem enginn hefur sagt áður síðustu 2000 árin, eða frá því Gyðingar drápu Krist eins og ótíndan Palestínumann.

Nú viðurkenni ég að ég er í kirkjukór þessa stundina og hef löngum verið. Og þegar ég fer í kirkju án þátttöku í viðkomandi kór leyfi ég mér að taka undir sönginn -- syngja almennan safnaðarsöng -- ef svo ber undir. Nema flutningur viðkomandi kórs eða sönghóps sé þvílíkt afbragð að maður vilji bara leggja við hlustir og njóta og þvílíkar stundir eru gersemar! En fyrir alla muni, almennum kirkjugesti er fyllilega heimilt að taka undir og jafnvel til þess ætlast -- til hvers haldið þið annars að sálmanúmerin séu sett upp á töflu svo maður geti flett upp textanum? Ef kórinn víkur þar frá og fer með eitthvað sem almennt er ekki boðið upp á ber manni að þegja og hlusta.

En: Sálmasöngur og jafnvel messusvör eru allt frá því að vera snotur melódía upp stórbrotin verk. Lofsöngur hvort heldur er. Drjúgur partur messunnar er þessi lofsöngur. Hann á að vera fallegur og vel fluttur, almennum kirkjugesti til ununar hvort heldur hann tekur undir eða ekki.

Til þess dugar ekki „almennur safnaðarsöngur“. Ekki heldur óraddskipt mjálm kórs nema þar sem það á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Messusöngurinn sem og messusvörin eru hluti af lofgjörð og tilbeiðslu þess sem sækir guðsþjónustuna.. Þess vegna er það nauðsynlegt fyrir kirkjugestinn að taka undir allt saman, það er "part af programmet"

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.3.2008 kl. 02:22

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Almennt hirði ég ekki um að svara þeim sem ekki vilja kannast við nafn sitt. En Prédikarinn er þó kurteis svo ég geri undantekningu:

Er ekki nauðsynlegt að það sem kirkjugesturinn gerir geri hann af innri þörf og af því hann er sjálfur sáttur við það -- sáttur við programmet? Ekki tilneyddur til að taka þátt í einhverju skuespili?

Sigurður Hreiðar, 25.3.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Jú, ég er hjartanlega sammála með þetta Sigurður. Sjálfri hefur mér fundist þetta beinlínis óþægilegt og það er ekki tilfinning sem maður sækist eftir þegar maður vill eiga friðarstund með sjálfum sér og hlusta á guðsorð í jarðnesku húsnæði himnaföðurins.

Þar getur líka fallegur, raddaður kórsöngur verið manni jafn mikil sálarnæring og hið predikaða orð og fyrir mér er vel æfður kirkukór jafn ómissandi og sjálfur presturinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.3.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Heyr, Helga Guðrún!

Eins og talað út úr mínu hjarta.

Sigurður Hreiðar, 25.3.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband