Pólitískt meðvitunarleysi?

Um daginn varpaði ég fram spurningum um tengslin milli kjarasamninga og gengisfellinga, sem virðast fylgjast órjúfanlega að. Svo er að sjá sem þjóðarbúið þoli ekki launahækkanir og verði að ná þeim aftur sem skjótast með hinni hendinni í gegnum gengisfellingar. Svona hefur þetta alltaf verið.  Nokkrar athugasemdir (svarhali?) við þetta blogg beindust að því að áður hefði þetta verið pólitísk ákvörðun en nú væri þetta frjálst fall.

Er það svo? Pólitisk ákvörðun var þetta að vísu á ytra borði, en eftir þrýsting frá fjármálaöflunum.

Er ekki sami þrýstingur fjármálaafla enn á ferðinni, nú bara án þess að tilskipunin komi beint frá stjórnvöldum? Raunar kemur ekkert núna frá stjórnvöldum, sem er kannski önnur hlið á sama peningi. Aðgerðaleysið er að minnsta kosti pólitísk ákvörðun -- eða er það pólitískt meðvitundarleysi?

Það er slæmt að vera sauður í peningamálum. En jafnvel sauðir eru ekki gjörsneyddir hugsunum og vangaveltum og mér er spurn: ef við hefðum bundið krónuna við fastgengi t.d. evru, þ.e. ákveðið að 100 íkr. væru ein evra og kannski kallað hundraðkallinn hundevru, og í þessari ákvörðun hefði falist að aðrir gjaldmiðlar lytu sömu lögmálum til hækkunar og lækkunar gangvart hundevru eins og þeirrar samevrópsku evru -- ja -- hvar stæðum við þá í peningamálum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Nú segi ég bara gleðilega páska


Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.3.2008 kl. 23:05

2 identicon

Um daginn var talað við einhvern af forsprökkum Evrópusambandsins og kom meðal annars fram í máli hans andstaða við að Íslendingar tækju einhliða upp Evru.  Það er væntanlega önnur huxun en þú ert að velta fyrir þér.

Mig grunar að helstu rök ráðamann gegn því að tengja saman gengi ISK og EUR séu óttinn við að vega að sjálfstæði Íslendinga í gengismálum.

Þetta er aftur á móti góð spurning en varla fyrir sauð að svara.  Þessi sauður sem þetta ritar myndi jafnframt spyrja, að ef ISK og Evran væru samtengt myndi það þá hafa áhrif á vaxtastefnuna gagnvart krónunni?

Þórður Björn (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gott svar frá góðum sauði, Þórður Björn!

En -- hvar er sjálfstæði Íslendinga í gengismálum, ef krónan fær bara að falla eins og foss af bergi?

Um vaxtastefnuna veit ég lítið. Grunar þó að lækkun stýrivaxta myndi fyrr koma burgeisum til góða en venjulegu launafólki með húsnæðislán.

Sigurður Hreiðar, 23.3.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta er mjög allt saman mjög skondið. Sú var tíðin að svo reyndist fyrir verkalýðsfélögin ekki að semja um eitt eða neitt því allt var tekið til baka með einu pennastriki og jafnvel meira!

Mannstu Sigurður þegar vísitöluandskotinn færði sig upp á skaftið á 3ja mánaða fresti? Þó svo að verkalýðsforystan semdi um einhver rauð strik í samningum um laun og kjör sem átti að tryggja þeim í bak og fyrir sem minnst báru úr býtum í samfélaginu og kaup þeirra að hækka sem dýrtíðinni næmi. Þá var eins og andskotinn sjálfur væri kominn í spilið og hrifsaði kauphækkunina samdægurs til baka því annað var einnig bundin einhverjum vísitölustrikum. Á 3ja mánaða fresti var lesin hækkun í Ríkisútvarpinu á búvörum og alltaf kom annað í kjölfarið. Það var eins og verið væri að kveð upp dauðadóm yfir verkalýðnum og kenna honum að vera ekki frekari en atvinnurekendurnir treystu sér að gjalda kaup. Kauphækkunin var tekin jafnóðum. Svo kom Steingrímur Hermannsson og reyndi að kveða niður verðbólguna. Það var gert með því að stífa kauphækkanir niður um þriðjung eða svo meðan annað hækkaði. Þetta olli mikilli ólgu og þeir Páll jarðskjálftafræðingur og Ögmundur kvöddu til frægs fundar og stofnuðu Misgengishópinn en þetta ástand var nefnt „misgengi“ en það þekktist þá einungis sem jarðfræðihugtak.

Dýrtíðin er einhver sá aumasti fjandi sem mannkynið hefur fundið upp á. Og virðist enn tóra vel á fjósbitanum þrátt fyrir að skynsamlegir kjarasamningar hafi verið viðloðandi í landinu frá því um 1990.

Jæja nú ætlar Mosi að hætta þessu masi en leyfi mér að rifja þetta upp þeim til fræðslu sem síðar komu til og átta sig kannski ekki alveg á því að sagan hefur þessa einkennilegu náttúru að endurtaka sig í sífellu þó kringumstæður séu ekki ætíð eins. Nú eru þeir sem skulda í vondum málum en við sem skuldum engum neitt, hvorki kóngi né presti prísum okkur sæla. Reynslan sem öllum er dýrmæt hefur kennt okkar kynslóð að fara varlega í fjármálum.

Bestu páskakveðjur

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.3.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband