12.1.2008 | 21:10
Hamslausar húsmæður
Hins vegar verð ég að hrósa RUV fyrir útsvar - það er að mínu viti vel heppnaður þáttur. Og danska langlokan á sunnudögum er býsna góð fyrir utan hvað þar er töluð afskaplega fín danska - amk. fyrir Íslendinga að skilja. Og það er líka ánægjulegt að vera búinn að fá Desperate Housewifes aftur, nema hvað ég sætti mig aldrei við íslenska heitið - Örvæntingarfullar eiginkonur? Hvers lags bull er þetta! Þær eru í fyrsta lagi ekki eiginkonur nema sumar og stundum, og í öðru lagi er upp og ofan með örvæntinguna. Þetta átti auðvitað að heita Hamslausar húsmæður. Mælist til að því verði breytt eigi síðar en nú þegar!
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 306494
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegt - sjónvarpssmekkurinn er líkur hjá okkur.
Reyndar er það ekki bundið smekk hvað fólki finnst um þessi "Laugardagslög", mislukkaðra efni hefur ekki farið í loftið árum saman. Það væri fróðlegt að hitta einn eða tvo sem kunna að meta þann þátt.
"Eginkonurnar" og glæpurinn danski er það eina sem ég horfi reglulega á þessa dagana. En svo dúkkar upp einn og einn breskur glæpaþáttur eða mynd, sem ég get vel horft á - ef það er ekki of seint fyrir minn svefn. Ég sendi H.D.póst í dag. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 12.1.2008 kl. 22:20
Sammála þessu um "Laugardagslögin" Merkilegt að álitsgjafarnir í þættinum eru yfirleitt sammála um að öll þessi lög eigi erindi í sjálfa Eurovisjón keppnina, alveg sama hversu vonlaus þau eru á alþjóðlegum mælikvarða. Að mínu mati er besta efnið á laugardagskvöldum "Hrúturinn Hreinn".
Ari Jóhann Sigurðsson, 12.1.2008 kl. 23:06
Gamanmyndin var skárri en spaugstofan. Amk. tveir brandarar sem ég hálfhló að.
Sigurður Hreiðar, 12.1.2008 kl. 23:22
Tek undir hve sjónvarpið er orðið lítilsiglt. Kl... er bandarísk hasarmynd, þá kemur önnur bandarísk hasarmynd og kannski undir miðnættið kemur kannski e-ð sem horfandi er á, en þá er Mosi yfirleitt löngu sofnaður!
Mosi horfir nú orðið mjög lítið á sjónvarp utan fréttir, veðurfréttir, útsvar og spaugstofu. Já þeir spaugstofumenn eru oft fundvísir á það sem spaugilegt er og eru stundum jafnvel betri en fyrirmyndirnar. Örn sem Davíð er kostulegur og spurning hvort þeir ættu ekki að skiptast á launaumslögum þar sem Örn gerir miklu skemmtilegri Davíð en orginallinn sem er því miður oft allt að því grátklökkur þegar hann er að tilkynna hækkun á stýrivöxtum eða þegar hann útskýrir af hverju þeir Kaupþingsmönnum er forboðið að taka upp evrur í uppgjörsmálum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.1.2008 kl. 23:52
Heill og sæll,
Sammála þér um Sjónvarpið, - enda erum við víst á líkum aldri! Laugardagslögin eru skelfilegt efni, - sjálfsagt hafa einhverjir gaman af þessu, en það ætti að sýna þetta, - ef ástæða þykir til - á öðrum tíma en laugardagskvöldum. Þarna ríkir sjálfumgleðin hrein. Skyldi RÚV nokkuð hafa kannað hvaða aldurshópar það eru sem eru dyggastir áhorfendur á laugardagskvöldum?
Lágmarkið var á dögunum þegar Skaupið var endursýnt á laugardagskvöldi og svo komu þessi laugardagslög. Þá fundum við okkur efni á norrænu stöðvunum. Þær eru jafnan betri valkostur en Rúv á laugardagskvöldum. Einhverntíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að NRK væri skemmtilegra en RÚV, en þannig er það.
Hamslausar húsmæður er gott nafn. Færeyingar kalla þessa þáttaröð Desperatar húsmøður !
Eiður (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 10:18
Æ já sjónvarpsdagskráin (dæs) er efni í langa pistla ef maður nennir, en ég nenni bara ekki. Verð þó að taka undir með aðdáendum Hrútsins Hreins. Hrúturinn er tvímælalaust besta efni sem RÚV hefur boðið upp á, á laugardagskvöldum, í áraraðir tíma. Því miður uppgötvaði ég hann mjög seint þar sem hann er falin inn í Laugardagslögunum. Þau nenni ég alls ekki að horfa á, enda skemmtanagildi þess þáttar við frostmark.
Kv
GEH
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 13.1.2008 kl. 11:08
Mér er nokk sama hvort þær eru aðþrengdar eða örvæntingarfullar -- nafnið er vitlaust!
Og Mosi -- víst eru leikarar Spaugstofunnar ágætir, en þáttur þeirra er ekki einu sinni broslegur lengur, hvað þá skemmtilegur.
Sigurður Hreiðar, 13.1.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.