Hamslausar húsmæður

Skelfing sem blessað sjónvarpið (RUV) er lítið áhugavert á laugardagskvöldum í vetur. Spaugstofan er komin út fyrir minn húmor (þó var atriðið um feðgana Oddsson allþokkalegt í kvöld) og Laugardagslögin eru því miður algjörlega utan við minn smekk. Það er boðuð gamanmynd á eftir - vonandi verður gaman að henni.

Hins vegar verð ég að hrósa RUV fyrir útsvar - það er að mínu viti vel heppnaður þáttur. Og danska langlokan á sunnudögum er býsna góð fyrir utan hvað þar er töluð afskaplega fín danska - amk. fyrir Íslendinga að skilja. Og það er líka ánægjulegt að vera búinn að fá Desperate Housewifes aftur, nema hvað ég sætti mig aldrei við íslenska heitið - Örvæntingarfullar eiginkonur? Hvers lags bull er þetta! Þær eru í fyrsta lagi ekki eiginkonur nema sumar og stundum, og í öðru lagi er upp og ofan með örvæntinguna. Þetta átti auðvitað að heita Hamslausar húsmæður. Mælist til að því verði breytt eigi síðar en nú þegar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Merkilegt - sjónvarpssmekkurinn er líkur hjá okkur.

Reyndar er það ekki bundið smekk hvað fólki finnst um þessi "Laugardagslög", mislukkaðra efni hefur ekki farið í loftið árum saman. Það væri fróðlegt að hitta einn eða tvo sem kunna að meta þann þátt. 

"Eginkonurnar" og glæpurinn danski er það eina sem ég horfi reglulega á þessa dagana.  En svo dúkkar upp einn og einn breskur glæpaþáttur eða mynd, sem ég get vel horft á - ef það er ekki of seint fyrir minn svefn. Ég sendi H.D.póst í dag. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 12.1.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Ari Jóhann Sigurðsson

Sammála þessu um "Laugardagslögin" Merkilegt að álitsgjafarnir í þættinum eru yfirleitt sammála um að öll þessi lög eigi erindi í sjálfa Eurovisjón keppnina, alveg sama hversu vonlaus þau eru á alþjóðlegum mælikvarða. Að mínu mati er besta efnið á laugardagskvöldum "Hrúturinn Hreinn".

Ari Jóhann Sigurðsson, 12.1.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gamanmyndin var skárri en spaugstofan. Amk. tveir brandarar sem ég hálfhló að.

Sigurður Hreiðar, 12.1.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir hve sjónvarpið er orðið lítilsiglt. Kl... er bandarísk hasarmynd, þá kemur önnur bandarísk hasarmynd og kannski undir miðnættið kemur kannski e-ð sem horfandi er á, en þá er Mosi yfirleitt löngu sofnaður!

Mosi horfir nú orðið mjög lítið á sjónvarp utan fréttir, veðurfréttir, útsvar og spaugstofu. Já þeir spaugstofumenn eru oft fundvísir á það sem spaugilegt er og eru stundum jafnvel betri en fyrirmyndirnar. Örn sem Davíð er kostulegur og spurning hvort þeir ættu ekki að skiptast á launaumslögum þar sem Örn gerir miklu skemmtilegri Davíð en orginallinn sem er því miður oft allt að því grátklökkur þegar hann er að tilkynna hækkun á stýrivöxtum eða þegar hann útskýrir af hverju þeir Kaupþingsmönnum er forboðið að taka upp evrur í uppgjörsmálum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.1.2008 kl. 23:52

5 identicon

Heill og sæll,  

Sammála þér um  Sjónvarpið, - enda   erum  við  víst á líkum aldri! Laugardagslögin  eru  skelfilegt efni, - sjálfsagt  hafa  einhverjir gaman af þessu, en það ætti að sýna  þetta, -  ef ástæða þykir til -  á öðrum tíma en  laugardagskvöldum. Þarna  ríkir   sjálfumgleðin hrein. Skyldi  RÚV nokkuð hafa kannað hvaða aldurshópar  það eru  sem eru dyggastir áhorfendur á laugardagskvöldum?

Lágmarkið var á  dögunum   þegar  Skaupið var   endursýnt á laugardagskvöldi og  svo komu þessi laugardagslög. Þá  fundum við okkur   efni á   norrænu stöðvunum. Þær  eru jafnan betri valkostur en Rúv á laugardagskvöldum. Einhverntíma hefði það þótt saga til næsta  bæjar að NRK  væri  skemmtilegra en RÚV, en þannig er það.

Hamslausar  húsmæður er  gott nafn. Færeyingar kalla þessa þáttaröð Desperatar húsmøður !

Eiður (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Æ já sjónvarpsdagskráin (dæs) er efni í langa pistla ef maður nennir, en ég nenni bara ekki.  Verð þó að taka undir með aðdáendum Hrútsins Hreins.  Hrúturinn er tvímælalaust besta efni sem RÚV hefur boðið upp á, á laugardagskvöldum, í áraraðir tíma.  Því miður uppgötvaði ég hann mjög seint þar sem hann er falin inn í Laugardagslögunum.  Þau nenni ég alls ekki að horfa á, enda skemmtanagildi þess þáttar við frostmark. 

Kv

GEH

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 13.1.2008 kl. 11:08

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Mér er nokk sama hvort þær eru aðþrengdar eða örvæntingarfullar -- nafnið er vitlaust!

Og Mosi -- víst eru leikarar Spaugstofunnar ágætir, en þáttur þeirra er ekki einu sinni broslegur lengur, hvað þá skemmtilegur.

Sigurður Hreiðar, 13.1.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 306494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband