11.1.2008 | 22:05
Sjaldan er báran blá stök
Svona samsláttur kemur manni samt ekki alltaf í gott skap. Í útvarpsfréttum 9. janúar 2008, var vitnað í formann framsóknarflokksins sem sagði að skipan dýralæknisins fjármálaráðherra sem settur dómsmálaráðherra skipaði son fyrrum formann flokks síns í ágætis embætti fyrir norðan væri kornið sem fyllti bikarinn.
Þetta kom mér ekki í gott skap. Er reyndar viss um að bóndasonurinn frá Brúnastöðum hefur sagt að þetta væri dropinn sem fyllti bikarinn. Eða kornið sem fyllti mælinn.
Ég vænti þess að Guðni þvoi hendur sínar af þessu bögumæli.
Það er reyndar fleira sem ég er stundum dálítið hissa á. Hvers vegna þarf flest að vera UMtalsvert? Er ekki nóg að hafa það talsvert? Hvers vegna þarf svona margt að vera ÚTbúnaður? Er ekki nóg að það sé búnaður? Hvers vegna þurfa svo margir að éta bögumæli og klamburslegt orðalag hver eftir öðrum?
Flokkast kannski eitthvað af þessu undir það sem manna á meðal er kallað fasteignasölumálfræði?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er orðinn (leiðinda)ávani hjá fjölmiðlafólki að breyta orðum og reyna að búa til nýyrði þegar fjallað er um fréttnæma (og ekki fréttnæma) atburði.
Furðufuglinn, 12.1.2008 kl. 15:26
Ég er búin að taka nokkur æðisköst hér heima (allt í stökustu friðsemd þó) út af ambögum sem virðst vera látnar óátaldar í fjölmiðlum. Allar þessar ,,hundruðir" sem yfir okkur dynja til dæmis og sumt miklu verra. Sem betur fer man ég ekki það sem hefur verið að gera mér gramt í geði að undanförnu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.1.2008 kl. 15:40
Má til með að skjóta inn nokkrum fjólum úr fjölmiðlum:
Fréttabl. fyrir nokkru:
"Það er ekki von að illa gangi að reka stofnanir þegar svona er staðið að verki"
Ísland í bítið fyrir nokkru: " maðurinn lenti í hrottalegum árekstri fyrir nokkru og mun þurfa að styðjast við gervifætur...."
Stöð 2 fyrir nokkru: "....er vinnusemi orðum ofaukin...."
Sjónvarpsfréttir eitt sinn: "....þetta er bara dómadagsspá...." Þetta var reyndar leiðrétt síðar í fréttayfirlitinu.
Rás 1 fyrir rúmu ári, en þá var fjallað um CCP tölvuleikjafyrirtæki: "...Þetta verður að taka hraðan tíma...." og "...fittar inn í kúltúrinn...."
Og að lokum þær fjólur sem náðu mínum eyrum í dag, allar úr sjónvarpi allra landsmanna "...þessi byggð verður í engum takt við..." (aðra byggð á Seltjarnarnesi)
Auglýsing frá SÍBS þar sem barn er látið segja: "Ég er vinur síðan ég fæddist"
Laugardagslögin: "...þið þekkið leik og reglur...."
Læt þetta nægja að sinni
Góð kveðja
Ruth Fjeldsted
Ruth Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.