Flugferð yfir Land þagnarinnar

Jólabækurnar rekur ekki alltaf á fjörur mínar á þeim tíma sem flestir aðrir eru að lesa þær - en koma þó flestar um síðir. Þó ekki alltaf fyrr en næstu jól á eftir eða einhverjum jólum síðar, enda finnst mér að séu bækur góðar haldi þær því áfram þó nokkur jól og jafnvel mörg líði frá útkomu þeirra.

Fyrir tilviljun kom bók Ara Trausta Guðmundssonar, Land þagnarinnar, upp í hendurnar á mér um daginn og ég má segja að ég hafi lesið hana í einskonar rykk. Þótti hún forvitnileg því ég vissi hana ma. fjalla um þríhyrninginn foreldra hans og ömmu í móðurætt - nokkuð sem ég mátti ekki fremur en hann tala um eða spyrja um fremur en sögumaður bókarinnar því Mannsi (Guðmundur Einarsson) var ágætur kunningi foreldra minna enda úr Mosó eins og mamma og heima hjá mér var dónaskapur að slúðra um vini sína.

Að mínum dómi er gott hjá ATG að skrifa sig með þessum hætti frá þessu máli sem augljóslega hefur verið honum nokkur draugur gegnum tíðina. Og bókin er góð út af fyrir sig og sniðugt að fella bréfa- og orðsendingasamskipti um leitina að afa - en sú leit er skálkaskjól fyrir ritun bókarinnar - inn á kaflaskil.

Bókin er sett upp sem skáldsaga en er þó greinilega þroskasaga höfundarins sjálfs um leið. Sumum nöfnum manna og staða víkur hann þó til án þess að tilgangur með því sé sjáanlegur, nema að það sé til að rugla lesandann. Af hverju er t.d. Arnar betra nafn en Ari? Af hverju er Suðurdalur betri en Miðdalur? Hvers vegna er símstöðin í Mosfellssveit sett í Hlégarð þar sem hún aldrei var? - Og fleira mætti til nefna.

Sums staðar hefði bókin grætt á góðri ritstjórn (les: styttingu). Hún fjallar um ákveðið tema, leitina að afa og samskipti fyrrnefnds þríhyrnings. Málalengingar út og suður og skáldlegar vangaveltur sem koma þessu tema ekkert við gera oft lítið annað en pirra lesandann. Sums staðar er eins og tæpt á einhverju sem gæti orðið spennandi en rennur út í sandinn: ég beið alltaf eftir því að Herr Streseman skyti aftur upp kollinum og skýring fengist á birtingu hans í bókinni. Ég beið líka eftir því að eitthvað gerðist milli sögumanns og Nellie Smith sem skýrði og eða gæfi fyllingu frásögn sögumanns af því að honum reis hold af að horfa á hana. Eða skýrði hvers vegna hann kallar skaufa sinn Hann þar sem hann er kallaður til sögunnar, rétt eins og kristnir nefna guð sinn Hann með stórum staf. Eða á það að gefa í skyn hvað sögumaðurinn hefur fyrir guð?

Í heildina séð: Áhugaverð bók og gott hjá sögumanni að opinbera fjölskylduleyndarmálið, það var mál til komið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband