Hvað dvelur?

Þetta er glöggt dæmi um þann vandræðagang sem af því hlýst að hringtorgin á Vesturlandsvegi hafa ekki fengið nöfn. Ég bloggaði um þetta á síðasta ári og fékk út af fyrir sig góðar undirtektir, en síðan ekki söguna meir. Hefði tillaga mín um nöfn á hringtorgin hefði einfaldlega verið sagt frá slysi á Langatangatorgi á Vesturlandsvegi og enginn hefði velkst í vafa um hvar það varð. -- Eftir á að hyggja væri kannski betra að kalla þetta torg Lágafellstorg en út af fyrir sig er nafnið kannski ekki aðalatriðið, heldur hinn að koma nöfnunum á og merkja torgin. -- Mér er sem ég sæi upplitið á yfirvöldum, lögreglu og bæjar- og borgarstjórnum, ef ég færi sjálfur og ræki niður hæla með merkingum á hringtorgshólana -- en hvað dvelur réttbæra merkingaraðila?
mbl.is Mótorhjólaslys í hringtorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mogginn fer rangt með staðsetninguna. Ég kom að þessu. Þetta var á götu sem heitir Baugshlíð, rétt ofan við Blikastaði, um 50 metra frá hringtorgi sem þar er. Það er einhver vatnsleki þarna í götunni og sýndist mér að hann vera frosinn. Þetta er ekki stór blettur en viðkomandi hefur ekki áttað sig á þessu, lendir á þessu og missir hjólið í götuna. Hann var á leið að Vesturlandsvegi. Vonandi var þetta ekki alvarlegt.

Örn Johnson '43 (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Freyr Guðjónsson

"Ég bloggaði um þetta á síðasta ári og fékk út af fyrir sig góðar undirtektir, en síðan ekki söguna meir."

 Þú hlýtur að vera að grínast ef þú ert hissa á að þessi ofur brilliant hugmynd sem gæti leitt til þess að taka allan vafa af því hvar fólk er að klessa á blómabeð hringtorga útum allan bæ hafi ekki komist inn á þing beint af blogginu þínu. Fólk eins og þig sem er verið að cover'a í Áramótaskaupi Sjónvarpsins, sem heldur að bloggið þeirra sé alsherjar vettvangur hugmynda og upplýsingaflæðis, eins og alþingi hafi ekkert betur að gera en að stara á blog síðuna þína og ýta á 'f5'.

Gætir í það minnsta komið þessu í skrif á formlegan hátt, jafnvel með penna og blaði (ef þú átt svoleiðis til) og reynt að koma þessum hugmyndum á framfæri þar sem það skiptir máli.

Annars er mér persónlega sama hvað þessi hringtorg heita, það eru ekki þau sem eru vandamálið, heldur aksturstaktar íslendinga í þeim. Þeir eru eins alstaðar ekki bara á Lágfellstorgi-Eystra á þriðja hring. 

Freyr Guðjónsson, 5.1.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst þú ágætlega hringtorgsmerkilegur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Til Páls: 3. athugasemd sýnir að það er auðgert að villast á hringtorgum af því þau heita ekki neitt og eru því ómerk(t). Anna: þakka þér fyrir að nota nafnið mitt á Varmártorgið -- gott þú slappst vel frá þessu. Örn: þetta torg hef ég viljað kalla Skarhólatorg þó það sé á Sauðholtsmýrinni, vegna tengingar þess við Skarhólabraut sem er handan torgsins frá Baugsmýrinni (götu með því nafni). Freyr: síðan hvenær eru nafngiftir gatna og torga mál þings?

Sigurður Hreiðar, 5.1.2008 kl. 17:16

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Til dæmis Skógarnesstorg, Páll minn, það myndi að óbreyttu koma þar nærri.

Sigurður Hreiðar, 5.1.2008 kl. 17:51

6 Smámynd: gudni.is

Gaman að endurvekja upp þessa hugmynd þína Sigurður með að nafngreina og merkja öll hringtorgin. Mér fannst þetta frábær hugmynd þegar þú skrifaðir um þetta í fyrra!

Þegar ég þarf að lóðsa einhvern sem er að koma í heimsókn til mín frá Reykjavík þá lýsi ég leiðinni í fjölda hringtorga og flestir verða hálf ringlaðir...

Ég segi fólki að eftir að það aki undir Grafarholtsbrúnna á Vesturlandsvegi þá eigi fólk eftir að kynnast sex hringtorgum á leiðinni heim til mín.
"Beygjið til vinstri úr þriðja hringtorginu á Vesturlandsveginum niður í hverfið inn götuna Baugshlíð, akið svo beint í gegnum tvö hringtorg í viðbót og beygjið strax til hægri í því þriðja (sjötta TOTAL) og þá finnið þið götuna mína Hjallahlíð sem fyrstu götu til hægri..."

Það væri mun þægilegra að geta bara sagt:
"Aktu Vesturlandsveg að Skarhólatorgi og beygðu þar niður í hverfið til vinstri. Aktu svo þangað til þú kemur að (t.d. álfatorgi..?) og beygðu út úr því til hægri og þá er Hjallahlíð fyrsta gatan til hægri".

Ég mun styðja þig Sigurður í því að þú verðir útnefndur í að framkvæma þetta. Ég skal meira að segja hjálpa þér við að negla niður hælana á öll hringtorgin jafnvel þó það verði ekki gert í samráði við "yfirvöld"..?

gudni.is, 5.1.2008 kl. 19:15

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sér enginn muninn á því að segja: Hálka er á hringtorgi á Hringbraut - eða - hálka er á Melatorgi?

Ómar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 21:15

8 identicon

Þá væri nú eins gott að gatnamótum Hverfisgötu og Lækjargötu verði ekki breytt í hringtorg því það væri hálf vandræðalegt ef tveir kunningjar tækju tal saman og annar segðist hafa rekist á nokkra vini sína á Lækjartorgi þar sem þeir voru að fá sér fá sér vöfflur en hinn segðist hafa rekist á nokkra vini sína á Lækjatorgi og verið væri að meta tjónið á bifreiðunum en vinina sakaði svo sem ekki ....

Pétur Úlfsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 00:08

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...mér finnst nú að blessuðu ljósastaurarnir eigi nú að fá að heita eitthvað líka...

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 01:39

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

segðu maður. ekki veitir af að gefa öllum þessum hringtorgum heiti. hvílíkt hringtorgakraðak sem mosó er orðinn. maður tekur alveg út við að þurfa að aka þarna í gegn.

Brjánn Guðjónsson, 6.1.2008 kl. 12:31

11 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman að fá svona marga beint af bloggaraþingi skaupsins. En ég þakka þeim sem hinum, sem áttu þarna eitthvert erindi.

Sigurður Hreiðar, 6.1.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband