Ekki krónu -- ekki einu sinni piparköku!

Á jólaföstunni – aðventunni – sem er samblands náttúrlegs myrkurs og manngerðra ljósa, lognkyrra stilludaga og öskrandi óveðursnátta, hafa myndast margskonar hefðir. Sumar hafa guðsblessunarlega dáið aftur að fullu eða mestu sbr. jólaglöggið, aðrar halda velli en eru þó á undanhaldi sbr. jólahlaðborðin sem mér finnst einhverra hluta vegna bera minna á núna en nokkur síðustu jól (og liggur mér í léttu rúmi).Aðrar hefðir festast og eflast. Dæmi um það eru árvissir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar, Jólaljós, sem jafnaðarlega eru haldnir til styrktar einhverju fyrirfram ákveðnu málefni. Og þetta eru alvöru styrktartónleikar: Hver einasta króna sem inn kemur fer beint og óskert í málefnið – enginn af öllu því einvala liði sem þarna kemur fram fær svo mikið sem piparköku fyrir ómakið, hvað þá krónu.

Og það er einmitt það sem gerir þessa tónleika svo skemmtilega sem raun ber vitni. Þegar listafólkið gengur að því að koma fram fyrir slétt ekki neitt er það einfaldlega að skemmta sjálfu sér og gerir það af lífi og sál og hæfilegri alvöru.

Allir vinna fyrir ekkert

Og hvers vegna skyldi allt þetta afburða listafólk gera þetta fyrir ekkert? Kannski eru fleiri en eitt svar til við því, en þar sem hvað fyrst kemur upp í hugann er að enginn segir „nei“ við kórstjórann, organistann í Mosó, hann Jónas Þóri. Ef einhver skyldi ekki vita það er Jónas Þórir náttúrleg hjálparhella flestra tónlistarmanna landsins og auk þess hvers manns hugljúfi. Tónlist er lífsblóð hans og andardráttur og það smitar út frá sér.Jólaljós fór hægt af stað en hefur sífellt bætt á sig og nú eru margir farnir að tryggja sér miða fyrirfram.

Enda: hvar annars staðar er hægt að fá svona tónlistarveislu?

jólaljós 07

 

Einvalalið 

Sýnishorn af listafólki sem þarna kemur fram – í óákveðinni röð eftir minni: Ragga Gísla, Jóhann Friðgeir, Egill Ól, Hanna Björk, Anna Sigga, Margrét Árna, Ívar Helga. Listinn er ekki tæmdur. Á Jólaljósum Kirkjukórs Lágafellssóknar hátíð er aldrei hægt að telja alla upp fyrirfram og vera viss.

Bræður að norðan og leynigestir 

Trúlega verða þarna piltar nokkrir kenndir við Álftagerði – já og svo leynigestir, kannski tveir eða þrír og sumir dálítið langt að reknir og vanir því að gefnar séu gott betur en 2500 krónur fyrir að fá að heyra þá reka upp bofs.Þar fyrir utan er svo strengja- og blásarasveit vina Jónasar (ég held örugglega að það séu blásarar líka) og náttúrlega kórinn sem er baklandið í þessu öllu saman og heldur upp á sextugsafmælið á næsta ári. Jónas Þórir stjórnar og spilar og fyrir utan fína tónlist er óhætt að lofa því að það verður brosað eyrna á milli – og jafnvel upphátt – í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudagskvöldið 16. des. kl. 20. (Veðrið verður (næstum) örugglega orðið gott þá – amk. skárra!)PS. Hver verður aðnjótandi styrksins eftir Jólaljós ársins? Jú, Fjölskylduhjálp Íslands, gerið svo vel, fær allt óskert sem kemur í kassann fyrir aðgöngumiðana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki full þörf á að hafa hér í Mosó útibú frá mæðrastyrksnefnd. Og er það við hæfi af TR að benda fólki á að í ár fá öryrkjar enga desemberuppbót,heldur er þeim vísað á nefndina ! Fólk á sem sé að niðurlægja sig og bíða í röðinni þar.

Guðrún A (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband