Af hverju -- húsmóðir?

„…vænisjúka húsmóður“ -- afsakið að ég hiksta á þessari orðasamsetningu. Er ekkert að efa að þessi góða kona sé húsmóðir, en af hverju þarf að tengja þessi tvö orð eins og þau séu harðgift samsteypa: vænisjúk húsmóðir?

1. Er vænisýkí eitthvað sem bundið er við konur? 2. Er vænisýki aðallega bundin við konur sem sinna heimilum sínum?

-- Burtséð frá þessu: Ég hef fulla samúð með Erlu Ósk Arnardóttur Lilliendahl og skil fátt betur en að hún sé heitvond yfir þeirri meðferð sem hún fékk af einhverjum amrískum krökkum sem hafa hlotið starfsmenntun sína af þarlendum sjónvarpsþáttum.

Ég hef ekki fundið hjá mér hvöt til að kanna þetta víðátturíki í vestri þar sem villimennska hefur löngum viðgengist á stórum köflum, ef marka má fréttir þaðan og ýmislegt sem komið hefur frá Hvíta húsinu og heldur versnað hin síðari árin. Geri mér ljóst að þar hlýtur líka að vera margt ágætt að finna -- ég á bara ekki erindi þangað.

Enn síður með tilliti til þess hvernig Amríkanar eiga til að taka á móti gestum sínum.


mbl.is Ekki vænisjúk húsmóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Vegna þess að þessi ásökun kom meðal annars fyrir í kommenti í svarhala við færslu Erlu. Samsetningin kemur örugglega frá henni sjálfri.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.12.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú mátt, Kolbrún…

Sigurður Hreiðar, 13.12.2007 kl. 18:38

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Íslensk orðabók frá 2002 (útg. Edda, ritstjóri Mörður Árnason, hefur vænisýki á bls. 1781. -- Ekki stafkrókur um að þetta orð, þýðing á paranoia, eigi við um húsmæður um fram aðra menn.

Sigurður Hreiðar, 13.12.2007 kl. 20:25

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna Bandaríkjamenn í þessu máli: svona eru Kanarnir, vitleysingar, skíthræddir við hryðjuverk, klikkaðir osfrv.

Gaman væri ef einhver blaðamaður næði tali af einhverjum af þeim mörgu einstaklingum sem komið hafa til Íslands og sótt um hæli. Fólk sem flúið hefur stríð og ofsóknir í sínu heimalandi og eiga fullan rétt á því að sækja um hæli samkvæmt S.Þ.

Þetta fólk hefur nær undantekningalaust verið sett í gæsluvarðhald og síðan sent til baka með fyrstu ferð án þess að nokkuð sé farið ofaní saumana á þeirra máli.

Það skyldi þó aldrei vera að þetta fólk hafi orðið fyrir eitthvað svipaðri upplifun og Erla Ósk...?

Jón Bragi Sigurðsson, 13.12.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Jón Bragi -- hefur eitthvað af þessu fólki sem þú nefnir og hefur verið vísað frá landi hér, verið sett í járn (mitti, hendur og fætur, allt hlekkjað og vafið eins og rúllupylsa) og verið sett í harðvítuga yfirheyrslu um persónuleg atriði eins og hvenær það hafði síðast á klæðum? -- Síðan dregið í hlekkjunum um flugstöðvar og sali handa mannfjölda að glápa á?

Sigurður Hreiðar, 13.12.2007 kl. 22:16

6 Smámynd: Ár & síð

Ég hef nú alltaf skilið orðið vænisjúkur þannig að það sé sjúkleg árátta til að væna aðra um eitthvað, þ.e. að ásaka þá. Það er hins vegar annað mál hvort það er góð þýðing á orðinu paranoid.
Matthías

Ár & síð, 13.12.2007 kl. 23:26

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ekki veit ég gjörla um það hvernig meðhöndlunin var í smáatriðum. En nógu slæmt samt.

Og hvað með Falun Gong fólkið sem var handtekið við komuna til landsins um árið og var smalað saman í fangabúðir og sent svo heim aftur? Þetta var fólk sem á eingan hátt hafði brotið íslensk lög eða reglur og átti fullan rétt á að fara frjálst ferða sinna.

Er hugsanlegt að það fólk sem varð fyrir þeim hremmingum geti tekið undir þau orð leiðara Moggans og finnist þau eiga við Ísland að "Þau stjórnvöld sem svona haga sér gagnvart venjulegu fólki af ekki meira tilefni eru gersamlega sturluð. Þau vita hvorki í þennan heim né annan. Þau hafa misst veruleikaskyn."

Með þessum athugasemdum, og eftir öll þessi skrif og yfirgengilega hneykslun fólks á "fasismanum", vil ég bara benda á hvort Íslendingar séu ekki að kasta grjóti úr glerhúsi?

Tek fram að ég er á engan hátt að verja þessa framkomu við Erlu. Ég hef lent í því að vera tekin og berháttaður af tollvörðum og skoðað í hvern minn krók og kima vegna órökstudds gruns um eiturlyfjasmygls. Þetta gerðist við komu mína til Malmö frá Svíþjóð. Víst fannst mér þetta niðurlægjandi og var hinn reiðasti og svekktasti, hafandi aldrei smyglað svo miklu sem eldspítustokk inní þetta ágæta land. Hef ég ég þau ekki séð ástæðu til að úthrópa Svíþjóð sem hið svívirðilegasta fasistaland og lögregluríki einsog jafn vel Mogginn lætur sér sæma.

Jón Bragi Sigurðsson, 14.12.2007 kl. 07:47

8 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Á að vera "komu mína til Malmö í Svíþjóð frá Danmörku"

Jón Bragi Sigurðsson, 14.12.2007 kl. 07:49

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er víða pottur brotinn

Jónína Dúadóttir, 14.12.2007 kl. 07:49

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þau eru víða glerhúsin, Jón minn Bragi. Mig minnir að Falun Gong fólkið hafi ekki verið beitt líkamlegu harðræði og hafi setið hér þokkaleg veisluborð, þó niðurstaðan eftir á hefði orðið sú að þarna hafi yfirvöld hér farið offari. Ég hygg að ekkert af þeim hafi farið héðan með áverka.

Þetta hefur eflaust verið vond meðferð á þér í Svíþjóð. En hvers vegna gerðir þú ekkert í því? Klagaðir þú nokkuð til stjórnvalda hérlendis? Mér finnst þessi meðferð á þér lykta af fasisma og valdbeitingu lögreglu, því mér dettur ekki í hug að rengja að þú hafir verið (og sért) blásaklaus. En einhver hlýtur ástæðan að hafa verið? Gaf klæðaburður þinn og fas (framkoma) eitthvert tilefni til að skoða piltinn?

Sigurður Hreiðar, 14.12.2007 kl. 08:56

11 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Átti að vera: ekkert þeirra.

Sigurður Hreiðar, 14.12.2007 kl. 08:57

12 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

"Yfirvöld farið offari". Varla er hægt að taka vægara til orða. Hér var um ruddalega aðgerð að ræða sem hvorki stóðs íslensk eða alþjóðleg lög. Nei, trúlega hafa þeir komið útúr þessu án líkamlegra áverka. Er umrædd Erla með áverka.

Varðandi mitt mál, þá bjó ég (og bý), og átti lögheimili í Svíþjóð þegar þetta gerðist. Minn glæpur var kannske að vera síðhærður, kannske eitthvað ræfilslegur eftir ævintýri dagsins áður og það sem verra var, einn karlmaður á ferð og ekki með skyldustykki allra Svía sem koma frá Danmörku undir hendinni þ.e. kassa af bjór. Ég hafði ekki haft tíma til að hrifsa með mér bjór af því ég var að missa af ferjunni.

Ég lenti oft í því að leitað var í farangri mínum þegar ég kom frá Danmörku en í þetta sinn leituðu þeir af sér allan grun. Það var ekkert eftir nema laxering og gegnumlýsing. Bróðir minn hins vegar sem býr hér líka er fjölskyldumaður og var oftast með eitthvað barna sinna með sér eða konu og var aldrei leitað hjá honum. Enda komst hann upp með að smygla bæði áfengi og tóbaki langt umfram leyfileg mörk á meðan ég hefði aldrei þorað að smygla neinu.

Nokkrum dögum eftir þessa nákvæmu leit sá ég í fréttum að lögreglumaður í Stokkhólmi hefði tekið þekktan dópsala útá götu og farið með hann inná stöð og leitað á honum. Fékk lögreglumaðurinn bágt fyrir hjá "justitsombudsmannen" (samsvarar umboðsmanni alþingis). Svona mátti ekki gera! Fór ég þá að hugsa minn gang og garfa í málinu, en niðurstaðan var sú að tollverðir (þetta voru ekki lögreglumenn) hafa fullt leyfi til að leita af sér allan grun ef þeim sýnist svo.

Hins vegar, ef ég skyldi uppgötva að ég væri samkynhneigður þá myndi ég umsvifalaust sækja um vinnu hjá tollinum og velja út sæta stráka og láta þá hátta

Jón Bragi Sigurðsson, 14.12.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband