9.12.2007 | 23:18
Aumingjastyrkur
En vegna þess að þetta voru ekki háar upphæðir hafa margir látið þær liggja og ekki selt þær. Jafnvel heldur bætt við sig í von um að hagnast, þó skömm sé frá að segja því enn er sú skoðun landlæg að það sé ljótt að efnast og geti varla talist heiðarlegt.
Svo kemur þar að hlutabréfseigandinn gerist gamall og vill nú fara að njóta ávöxtunar sinnar. Hann selur hlutabréfin sín og viti menn mörg íslensk fyrirtæki hafa bara spjarað sig og seljast nú á talsvert hærra verði en sá gamli keypti þau á. Hann borgar auðvitað sinn 10% fjármagnstekjuskatt af þessu og ætlast svo sæll og glaður að skreppa til Spánar eða bara að kaupa sér flatsjónvarp í staðinn fyrir gamla hjallinn sem fyllir hálfa stofuna.
En þá kemur babb í bátinn. Tryggingastofnun gerir kröfu í hagnaðinn. Sá gamli verður nú að endurgreiða ellilaunin sín (rúmar 20 þús. á mánuði fyrir utan skatt) aftur í tímann. Þangað til búið er að éta upp þann hagnað sem hann kann að hafa haft af því að taka þátt í uppbyggingu atvinnulífsins.
Því að: ellilaunin eru ekki laun, ekki umbun fyrir að hafa borgað til þessa almannasjóðs alla sína starfsævi: þau eru aumingjastyrkur ef gamlinginn á enga aðra kosti.
Vinir mínir á hinum Norðurlöndunum trúa þessu ekki, þegar frá er sagt. Þeir horfa á mig með vorkunnaraugum: Hann er líklega kominn með alshæmer, greyið, segir augnaráðið, og svo bjóða þeir kannski upp á einn öllara í huggunarskyni.
En kannski verður manni sama um þessar féflettingar þegar maður er kominn með alshæmer.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er sorgleg staðreynd í okkar "velferðar" þjóðfélagi. Fólki (öldruðum og öryrkjum)er refsað fyrir að hafa reynt að drýgja tekjur sínar eða að hafa lagt einhverja smáaura til hliðar. Krumlur TR ná ansi víða og frá þeim sleppa fáir sem í þeim hafa lent á annað borð.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 08:57
Ég var að fá um það tilkynningu fyrr í haust að við 67 ára aldur minn hefði skapast réttur minn á þessu sviði. Með fylgdi að útfylla þyrfti heilmiklar skýrslur vegna þessa og meðal þeirra væri yfirlit yfir væntanlegar tekjur mínar á næsta ári. Ég er ekki lengur í föstu starfi og næsta ár er því að mestu leyti óskrifuð bók í þessum efnum. Hvað gerist ef mér áskotnast í árslok 2008 eitthvert það fé sem hugsanlega fengist við að sýsla við hitt eða þetta? Var ég þá að taka mér óverðskuldaðan styrk fyrstu tíu mánuði ársins?
Greint var frá því í tilkynningunni góðu að niðri á Tryggingastofnun væri sérstakur mannskapur sem hefði þann starfa að leiðsegja gamlingjum eins og mér í gegnum það verkferli sem nauðsynlegt er til að það verði viðurkennt peningalega að maður sé orðinn 67 ára. Með því að verða 67 ára berum við sem höfum náð þeim áfanga sem sé ábyrgð á þeim útgjöldum ríkisins sem felast í því að halda þessari leiðbeiningastarfsemi uppi.
Ég hef ekki haft tíma til að snúa mér að þessu verkefni og veit satt að segja ekki hvort þeim tíma yrði vel varið eða hvort það sé skynsamlegt að vera að auka við vinnu starfsfólks Tryggingastofnunar með því að leita til þess með þetta mál, sem síðan endar með því að enginn styrkur verði greiddur og eftir standi aðeins kostnaðurinn við að fást við málið.
Ef það væri hægt að haga því svo til að hugsanlegur styrkur færi í sjóð til að liðka til fyrir þjónustu við aldrað fólk sem ódýrara er að hafa heima en að setja inn á sjúkrastofnun, þá væri þessum peningum vel varið. En kerfið gerir auðvitað ekki mögulegt að hafa það þannig.
Ómar Ragnarsson, 10.12.2007 kl. 11:50
Ómar: Teldu saman launatekjur (reiknað endurgjald?) þessa árs, fjármagnstekjur ef einhverjar og hvað þú hefur borgað í lífeyrissjóð. Farðu síðan inn á tr.is og finndu reiknivélina (reiknhildi) og fylltu hana samviskusamlega út. Þá sérðu hvort það borgar sig fyrir þig að tala nokkuð við TR yfirleitt.
Hinn kostinn má kannski skoða: láta sem maður hafi ekki nema lífeyrissjóðinn og taka aumingjastyrkinn, leggja inn á einhvern hávaxtareikning og borga svo til baka í árslok eða þegar kemur að skuldadögum, borga það sem maður hefur ofreiknað. Kannski heldur maður einhverjum fimmköllum eftir þegar öllu er á botninn hvolft…
Sigurður Hreiðar, 10.12.2007 kl. 12:03
Takk, Sigurður. Þarna sýnir þú á einfaldan hátt hvernig hægt væri að spara vinnu og fyrirhöfn starfsfólks TR ef að með tilkynningunni, sem gamlingjunum er send, væru leiðbeiningar með dæmum eins og þú gerir.
Ómar Ragnarsson, 10.12.2007 kl. 12:55
En hvað eg skil gremju ykkar vel. Og bráðum kemur að því að Mosi komist á þennan aldur, - ef hann verður þá ekki löngu dauður!
Í sumar hringdi Mosi í gamlan kennara sinn og síðar starfsfélaga í ferðaþjónustunni og tómstundablaðamennsku, Halldór Þorsteinsson, fyrrum málaskólarekanda. Halldóri hefur gegnum tíðina verið sérstaklega uppsigað við undirförula stjórnmálarefi og er Davíð fyrrum forsetaráðherra ofarlega þar á blaði. Eftir að hafa spjallað við þennan öling sagði hann mér: ef eg væri ekki orðinn 85 ára myndi eg gera byltingu. Vildi hann hvetja sér yngri menn að taka fram fyrir hendurnar á þessum voðalegu stjórnmálamönnum sem spilla umhverfinu og draga fólk á asnaeyrunum. Þetta var vægast sagt hraustlega mælt og væntir Mosi ekki að Halldór erfi þessa málgleði.
Já það væri auðvitað þrautalendingin að fara í einhverja byltingarstarfsemi en einu sinni stóðu Íslendingar mjög nálægt stjórnarbyltingu. Það var þann fræga dag, 7. nóv. 1932 þegar nákvæmlega 15 ár voru liðin frá byltingunni austur í Rússíá að bæjarstjórnarfundur leystist upp í Reykjavík. Á dagskrá var einungis eitt mál: lækkun tímakaups verkamanna í atvinnubótavinnunni niður í eina krónu slétta. Frægt var að mesti auðmaður landsins sem jafnframt var formaður Dagsbrúnar og bæjarfulltrúi, braut stóla á fundinum og rétti verkamönnum stólfæturna með þeim orðum að þeir skyldu verja sig gagnvart lögreglunni. Sló í harðan bardaga og urðu allir lögreglumenn bæjarins sárir og óvígir. Brynjólfur Bjarnason var á fundi þessum og væntu verkamenn þess að hann myndi leiða byltinguna áfram enda hafði hann sem Héðinn hvatt menn til dáða. Um þetta leyti kenndi Brynjólfur í Menntaskólanum við Lækjargötu og leit hann á dómkirkjuklukkuna og sá að kennsla var að byrja. Skundaði hann strax upp í skólann en kom fljótlega aftur og er sagt að þetta hefði verið ein allra stysta kennslustund í skólasögu á þeim bæ. Þegar Brynjólfur kom aftur til að leiða byltinguna voru nær allir farnir enda töldu þeir sig hafa misst af foringjanum. Má segja að samviskusemi kennara hafi komið í veg fyrir alvarlegt byltingarástand á Íslandi!
Annars hafði Björn Þorsteinsson söguprófessor löngu síðar eftir sér að lengi hefði bylting verið undirbúin á Íslandi en henni hefði stöðugt verið frestað - vegna veðurs! Er nokkuð til í því.
En við verðum að breyta þessu með lífeyrismálin. Kannski fyrst gerist e-ð í málunum að þessi óvenjugóðu kjör sem Davíð & Co deildu sér hérna um árið verði afnumin. Það hlýtur að vera hægt fyrst þessir sömu karlar afnumdu góðu eftirlaunakjörin bankamanna hérna um árið.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.12.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.